Fótbolti

Zlatan sektaður fyrir að slá leikmann

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Það er sjaldan lognmolla í kringum Zlatan
Það er sjaldan lognmolla í kringum Zlatan Getty
Bandaríska atvinnumannadeildin í fótbolta hefur sektað Svíann Zlatan Ibrahimovic um óuppgefna upphæð, fyrir að slá Lee Nguyen í Los Angeles grannaslagnum um síðustu helgi.

 

Nágrannarnir í Englaborginni mættust á föstudaginn og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Zlatan kom Los Angeles Galaxy yfir en Carlos Vela, fyrrum leikmaður Arsenal jafnaði úr vítaspyrnu.

 

Lee Nguyen birti á Twitter síðu sinni myndband af atvikinu sem sjá má hér að neðan.

 

„Ég er ekki viss um reglurnar í MLS-deildinni en ég giska á að slá leikmenn sé í lagi þessa dagana,“ sagði Nguyen við myndbandinu.

 

MLS-deildin hefur staðfest að Zlatan hafi verið sektaður en upphæðin á sektinni er óuppgefin. Hann er sektaður fyrir að brjóta reglur deildarinnar um hendur í andlit, höfuð eða háls andstæðings.

 

Svínn hefur skorað 16 mörk í MLS-deildinni síðan hann gekk til liðs við Los Angeles Galaxy frá Manchester United. Hann var rekinn af velli í maí, fyrir einmitt að slá leikmann Montreal Impact.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×