Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-3 │Valur sterkari í toppslagnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Kópavogsvelli skrifar 20. ágúst 2018 20:45 Pedersen fagnar í kvöld. vísir/daníel Íslandsmeistarar Vals sitja á toppi Pepsi deildar karla eftir 3-1 sigur á Breiðabliki í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. Valsmenn eru með eins stigs forskot á Blika eftir úrslit kvöldsins. Leikurinn byrjaði frekar rólega en Valsmenn voru þó með yfirhöndina. Þeir uppskáru eftir hálftíma leik þegar Damir Muminovic felldi Birki Má Sævarsson í teignum og Þóroddur Hjaltalín dæmdi réttilega vítaspyrnu. Daninn Patrick Pedersen steig á punktinn og skoraði af öryggi. Pedersen bætti við öðru marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir skyndisókn Vals. Frábær sending frá Birki Má á Dion Acoff í hlaupinu, hann sendi boltann fyrir markið og þar var Daninn mættur. Verðskulduð forysta Valsmanna í hálfleik. Blikar mættu mun sterkari inn í seinni hálfleikinn. Þeir áttu tvö dauðafæri snemma í hálfleiknum en náðu ekki að koma boltanum í netið. Á 68. mínútu brutu Blikar loks ísinn eftir darraðadans í teignum upp úr sendingu Andra Rafns Yeoman. Grænklæddir heimamenn héldu áfram að sækja en náðu ekki að setja annað mark. Í staðinn komust Valsmenn upp í sókn og Dion Acoff tryggði Valssigurinn með marki undir lok leiksins. Eftir fyrirgjöf Birkis Más féll boltinn í teiginn og Acoff var fyrstur að átta sig og skilaði boltanum nokkuð auðveldlega í netið. Valsmenn taka því efsta sætið. Þeir eru með eins stigs forskot á Blika og þriggja stiga forskot á Stjörnuna. Valur og Stjarnan eiga þó eftir að mætast innbyrðis.Vísir/daníelAf hverju vann Valur? Gestirnir voru sterkari í fyrri hálfleik og náðu að nýta sér það og skora mörk. Það er í raun ótrúlegt að Blikar hafi ekki sett fleiri mörk í seinni hálfleik þar sem þeir sóttu stíft. Valsmenn eru hins vegar með hörku varnarmenn innanborðs sem áttu flestir frábæran leik í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Birkir Már Sævarsson var án efa maður leiksins. Flottur varnarlega og átti stóran þátt í öllum þremur mörkum Vals. Eiður Aron Sigurbjörnsson stóð vörnina með einstakri prýði og bjargaði tvisvar á línu. Daninn Patrick Pedersen var mjög fínn fram á við áður en hann var tekinn út af í seinni hálfeik. Hjá Blikum átti Jonathan Hendrickx líklega hvað bestan dag.Hvað gekk illa? Sóknarnýting var vandamál hjá Blikum. Þeir komust oft í fín færi en náðu ekki að nýta þau. Þó verður að benda á að Valsmenn björguðu tvisvar á línu, svo það var ekki mikið sem vantaði upp á. Blikar hafa einkennst í sumar af mjög sterkum varnarleik og hafa ekki fengið mörg mörk á sig en þeir hleyptu þremur í gegn í dag sem er frekar óvanalegt.Hvað gerist næst? Blikar eiga leik á laugardaginn gegn Stjörnunni, annar lykilleikur í toppbaráttunni. Valsmenn mæta Fjölnismönnum í Grafarvogi sama dag.Vísir/daníelÓli Jóh: Þeir hanga til baka þrátt fyrir að vera með frábært fótboltalið „Við þurfum að hafa fyrir öllum leikjum, en það var náttúrulega bara eitt lið inni á vellinum í fyrri hálfleik sem skóp sigurinn,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Frábær fyrri hálfleikur hjá okkur. Svo var spurningin bara að halda og halda í seinni hálfleik, en jú, jú þeir fengu einhver færi þarna í seinni hálfleik.