Hneyksli skekur konunglega ballettinn í Winnipeg: Kennari sakaður um að taka nektarmyndir af tugum ólögráða nemenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2018 11:23 Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins fram til ársins 2015. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Hneyksli skekur nú konunglega ballettinn í Winnipeg í Kanada eftir að fjöldi dansara steig fram og sakaði kennara við ballettinn um kynferðisofbeldi. Hópurinn, sem telur um 60 manns, hefur höfðað mál á hendur ballettinum og kennaranum, sem sagður er hafa þvingað dansarana til að sitja fyrir naktir á ljósmyndum. Breska dagblaðið The Guardian greinir ítarlega frá málinu á vef sínum. Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins. Hann var einnig ljósmyndari stofnunarinnar og tók fjölda mynda af starfi ballettsins, þar á meðal nemendum við skólann. Monk var sagt upp störfum árið 2015 og í kjölfarið litu fyrstu ásakanirnar, sem spanna nær þrjá áratugi, dagsins ljós. Fékk hana inn á skrifstofu og lét hana afklæðast Á meðal þeirra sem stefna nú Monk og ballettinum er Sarah Doucet, sem var nemandi við ballettskóla konunglega ballettsins í Winnipeg á tíunda áratugnum. Í samtali við The Guardian segist hún hafa verið 16 eða 17 ára er hún bað Monk um að taka af sér myndir fyrir möppu, sem hún gæti sýnt vænlegum vinnuveitendum eða dansskólum. Doucet segir að allt hafi farið sómasamlega fram í fyrstu en hún hitti Monk í danssal skólans. Hann hafi þó fljótlega beðið hana um að koma með sér inn á skrifstofu og halda myndatökunni áfram þar. Þegar inn á skrifstofuna var komið segir Doucet að Monk hafi tekið nokkrar myndir af sér þar sem hún var ber að ofan. Þegar fleiri fyrrverandi nemendur Monks stigu fram árið 2015, og höfðu svipaða sögu að segja, hóf lögregla rannsókn á málinu. Þá var Monk einnig sakaður um að hafa selt nektarmyndir sem hann tók af nemendum sínum á netinu. Á sínum tíma þótti saksóknurum ekki tilefni til að leggja fram ákæru á hendur Monk, þar sem ekki þótti líklegt að hann yrði sakfelldur. Í nýrri málsókn sem lögð var fram í sumar, fyrir hönd áðurnefndrar Doucet og fleiri fyrrverandi nemenda, segir að Monk hafi notfært sér traust sem nemendur báru til hans. Því er einnig haldið fram að dansskóli Winnipeg-ballettsins beri ábyrgð á því að skilja nemendur eftir í umsjá Monks. Meint brot eiga að hafa verið framin á árunum 1984-2015. Ekki hefur tekist að færa sönnur á neinar ásakanir í garð Monks síðan árið 2015. Bæði Monk og talsmenn konunglega ballettsins hafa þvertekið fyrir ásakanirnar. Kanada MeToo Dans Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hneyksli skekur nú konunglega ballettinn í Winnipeg í Kanada eftir að fjöldi dansara steig fram og sakaði kennara við ballettinn um kynferðisofbeldi. Hópurinn, sem telur um 60 manns, hefur höfðað mál á hendur ballettinum og kennaranum, sem sagður er hafa þvingað dansarana til að sitja fyrir naktir á ljósmyndum. Breska dagblaðið The Guardian greinir ítarlega frá málinu á vef sínum. Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins. Hann var einnig ljósmyndari stofnunarinnar og tók fjölda mynda af starfi ballettsins, þar á meðal nemendum við skólann. Monk var sagt upp störfum árið 2015 og í kjölfarið litu fyrstu ásakanirnar, sem spanna nær þrjá áratugi, dagsins ljós. Fékk hana inn á skrifstofu og lét hana afklæðast Á meðal þeirra sem stefna nú Monk og ballettinum er Sarah Doucet, sem var nemandi við ballettskóla konunglega ballettsins í Winnipeg á tíunda áratugnum. Í samtali við The Guardian segist hún hafa verið 16 eða 17 ára er hún bað Monk um að taka af sér myndir fyrir möppu, sem hún gæti sýnt vænlegum vinnuveitendum eða dansskólum. Doucet segir að allt hafi farið sómasamlega fram í fyrstu en hún hitti Monk í danssal skólans. Hann hafi þó fljótlega beðið hana um að koma með sér inn á skrifstofu og halda myndatökunni áfram þar. Þegar inn á skrifstofuna var komið segir Doucet að Monk hafi tekið nokkrar myndir af sér þar sem hún var ber að ofan. Þegar fleiri fyrrverandi nemendur Monks stigu fram árið 2015, og höfðu svipaða sögu að segja, hóf lögregla rannsókn á málinu. Þá var Monk einnig sakaður um að hafa selt nektarmyndir sem hann tók af nemendum sínum á netinu. Á sínum tíma þótti saksóknurum ekki tilefni til að leggja fram ákæru á hendur Monk, þar sem ekki þótti líklegt að hann yrði sakfelldur. Í nýrri málsókn sem lögð var fram í sumar, fyrir hönd áðurnefndrar Doucet og fleiri fyrrverandi nemenda, segir að Monk hafi notfært sér traust sem nemendur báru til hans. Því er einnig haldið fram að dansskóli Winnipeg-ballettsins beri ábyrgð á því að skilja nemendur eftir í umsjá Monks. Meint brot eiga að hafa verið framin á árunum 1984-2015. Ekki hefur tekist að færa sönnur á neinar ásakanir í garð Monks síðan árið 2015. Bæði Monk og talsmenn konunglega ballettsins hafa þvertekið fyrir ásakanirnar.
Kanada MeToo Dans Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira