Fótbolti

Shaw gæti tekið sæti Young í landsliðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Shaw hefur tekið stöðu vinstri bakvarðar í liði United og gæti gert hið sama í landsliðinu
Shaw hefur tekið stöðu vinstri bakvarðar í liði United og gæti gert hið sama í landsliðinu Vísir/Getty
Luke Shaw mun taka sæti Ashley Young í enska landsliðshópnum fyrir komandi leik í Þjóðadeildinni. Gareth Southgate tilkynnir hóp sinn í dag.

England mætir Spánverjum á Wembley laugardaginn 8. september í fyrsta leik þeirra í Þjóðadeild UEFA. Southgate er talinn halda sig að miklu leiti við HM hóp sinn, en þó með einhverjum breytingum.

Jamie Vardy og Gary Cahill tilkynntu það báðir í vikunni að þeir ætluðu að leggja landsliðsskóna á hilluna. Young ætlar ekki að hætta alveg strax en mun þó ekki verða valinn í liðið samkvæmt grein The Times.

Shaw hefur byrjað tímabilið mjög vel með Manchester United og er á undan Young í goggunarröðinni eins og er. Hann er einn af fáum leikmönnum United sem hafa heillað í fyrstu leikjum tímabilsins.

Bakvörðurinn var síðast í landsliðshóp í mars en hefur ekki spilað landsleik í eitt og hálft ár. Þá kom hann inn á 84. mínútu í tapi gegn Þýskalandi í mars 2017. Það er jafnframt eini leikur hans undir Southgate.

Englendingar komust í undanúrslit heimsmeistaramótsins í Rússlandi þar sem þeir fóru fram úr væntingum flestra. Þeir eru í riðli með Spánverjum og Króötum í Þjóðadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×