“ Blikar sóttu nokkuð stíft seinni hluta leiksins og hefðu auðveldlega getað sett fleiri mörk á Valsmenn. Var ekki farið að fara aðeins um Ólaf? „Maður er komin á þennan aldur og verður sjaldan stressaður á hliðarlínunni, bara að njóta þess. En jú, þetta tekur aðeins á.“ En hvernig metur hann leikinn? „Mér fannst fyrri hálfleikurinn hjá okkur flottur. Blikarnir þorðu varla að fara fram fyrir miðju, eins og þeir hafa spilað í allt sumar. Hanga til baka og fara í skyndisóknir þrátt fyrir að vera með frábært fótboltalið.“ „Við sprengdum þá nokkrum sinnum upp og skoruðum tvö frábær mörk. Svo vorum við orðnir svolítið þreyttir í restina en það er skiljanlegt.“ Gunnleifur Gunnleifsson og Blikavörnin hafa staðið sig vel í sumar og fengið mjög fá mörk á sig, það gerist ekki oft að hann fái þrjú mörk á sig í leik. „Hann mætti nú fara að taka þann sið upp núna, ég væri ekkert ósáttur við það,“ sagði léttur Ólafur Jóhannesson.vísir/daníelGústi Gylfa: Valur ekki með eins gott lið og þeir halda „Leiðinlegt að tapa, það er langt síðan við töpuðum síðast og það er hundfúlt að tapa, eins og það er nú gaman að vinna,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Valsararnir voru betri í við í fyrri hálfleik og skora tvö mörk, vont að fá þetta mark í lokin á fyrri hálfleiknum en það var bara eitt lið á vellinum hérna í seinni hálfleik og þeir voru skíthræddir.“ „Því miður fyrir okkur náðu þeir að skora og klára þessi þrjú stig en þetta var erfiður leikur.“ Breiðablik fékk nokkur dauðafæri í seinni hálfleik sem þeir hefðu þurft að nýta betur, sérstaklega í eins mikilvægum leik og þessum. „Það var eins og menn væru að hvíla sig hérna í fyrri hálfeik, við náðum ekki að stíga upp og það var rólegt tempó á þessu. Svo hækkuðum við tempóið upp og þá tókum við yfir leikinn en það skilaði okkur engu í dag.“ „Þetta var eins og dagur og nótt þessi leikur fyrir okkur.“ „Seinni hálfleikurinn var góður og við sýndum karakter,“ sagði Gústi aðspurður hvað hann tæki helst úr leiknum. „Fúlt að tapa þessu í toppbaráttunni.“ „Valsararnir eru með gott lið en þeir eru ekki eins góðir og þeir halda,“ sagði Ágúst Gylfason.vísir/daníelBirkir Már: Ætlum að vera á toppnum það sem eftir er „Við vorum góðir í fyrri hálfleik, mjög góðir. Skorum tvö góð mörk og hleypum þeim ekki mikið fram fyrir miðju. Svo komum við út í seinni hálfleik og þeir taka alveg yfir leikinn. Við erum bara mjög lélegir í seinni hálfleik en náðum sem betur fer að troða inn einu marki og klára leikinn.“ Svo mat Birkir Már Sævarsson leikinn. Birkir átti virkilega flottan leik í dag og átti lykilþátt í öllum þremur mörkum Vals. „Ég var lélegur á fimmtudaginn síðasta svo ég skuldaði frammistöðu núna. Það er gott að fá góðan leik.“ Valsliðið var mjög svekkt með að detta út úr Evrópukeppninni á fimmtudag í leik þar sem Valur var sterkari aðilinn, sigraði leikinn en datt út á útivallarmarki. Birkir sagði það mikilvægt að ná að svara þeim vonbrigðum með sigri. „Það sýnir góðan karakter. Eftir svona mikil vonbrigði að koma með mjög góða frammistöðu meiri hlutann af leiknum á Kópavogsvelli á móti mjög góðum mótherja.“ „Það er alltaf gott að vera á toppnum og við ætlum að vera þar það sem eftir er móts,“ sagði Birkir Már Sævarsson. Pepsi Max-deild karla
