Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 14:11 Her Ísrael segir herþotur þeirra þegar hafa verið komnar aftur til Ísrael þegar rússneska þotan var skotin niður. Vísir/EPA Yfirvöld Ísrael segja stjórnarher Bashar al-Assad um að kenna að rússnesk herflugvél hafi verið skotin niður í gærkvöldi. Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar vélin var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. Ísraelar gerðu loftárásir í Sýrlandi og sýrlenskir hermenn skutu rússnesku flugvélina niður fyrir slysni. Ísraelar segja stjórnarhernum alfarið um að kenna en hins vegar lýsa þeir yfir sorg vegna atviksins. Rússar hafa sakað Ísrael um að hafa valdið dauðum mannanna en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að atvikið hefði verið sorgleg niðurstaða tilviljana.Samkvæmt Ísraelsmönnum virðist sem að Assad-liðar hafi skotið flugskeytum án þess að skeyta nokkuð um hvern þeir væru að skjóta á. Mjög sjaldgæft er að her Ísrael tjái sig um árásir í Sýrlandi.Herinn sagði að árásirnar í gær hefðu verið gegn herstöð stjórnarhers Assad, þar sem Íran sé að útvega Hezbollah hryðjuverkasamtökunum búnað til að framleiða vopn. Ísraelar óttast aukin umsvif Íran í Sýrlandi og vopnaflutninga til Hezbollah. Þá sagði herinn ekki rétt að ísraelskir flugmenn hefðu notað rússnesku flugvélina sem skjól frá loftvörnum Sýrlendinga. Flugvélin hefði ekki verið nærri því svæði sem loftárásirnar hefðu verið gerðar á. Þar að auki hefðu herþoturnar sem notaðar voru til árásanna verið komnar aftur til Ísrael þegar flugvélin var skotin niður. Samkvæmt BBC ræddi Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, við Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael, í síma í dag og sagði að Rússar myndu bregðast við atvikinu. Það var þó áður en Pútín steig fram og virtist reyna að draga úr spennunni með því að segja að viðbrögð Rússa yrðu að tryggja öryggi hermanna sinna. Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Yfirvöld Ísrael segja stjórnarher Bashar al-Assad um að kenna að rússnesk herflugvél hafi verið skotin niður í gærkvöldi. Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar vélin var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. Ísraelar gerðu loftárásir í Sýrlandi og sýrlenskir hermenn skutu rússnesku flugvélina niður fyrir slysni. Ísraelar segja stjórnarhernum alfarið um að kenna en hins vegar lýsa þeir yfir sorg vegna atviksins. Rússar hafa sakað Ísrael um að hafa valdið dauðum mannanna en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að atvikið hefði verið sorgleg niðurstaða tilviljana.Samkvæmt Ísraelsmönnum virðist sem að Assad-liðar hafi skotið flugskeytum án þess að skeyta nokkuð um hvern þeir væru að skjóta á. Mjög sjaldgæft er að her Ísrael tjái sig um árásir í Sýrlandi.Herinn sagði að árásirnar í gær hefðu verið gegn herstöð stjórnarhers Assad, þar sem Íran sé að útvega Hezbollah hryðjuverkasamtökunum búnað til að framleiða vopn. Ísraelar óttast aukin umsvif Íran í Sýrlandi og vopnaflutninga til Hezbollah. Þá sagði herinn ekki rétt að ísraelskir flugmenn hefðu notað rússnesku flugvélina sem skjól frá loftvörnum Sýrlendinga. Flugvélin hefði ekki verið nærri því svæði sem loftárásirnar hefðu verið gerðar á. Þar að auki hefðu herþoturnar sem notaðar voru til árásanna verið komnar aftur til Ísrael þegar flugvélin var skotin niður. Samkvæmt BBC ræddi Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, við Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael, í síma í dag og sagði að Rússar myndu bregðast við atvikinu. Það var þó áður en Pútín steig fram og virtist reyna að draga úr spennunni með því að segja að viðbrögð Rússa yrðu að tryggja öryggi hermanna sinna.
Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54