Frumraun Erik Hamrén sem landsliðsþjálfari Íslands er sú versta í 22 ár, eða síðan árið 1996.
Ísland beið afhroð í fyrsta leik Svíans er liðið steinlá 6-0 gegn Sviss í fyrsta leik í nýrri Þjóðadeild.
Þann 7. febrúar árið 1996 stýrði Logi Ólafsson Íslandi í sínum fyrsta leik gegn Slóveníu og beið hann svipað afhroð og Hamrén.
Slóvenar unnu þá 7-1 en um vináttulandsleik var að ræða. Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson skoraði mark Íslands.
Næsti leikur Íslands undir stjórn Hamrén verður á þriðjudag er Belgar heimsækja Laugardalsvöll.