Íslandsmeistarar Vals sitja á toppi Pepsi deildar karla eftir 3-1 sigur á Breiðabliki í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. Valsmenn eru með eins stigs forskot á Blika eftir úrslit kvöldsins. Leikurinn byrjaði frekar rólega en Valsmenn voru þó með yfirhöndina. Þeir uppskáru eftir hálftíma leik þegar Damir Muminovic felldi Birki Má Sævarsson í teignum og Þóroddur Hjaltalín dæmdi réttilega vítaspyrnu. Daninn Patrick Pedersen steig á punktinn og skoraði af öryggi. Pedersen bætti við öðru marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir skyndisókn Vals. Frábær sending frá Birki Má á Dion Acoff í hlaupinu, hann sendi boltann fyrir markið og þar var Daninn mættur. Verðskulduð forysta Valsmanna í hálfleik. Blikar mættu mun sterkari inn í seinni hálfleikinn. Þeir áttu tvö dauðafæri snemma í hálfleiknum en náðu ekki að koma boltanum í netið. Á 68. mínútu brutu Blikar loks ísinn eftir darraðadans í teignum upp úr sendingu Andra Rafns Yeoman. Grænklæddir heimamenn héldu áfram að sækja en náðu ekki að setja annað mark. Í staðinn komust Valsmenn upp í sókn og Dion Acoff tryggði Valssigurinn með marki undir lok leiksins. Eftir fyrirgjöf Birkis Más féll boltinn í teiginn og Acoff var fyrstur að átta sig og skilaði boltanum nokkuð auðveldlega í netið. Valsmenn taka því efsta sætið. Þeir eru með eins stigs forskot á Blika og þriggja stiga forskot á Stjörnuna. Valur og Stjarnan eiga þó eftir að mætast innbyrðis.Vísir/daníelAf hverju vann Valur? Gestirnir voru sterkari í fyrri hálfleik og náðu að nýta sér það og skora mörk. Það er í raun ótrúlegt að Blikar hafi ekki sett fleiri mörk í seinni hálfleik þar sem þeir sóttu stíft. Valsmenn eru hins vegar með hörku varnarmenn innanborðs sem áttu flestir frábæran leik í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Birkir Már Sævarsson var án efa maður leiksins. Flottur varnarlega og átti stóran þátt í öllum þremur mörkum Vals. Eiður Aron Sigurbjörnsson stóð vörnina með einstakri prýði og bjargaði tvisvar á línu. Daninn Patrick Pedersen var mjög fínn fram á við áður en hann var tekinn út af í seinni hálfeik. Hjá Blikum átti Jonathan Hendrickx líklega hvað bestan dag.Hvað gekk illa? Sóknarnýting var vandamál hjá Blikum. Þeir komust oft í fín færi en náðu ekki að nýta þau. Þó verður að benda á að Valsmenn björguðu tvisvar á línu, svo það var ekki mikið sem vantaði upp á. Blikar hafa einkennst í sumar af mjög sterkum varnarleik og hafa ekki fengið mörg mörk á sig en þeir hleyptu þremur í gegn í dag sem er frekar óvanalegt.Hvað gerist næst? Blikar eiga leik á laugardaginn gegn Stjörnunni, annar lykilleikur í toppbaráttunni. Valsmenn mæta Fjölnismönnum í Grafarvogi sama dag.Vísir/daníelÓli Jóh: Þeir hanga til baka þrátt fyrir að vera með frábært fótboltalið „Við þurfum að hafa fyrir öllum leikjum, en það var náttúrulega bara eitt lið inni á vellinum í fyrri hálfleik sem skóp sigurinn,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Frábær fyrri hálfleikur hjá okkur. Svo var spurningin bara að halda og halda í seinni hálfleik, en jú, jú þeir fengu einhver færi þarna í seinni hálfleik.