Fótbolti

Flautumark tryggði Milan sigur gegn Roma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Byrjunarlið AC í kvöld.
Byrjunarlið AC í kvöld. vísir/getty
AC Milan tryggði sér dramatískan sigur á Roma í stórleik umferðarinnar á Ítalíu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og lokatölur 2-1 sigur AC Milan.

Það voru heimamenn sem komust yfir. Á 40. mínútu gaf Ricardo Rodriguez glæsilega fyrir markið og á fjærstöngina var Franck Kessie mættur. Hann skilaði boltanum í netið.

Þannig stóðu leikar í hálfleik en á 59. mínútu jafnaði Federico Fazio. Boltinn barst til hans eftir hornspyrnu og miðvörðurinn kláraði færið vel.

Flestir héldu að Gonzalo Higuain væri að koma AC Milan yfir um miðjan síðari hálfleik en eftir myndbandsdómgæslu var hann dæmdur rangstæður.

Skömmu síðar náði Steven Nzonzi að koma boltanum í netið en, aftur, eftir myndbandsdómgæslu var dæmd hendi á Nzonzi og staðan enn 1-1.

Það var svo á fimmtu mínútu uppbótartíma er sigurmarkið kom. Higuain lagði boltann inn fyrir á varamanninn Patrick Cutrone sem skoraði framhjá Svíanum Robin Olsen.

Frábær sigur 2-1 sem eru því komnir á blað í deildinni eftir 2-1 tap gegn Napoli í fyrstu umferðinni. Roma er með fjögur stig eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×