Fótbolti

Nýtt grenjuskóðufagn hjá Neymar í sigri PSG

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Neymar, Mbappe og Cavani skoruðu allir í dag
Neymar, Mbappe og Cavani skoruðu allir í dag Getty
Helstu stórstjörnur PSG skoruðu allar er stórliðið vann Nimes 4-2 í frönsku úrvalsdeildinni í dag.



Það var markalaust allt fram að 36. mínútu en þá skoraði Neymar og kom PSG yfir.



Neymar fagnaði marki sínu á skemmtilegan máta, en á heimavelli Nimes var fáni sem stóð á að Neymar væri grenjuskjóða. Eftir að hann skoraði, skokkaði hann að fánanum, og þóttist vera að gráta. Fagnið má sjá hér að neðan.

 







Skömmu síðar tvöfaldaði Angel Di Maria forystu frönsku meistaranna og var það staðan í hálfleik.



Nimes gafst hins vegar ekki upp og jöfnuðu þeir leikinn með tveimur mörkum á átta mínútna millibili.



Þetta var ekki besti leikur PSG á tímabilinu en það skemmir ekki að vera með stjórstjörnu í hverri stöðu. Þeir redduðu málunum.



Kylian Mbappe kom PSG aftur yfir á 77. mínútu og það var svo Edinson Cavani sem innsiglaði sigur meistaranna með marki á lokamínútunum.

Í uppbótatíma fékk svo Mbappe að líta rauða spjaldið ásamt Teji Savanier, leikmanni Nimes. Savanier braut þá harkalega á Mbappe sem var ósáttur með brotið og spratt Frakkinn ungi á fætur og ýtti við Savanier. Rauða spjaldið má sjá hér að neðan.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×