Gríðarlega mikill sigur fyrir Tsipras og Syriza Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2018 21:00 Þriggja ára efnahagsaðstoð evruríkjanna við Grikkland er nú lokið en neyðarlán evruríkjanna til ríkisins voru hluti af mestu efnahagsaðstoð sem nokkurt ríki hefur fengið í sögunni. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikinn gleðidag fyrir Grikki þó að leiðin fram á við sé líka grýtt. Neyðarlán evruríkjanna til grískra stjórnvalda sem um ræðir námu samtals tæplega 62 milljörðum evra, eða tæplega átta þúsund milljarða íslenskra króna á núvirði. Voru þau hluti áætlunar sem gekk út á að aðstoða Grikki við að endurgreiða gríðarlegar skuldir ríkisins og fengu Grikkir aðgang að fjármagni frá evruríkjunum, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gegn því að lúta ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum. Þrátt fyrir að Grikkjum hafi gengi ágætlega að standa við skuldbindingar sínar þá eru erfiðleikar þeirra ekki að baki. Áfram má búast við háum sköttum og skertri þjónustu.Hálf milljón hefur flúið landEiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst, segir síðustu ár hafa reynst Grikkjum gríðarlega erfið þar sem um hálf milljón manna hafi flúið land, auk þess að heil kynslóð hafi ekki komið sér fyrir á vinnumarkaði. „Þetta hefur auðvitað verið gríðarlega erfitt. Við erum að tala um stærstu neyðaraðstoð sem ríki hefur nokkurn tímann verið veitt í sögunni, 300 milljaðar evra, sem þurfti til seinustu átta árin til að reisa við efnahag Grikklands. Samt sem áður er þetta mikill gleðidagur fyrir Grikki. Þeir eru komnir út úr krísunni ef svo má segja. Þessari miklu neyð sem þeir stóðu frammi fyrir og eiga eftir þetta að geta staðið á eigin fótum þrátt fyrir að leiðin fram á við sé vissulega grýtt.“Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun áfram fyglast vel með fjármálastjórn grískra stjórnvalda.Vísir/EPAPopúlismi getur gengið ágætlega uppEiríkur segir þessi tímamót merkja að Grikkir séu nú aftur komnir með sjálfsforræði í sínum fjárhagsmálum og geti nú aftur fjármagnað sig á markaði. „Það þýðir samt ekki að þeir séu lausir undan öllu eftirliti alþjóðasamfélagsins. Þeir eru áfram í ákveðnu endurreisnarprógrammi sem þeir hafa skuldbundið sig til.“ Hann segir merkilegt í þessu máli að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Syriza-flokkur hans hafi komist til valda og með aðgerðum sínum tekist að beygja sig undir vilja alþjóðasamfélagsins að töluverðu marki. Þannig geti popúlismi verið slæmur og hættulegur en sums staðar gangi hann ágætlega upp. „Grikkland er dæmi um það að sumpart popúlísk stjórnvöld komust til valda en þeim tókst með því að fara ekki allt of langt út fyrir meginstrauminn – en samt með því að skora ákveðnum viðteknum venjum á hólm – þá tókst þeim að beygja undir sinn vilja alþjóðasamfélagsins upp að töluverðu marki. Niðurstaðan í dag er því líka gríðarlega mikill sigur Tsiprasar og Syriza og þeirra stjórnmála í Grikklandi sem að höfnuðu hinum upphaflegu skuldbindingum og skilyrðum sem að sett voru á þau.“Var þetta þá íslenska leiðin sem að gekk upp hjá Grikkjum? „Ja, þetta var gríska leiðin sem að gekk upp hjá Grikkjum. Þeir eiga að sameiginlegt með Íslandi að hafna ýmsum viðteknum venjum, eða viðteknum kröfum, sem að alþjóðasamfélagið setti fram. Við gerðum það með okkar hætti í Icesave-málinu sem er merkileg deila sem að Íslendingar eiginlega sigruðu. Með ákveðnum hætti má segja að Grikkir hafi gert svipaðan hlut, bara á sinn eigin hátt með skuldaniðurfellingu sem þeir fengu og með því að hafna þessum fyrstu kröfum og láta reyna á það. Þegar upp er staðið þá þurfa menn ekki alltaf að beygja sig undir allar kröfur sem utan frá koma.“Grikkir ekki á leiðinni úr evrusamstarfinuEn hvað þýðir þetta fyrir Evrópusambandið og ekki síst evrusvæðið?„Menn anda auðvitað léttar að Grikkir hafi komist út úr þessu þó að erfiðleikarnir hafi verið töluvert miklir og að menn sjái fyrir sér að þetta gríðarlega fé sem lagt var til Grikkja sé endurgreitt að að minnsta kosti mestum hluta. Grikkir eru ekki á leiðinni út úr evrunni eins og einhverjir spáðu fyrir um í eina tíð. Það er ekkert slíkt upp á borðunum núna. Ég held að þetta sé gleðidagur fyrir flesta stjórnmálamenn í Evrópu, hvoru megin þeir liggja í þessu máli,“ segir Eiríkur Bergmann. Grikkland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þriggja ára efnahagsaðstoð evruríkjanna við Grikkland er nú lokið en neyðarlán evruríkjanna til ríkisins voru hluti af mestu efnahagsaðstoð sem nokkurt ríki hefur fengið í sögunni. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikinn gleðidag fyrir Grikki þó að leiðin fram á við sé líka grýtt. Neyðarlán evruríkjanna til grískra stjórnvalda sem um ræðir námu samtals tæplega 62 milljörðum evra, eða tæplega átta þúsund milljarða íslenskra króna á núvirði. Voru þau hluti áætlunar sem gekk út á að aðstoða Grikki við að endurgreiða gríðarlegar skuldir ríkisins og fengu Grikkir aðgang að fjármagni frá evruríkjunum, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gegn því að lúta ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum. Þrátt fyrir að Grikkjum hafi gengi ágætlega að standa við skuldbindingar sínar þá eru erfiðleikar þeirra ekki að baki. Áfram má búast við háum sköttum og skertri þjónustu.Hálf milljón hefur flúið landEiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst, segir síðustu ár hafa reynst Grikkjum gríðarlega erfið þar sem um hálf milljón manna hafi flúið land, auk þess að heil kynslóð hafi ekki komið sér fyrir á vinnumarkaði. „Þetta hefur auðvitað verið gríðarlega erfitt. Við erum að tala um stærstu neyðaraðstoð sem ríki hefur nokkurn tímann verið veitt í sögunni, 300 milljaðar evra, sem þurfti til seinustu átta árin til að reisa við efnahag Grikklands. Samt sem áður er þetta mikill gleðidagur fyrir Grikki. Þeir eru komnir út úr krísunni ef svo má segja. Þessari miklu neyð sem þeir stóðu frammi fyrir og eiga eftir þetta að geta staðið á eigin fótum þrátt fyrir að leiðin fram á við sé vissulega grýtt.“Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun áfram fyglast vel með fjármálastjórn grískra stjórnvalda.Vísir/EPAPopúlismi getur gengið ágætlega uppEiríkur segir þessi tímamót merkja að Grikkir séu nú aftur komnir með sjálfsforræði í sínum fjárhagsmálum og geti nú aftur fjármagnað sig á markaði. „Það þýðir samt ekki að þeir séu lausir undan öllu eftirliti alþjóðasamfélagsins. Þeir eru áfram í ákveðnu endurreisnarprógrammi sem þeir hafa skuldbundið sig til.“ Hann segir merkilegt í þessu máli að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Syriza-flokkur hans hafi komist til valda og með aðgerðum sínum tekist að beygja sig undir vilja alþjóðasamfélagsins að töluverðu marki. Þannig geti popúlismi verið slæmur og hættulegur en sums staðar gangi hann ágætlega upp. „Grikkland er dæmi um það að sumpart popúlísk stjórnvöld komust til valda en þeim tókst með því að fara ekki allt of langt út fyrir meginstrauminn – en samt með því að skora ákveðnum viðteknum venjum á hólm – þá tókst þeim að beygja undir sinn vilja alþjóðasamfélagsins upp að töluverðu marki. Niðurstaðan í dag er því líka gríðarlega mikill sigur Tsiprasar og Syriza og þeirra stjórnmála í Grikklandi sem að höfnuðu hinum upphaflegu skuldbindingum og skilyrðum sem að sett voru á þau.“Var þetta þá íslenska leiðin sem að gekk upp hjá Grikkjum? „Ja, þetta var gríska leiðin sem að gekk upp hjá Grikkjum. Þeir eiga að sameiginlegt með Íslandi að hafna ýmsum viðteknum venjum, eða viðteknum kröfum, sem að alþjóðasamfélagið setti fram. Við gerðum það með okkar hætti í Icesave-málinu sem er merkileg deila sem að Íslendingar eiginlega sigruðu. Með ákveðnum hætti má segja að Grikkir hafi gert svipaðan hlut, bara á sinn eigin hátt með skuldaniðurfellingu sem þeir fengu og með því að hafna þessum fyrstu kröfum og láta reyna á það. Þegar upp er staðið þá þurfa menn ekki alltaf að beygja sig undir allar kröfur sem utan frá koma.“Grikkir ekki á leiðinni úr evrusamstarfinuEn hvað þýðir þetta fyrir Evrópusambandið og ekki síst evrusvæðið?„Menn anda auðvitað léttar að Grikkir hafi komist út úr þessu þó að erfiðleikarnir hafi verið töluvert miklir og að menn sjái fyrir sér að þetta gríðarlega fé sem lagt var til Grikkja sé endurgreitt að að minnsta kosti mestum hluta. Grikkir eru ekki á leiðinni út úr evrunni eins og einhverjir spáðu fyrir um í eina tíð. Það er ekkert slíkt upp á borðunum núna. Ég held að þetta sé gleðidagur fyrir flesta stjórnmálamenn í Evrópu, hvoru megin þeir liggja í þessu máli,“ segir Eiríkur Bergmann.
Grikkland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira