Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Grótta 30-30 │Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Einar Kárason skrifar 9. september 2018 19:00 Kári Kristjánsson. Vísir/Ernir Mikil spenna og mikil gleði var í Íþróttamannvirkjum Vestmannaeyja í dag þegar Olís deildin fór af stað með leik ÍBV og Gróttu. Miklar breytingar hafa átt sér stað á liðunum frá því á síðasta tímabili og því spennandi að sjá hvernig leikurinn myndi þróast. Strax í upphafi leiks varði Hreiðar Levý Guðmundsson arfaslakt víti frá Theódóri Sigurbjörnssyni og gaf það vítið tóninn fyrir fyrri hálfleik Eyjamanna sem komust ekki einu sinni yfir allar 60 mínúturnar. Grótta byrjaði leikinn virkilega vel og vörnin gaf ekki mörg færi á sér á meðan mörkin komu á færibandi. Gestirnir bættu í og þegar flautað var til hálfleiks voru Grótta 7 mörkum yfir, 11-18. Síðari hálfleikurinn var síðan hörkuskemmtun en Eyjamenn hófu endurkomu sína snemma og hægt og rólega mjökuðu sér nær þeim bláklæddu, sem héldu ÍBV þó alltaf í hæfilegri fjarlægð. Grótta hafði átt 3-5 mörk á Eyjamenn mest allan síðari hálfleikinn en þegar einungis 5 mínútur eftir lifðu leiks tók lið ÍBV á rás og réðust á gestina. Á þessum 5 mínútum spilaðist leikurinn 6-1 og þegar lokabjallan hljómaði enduðu leikar með jafntefli, 30-30.Af hverju fór sem fór? Grótta hóf leikinn af miklum krafti en náðu svo einfaldlega ekki að halda út þegar Eyjamenn komust í gang. Virkilega svekkjandi fyrir flott lið Gróttu en Eyjamenn hljóta að taka þessu stigi fagnandi miðað við frammistöðuna í fyrri hálfleik. Gróttumenn voru gríðarlega sterkir og fengu reglulega að fjúka af velli í 2 mínútur en samtals voru brottvísanir 11 í leiknum, þar af 9 Gróttu megin.Hvað gekk illa? Vörn og markvarsla Eyjamanna fyrri hluta leiks var arfaslök og á sama tíma átti liðið erfitt með að skapa sér góð færi. Einnig mætti nefna síðustu 5 mínútur leiksins. Þá gekk Gróttuliðinu einfaldlega illa í heild sinni.Hverjir stóðu uppúr? Í liði heimamanna var Theódór Sigurbjörnsson atkvæðamestur með 9 mörk. Sigurbergur Sveinsson var þar næstur með 5 mörk skoruð. Í liði gestanna dreifðust mörkin mun betur en þeir Sveinn Jose, Rivera, Leonharð Þorgeir Harðarson, Árni Benedikts Árnason og Gellir Michaelson gerðu allir 5 mörk. Hreiðar Levý klukkaði svo 10 bolta í markinu.Hvað gerist næst? Eyjamenn taka á móti Stjörnunni á heimavelli næstkomandi laugardag á meðan Grótta heimsækir Valsmenn.Theodór: Súr stemming í hálfleik Theódór Sigurbjörnsson viðurkenndi blendnar tilfinningar í leikslok. „Við erum virkilega svekktir en á sama tíma bara sáttir með þetta stig. Við sýnum karakter að koma til baka og ná þessu. Sérstaklega síðustu 5 (mínúturnar). Flott, en áhyggjuefni hvernig við mætum til leiks.” „Stemningin var mjög súr inni í klefa í hálfleik, skiljanlega. Við erum með betri mannskap en þeir en þegar við erum á hælunum og mætum ekki klárir til leiks verður úr bara hörkuleikur.” Sýndi seinnihálfleikurinn frekar á það sem koma skal? „Já, algjörlega. Þá mætum við klárir og tökum á því og vinnum hver fyrir annan og þá er þetta bara gott.”Björgvin: Ætluðum ekki að verja neitt Björgvin Þór Rúnarsson, Eyjamaðurinn í þjálfarateymi Gróttu, hrósaði sínu liði vel og innilega eftir leik. „Liðið okkar í fyrri hálfleik var algjörlega stórkostlegt. Við spiluðum stórkostlega vörn og Eyjaliðið átti ekki svör við neinu. Hvort sem þeir hafi komið eitthvað værukærir til leiks eða ekki þá tek ég ekki neitt af mínum mönnum.” „Planið í seinni hálfleiknum var að fara ekki að verja neitt heldur bara halda áfram okkar leik. Spila okkar vörn og keyra á þá. Það tókst að einhverjum hluta í seinni hálfleik en þegar menn eru komnir í 7 mörk á móti ÍBV á heimavelli þá ósjálfrátt fara menn aðeins inn í sig.” Gróttumenn fengu megnið af brottvísunum leiksins eða alls 9 talsins. „Við spilum nánast seinni hálfleikinn einum færri og tveimur færri. Það er helvíti erfitt á móti ÍBV.” „Já, klárlega”, sagði Björgvin spurður hvort hann hefði þegið stig fyrir leik. „ÍBV er með stórkostlegt lið og á að fara langt í vetur. Með frábæra þjálfara og stórkostlega umgjörð en við erum líka frábærir. Við erum helvíti góðir þegar við spilum svona eins og við gerðum í dag þá mega hin liðin bara vara sig.” Olís-deild karla
Mikil spenna og mikil gleði var í Íþróttamannvirkjum Vestmannaeyja í dag þegar Olís deildin fór af stað með leik ÍBV og Gróttu. Miklar breytingar hafa átt sér stað á liðunum frá því á síðasta tímabili og því spennandi að sjá hvernig leikurinn myndi þróast. Strax í upphafi leiks varði Hreiðar Levý Guðmundsson arfaslakt víti frá Theódóri Sigurbjörnssyni og gaf það vítið tóninn fyrir fyrri hálfleik Eyjamanna sem komust ekki einu sinni yfir allar 60 mínúturnar. Grótta byrjaði leikinn virkilega vel og vörnin gaf ekki mörg færi á sér á meðan mörkin komu á færibandi. Gestirnir bættu í og þegar flautað var til hálfleiks voru Grótta 7 mörkum yfir, 11-18. Síðari hálfleikurinn var síðan hörkuskemmtun en Eyjamenn hófu endurkomu sína snemma og hægt og rólega mjökuðu sér nær þeim bláklæddu, sem héldu ÍBV þó alltaf í hæfilegri fjarlægð. Grótta hafði átt 3-5 mörk á Eyjamenn mest allan síðari hálfleikinn en þegar einungis 5 mínútur eftir lifðu leiks tók lið ÍBV á rás og réðust á gestina. Á þessum 5 mínútum spilaðist leikurinn 6-1 og þegar lokabjallan hljómaði enduðu leikar með jafntefli, 30-30.Af hverju fór sem fór? Grótta hóf leikinn af miklum krafti en náðu svo einfaldlega ekki að halda út þegar Eyjamenn komust í gang. Virkilega svekkjandi fyrir flott lið Gróttu en Eyjamenn hljóta að taka þessu stigi fagnandi miðað við frammistöðuna í fyrri hálfleik. Gróttumenn voru gríðarlega sterkir og fengu reglulega að fjúka af velli í 2 mínútur en samtals voru brottvísanir 11 í leiknum, þar af 9 Gróttu megin.Hvað gekk illa? Vörn og markvarsla Eyjamanna fyrri hluta leiks var arfaslök og á sama tíma átti liðið erfitt með að skapa sér góð færi. Einnig mætti nefna síðustu 5 mínútur leiksins. Þá gekk Gróttuliðinu einfaldlega illa í heild sinni.Hverjir stóðu uppúr? Í liði heimamanna var Theódór Sigurbjörnsson atkvæðamestur með 9 mörk. Sigurbergur Sveinsson var þar næstur með 5 mörk skoruð. Í liði gestanna dreifðust mörkin mun betur en þeir Sveinn Jose, Rivera, Leonharð Þorgeir Harðarson, Árni Benedikts Árnason og Gellir Michaelson gerðu allir 5 mörk. Hreiðar Levý klukkaði svo 10 bolta í markinu.Hvað gerist næst? Eyjamenn taka á móti Stjörnunni á heimavelli næstkomandi laugardag á meðan Grótta heimsækir Valsmenn.Theodór: Súr stemming í hálfleik Theódór Sigurbjörnsson viðurkenndi blendnar tilfinningar í leikslok. „Við erum virkilega svekktir en á sama tíma bara sáttir með þetta stig. Við sýnum karakter að koma til baka og ná þessu. Sérstaklega síðustu 5 (mínúturnar). Flott, en áhyggjuefni hvernig við mætum til leiks.” „Stemningin var mjög súr inni í klefa í hálfleik, skiljanlega. Við erum með betri mannskap en þeir en þegar við erum á hælunum og mætum ekki klárir til leiks verður úr bara hörkuleikur.” Sýndi seinnihálfleikurinn frekar á það sem koma skal? „Já, algjörlega. Þá mætum við klárir og tökum á því og vinnum hver fyrir annan og þá er þetta bara gott.”Björgvin: Ætluðum ekki að verja neitt Björgvin Þór Rúnarsson, Eyjamaðurinn í þjálfarateymi Gróttu, hrósaði sínu liði vel og innilega eftir leik. „Liðið okkar í fyrri hálfleik var algjörlega stórkostlegt. Við spiluðum stórkostlega vörn og Eyjaliðið átti ekki svör við neinu. Hvort sem þeir hafi komið eitthvað værukærir til leiks eða ekki þá tek ég ekki neitt af mínum mönnum.” „Planið í seinni hálfleiknum var að fara ekki að verja neitt heldur bara halda áfram okkar leik. Spila okkar vörn og keyra á þá. Það tókst að einhverjum hluta í seinni hálfleik en þegar menn eru komnir í 7 mörk á móti ÍBV á heimavelli þá ósjálfrátt fara menn aðeins inn í sig.” Gróttumenn fengu megnið af brottvísunum leiksins eða alls 9 talsins. „Við spilum nánast seinni hálfleikinn einum færri og tveimur færri. Það er helvíti erfitt á móti ÍBV.” „Já, klárlega”, sagði Björgvin spurður hvort hann hefði þegið stig fyrir leik. „ÍBV er með stórkostlegt lið og á að fara langt í vetur. Með frábæra þjálfara og stórkostlega umgjörð en við erum líka frábærir. Við erum helvíti góðir þegar við spilum svona eins og við gerðum í dag þá mega hin liðin bara vara sig.”
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti