Á næstu mínútum er von á að Gerðardómur skili niðurstöðu sinni í kjaradeilu ljósmæðra. Gerðardómurinn var skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum.
Djúpstæður ágreiningur var uppi á milli samningsaðila um skeið um það hvort og þá að hvaða leyti launasetning stéttarinnar væri í samræmi við menntun, álag og inntak starfsins. Var gerðardómnum ætlað að kveða upp úr með það.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir ljósmæður bíða í ofvæni en niðurstöðu var að vænta á milli klukkan fjögur og fimm í dag.
„Almáttugur já, það er gríðarleg spenna.“
Einn fulltrúi úr samninganefnd ljósmæðra verður viðstaddur uppkvaðningu dómsins en staðsetning er leynileg að sögn Katrínar Sifjar.
Vísir mun fjalla nánar um niðurstöðuna þegar hún liggur fyrir.
Ljósmæður bíða með öndina í hálsinum

Tengdar fréttir

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt
Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða.

Ríkissáttasemjari skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu
Gerðardómurinn er skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum.

Ljósmæður farnar að snúa til baka til starfa á Landspítala
Ástandið í fæðingarþjónustu Landspítala er hægt og rólega að komast í eðlilegt horf þótt liðin helgi hafi verið erfið. Aðgerðaáætlun er þó enn í gildi en nokkrar ljósmæður sem hættu í byrjun júlí hafa snúið til baka.