“ Blikar sóttu nokkuð stíft seinni hluta leiksins og hefðu auðveldlega getað sett fleiri mörk á Valsmenn. Var ekki farið að fara aðeins um Ólaf? „Maður er komin á þennan aldur og verður sjaldan stressaður á hliðarlínunni, bara að njóta þess. En jú, þetta tekur aðeins á.“ En hvernig metur hann leikinn? „Mér fannst fyrri hálfleikurinn hjá okkur flottur. Blikarnir þorðu varla að fara fram fyrir miðju, eins og þeir hafa spilað í allt sumar. Hanga til baka og fara í skyndisóknir þrátt fyrir að vera með frábært fótboltalið.“ „Við sprengdum þá nokkrum sinnum upp og skoruðum tvö frábær mörk. Svo vorum við orðnir svolítið þreyttir í restina en það er skiljanlegt.“ Gunnleifur Gunnleifsson og Blikavörnin hafa staðið sig vel í sumar og fengið mjög fá mörk á sig, það gerist ekki oft að hann fái þrjú mörk á sig í leik. „Hann mætti nú fara að taka þann sið upp núna, ég væri ekkert ósáttur við það,“ sagði léttur Ólafur Jóhannesson.vísir/daníelGústi Gylfa: Valur ekki með eins gott lið og þeir halda „Leiðinlegt að tapa, það er langt síðan við töpuðum síðast og það er hundfúlt að tapa, eins og það er nú gaman að vinna,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Valsararnir voru betri í við í fyrri hálfleik og skora tvö mörk, vont að fá þetta mark í lokin á fyrri hálfleiknum en það var bara eitt lið á vellinum hérna í seinni hálfleik og þeir voru skíthræddir.“ „Því miður fyrir okkur náðu þeir að skora og klára þessi þrjú stig en þetta var erfiður leikur.“ Breiðablik fékk nokkur dauðafæri í seinni hálfleik sem þeir hefðu þurft að nýta betur, sérstaklega í eins mikilvægum leik og þessum. „Það var eins og menn væru að hvíla sig hérna í fyrri hálfeik, við náðum ekki að stíga upp og það var rólegt tempó á þessu. Svo hækkuðum við tempóið upp og þá tókum við yfir leikinn en það skilaði okkur engu í dag.“ „Þetta var eins og dagur og nótt þessi leikur fyrir okkur.“ „Seinni hálfleikurinn var góður og við sýndum karakter,“ sagði Gústi aðspurður hvað hann tæki helst úr leiknum. „Fúlt að tapa þessu í toppbaráttunni.“ „Valsararnir eru með gott lið en þeir eru ekki eins góðir og þeir halda,“ sagði Ágúst Gylfason.vísir/daníelBirkir Már: Ætlum að vera á toppnum það sem eftir er „Við vorum góðir í fyrri hálfleik, mjög góðir. Skorum tvö góð mörk og hleypum þeim ekki mikið fram fyrir miðju. Svo komum við út í seinni hálfleik og þeir taka alveg yfir leikinn. Við erum bara mjög lélegir í seinni hálfleik en náðum sem betur fer að troða inn einu marki og klára leikinn.“ Svo mat Birkir Már Sævarsson leikinn. Birkir átti virkilega flottan leik í dag og átti lykilþátt í öllum þremur mörkum Vals. „Ég var lélegur á fimmtudaginn síðasta svo ég skuldaði frammistöðu núna. Það er gott að fá góðan leik.“ Valsliðið var mjög svekkt með að detta út úr Evrópukeppninni á fimmtudag í leik þar sem Valur var sterkari aðilinn, sigraði leikinn en datt út á útivallarmarki. Birkir sagði það mikilvægt að ná að svara þeim vonbrigðum með sigri. „Það sýnir góðan karakter. Eftir svona mikil vonbrigði að koma með mjög góða frammistöðu meiri hlutann af leiknum á Kópavogsvelli á móti mjög góðum mótherja.“ „Það er alltaf gott að vera á toppnum og við ætlum að vera þar það sem eftir er móts,“ sagði Birkir Már Sævarsson.
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti