Skrifa flugupplýsingar á tússtöflur vegna bilunar á Gatwick Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2018 14:52 Þegar tæknin bilar er gripið til ýmissa ráða. Mynd/Edmund von der Burg Flugvallarstarfsmenn Gatwick-flugvallar á Englandi hafa þurft að nota tússtöflur til þess að koma upplýsingum um komur og brottfarir á flugvellinum til skila vegna bilunar í upplýsingaskjám á flugvellinum fyrr í dag. Farþegar á flugvellinum segja mikla óreiðu einkenna ástandið á flugvellinum. Bilunina má rekja til þess að ljósleiðarasamband rofnaði við skjánna sem varð til þess að skjáirnir hættu að virka. Starfsmenn flugvallarsins dóu þó ekki ráðalausir, náðu sér í tússtöflur og túss og uppfæra þeir töfluna með stöðu komu og brottfara á flugvellinum jafn óðum og upplýsingar berast. Bilunin þykir nokkuð bagaleg enda reiða farþegar sig gjarnan mjög á upplýsingaskjái á flugvöllum til þess að fá upplýsingar um komur og brottfarir. Talsmaður flugvallarins hefur gefið út afsökunarbeiðni vegna bilunarinnar en í frétt BBC segir að nokkrir farþegar hafi misst af flugferðum vegna bilunarinnar en flestir farþegar hafi þó komist í rétt flug á réttum tíma. Farþegar á flugvellinum hafa lýst reiði sinni vegna ástandsins á Twitter og líkti Helen Walsh, sem stödd var á flugvellinum, ástandinu sem „algjöru blóðbaði“. I'm at Gatwick airport and the screens are broken, so they are announcing boarding gates with a white board! They have a guy listening to a walkie talkie, erasing and updating the table! pic.twitter.com/AoxSpmQfHy — Raúl Marcos (@raulmarcosl) August 20, 2018Absolute carnage @Gatwick_Airport with no boards working and no staff with gate info — Helen (@helenwalsh) August 20, 2018Dear @Gatwick_Airport you should be tweeting this every 5 minutes! pic.twitter.com/e6UZyi5stc — Edmund von der Burg (@evdb) August 20, 2018 Fréttir af flugi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Sjá meira
Flugvallarstarfsmenn Gatwick-flugvallar á Englandi hafa þurft að nota tússtöflur til þess að koma upplýsingum um komur og brottfarir á flugvellinum til skila vegna bilunar í upplýsingaskjám á flugvellinum fyrr í dag. Farþegar á flugvellinum segja mikla óreiðu einkenna ástandið á flugvellinum. Bilunina má rekja til þess að ljósleiðarasamband rofnaði við skjánna sem varð til þess að skjáirnir hættu að virka. Starfsmenn flugvallarsins dóu þó ekki ráðalausir, náðu sér í tússtöflur og túss og uppfæra þeir töfluna með stöðu komu og brottfara á flugvellinum jafn óðum og upplýsingar berast. Bilunin þykir nokkuð bagaleg enda reiða farþegar sig gjarnan mjög á upplýsingaskjái á flugvöllum til þess að fá upplýsingar um komur og brottfarir. Talsmaður flugvallarins hefur gefið út afsökunarbeiðni vegna bilunarinnar en í frétt BBC segir að nokkrir farþegar hafi misst af flugferðum vegna bilunarinnar en flestir farþegar hafi þó komist í rétt flug á réttum tíma. Farþegar á flugvellinum hafa lýst reiði sinni vegna ástandsins á Twitter og líkti Helen Walsh, sem stödd var á flugvellinum, ástandinu sem „algjöru blóðbaði“. I'm at Gatwick airport and the screens are broken, so they are announcing boarding gates with a white board! They have a guy listening to a walkie talkie, erasing and updating the table! pic.twitter.com/AoxSpmQfHy — Raúl Marcos (@raulmarcosl) August 20, 2018Absolute carnage @Gatwick_Airport with no boards working and no staff with gate info — Helen (@helenwalsh) August 20, 2018Dear @Gatwick_Airport you should be tweeting this every 5 minutes! pic.twitter.com/e6UZyi5stc — Edmund von der Burg (@evdb) August 20, 2018
Fréttir af flugi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Sjá meira