Fótbolti

Þrettán ára strákur lést eftir samstuð í fótboltaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það getur verið stórhættulegt að vera í marki í fóbolta. Þessi mynd tengist fréttinni þó ekki beint.
Það getur verið stórhættulegt að vera í marki í fóbolta. Þessi mynd tengist fréttinni þó ekki beint. Vísir/Getty
Mikil sorg er í hollenska knattspyrnusamfélaginu eftir að skelfilegt slys í unglingaleik kostaði þrettán ára strák lífið.

Strákurinn var markvörður í unglingaliði MvR í Heerenberg en hann lenti í slæmu samstuði við mótherja í leika á De Boshoek íþróttavellinum. De Stentor segir frá.

Markvörðurinn missti strax meðvitund og lífgunartilraunir báru ekki árangur. Hann lést síðan nokkrum tímum seinna á sjúkrahúsi í Nijmegen.





„Það var ljóst strax að þetta var mjög alvarlegt. Við hringdum strax í 112 og notuðum hjartastuðtæki. Hann andaði ekki og hjartslátturinn fannst ekki,“ sagði Willy Stein, fyrrum stjórnarformaður MvR félagsins en hann var staddur á leiknum.

Leikurinn var strax flautaður af og menn vonuðu það besta. Nokkrum tíma komu hinsvegar skelfilegar fréttir frá sjúkrahúsinu um að ekki hafi tekist að líffa strákinn við og hann væri dáinn.

Öllum leikjum MvR sem fara áttu fram í gær var frestað.

Áfallateymi fundaði einnig með foreldrum og liðsfélögum hans sem horfðu upp á þetta skelfilega slys. Þar var fótboltastrákunum ráðlagt að tala við foreldra sína og vinna strax úr þessu mikla áfalli.

650 meðlimir eru í MvR félaginu og þetta er í fyrsta sinn sem svona kemur upp innan raða þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×