Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. september 2018 07:30 Aldrei í sögunni hefur leikstjórnandi byrjað feril sinn eins vel og Mahomes. vísir/getty Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. Leikstjórnandi liðsins, Patrick Mahomes, hefur leikið við hvurn sinn fingur og kastaði fyrir litlum sex snertimörkum í nótt. Hann er því búinn að kasta boltanum tíu sinnum fyrir snertimarki í fyrstu tveimur leikjum ferilsins en hann sat á bekknum hjá Chiefs á síðustu leiktíð. Þetta er í fyrsta skipti í sögu NFL-deildarinnar sem leikstjórnandi hefur feril sinn á því að kasta tíu sinnum fyrir snertimarki. Þessi sex snertimörk er líka jöfnun á félagsmeti. Það sem meira er þá hefur Mahomes ekki enn kastað frá sér boltanum í fyrstu leikjunum. Það er útherjakrísa hjá New England Patriots og það kom í bakið á liðinu gegn sterku varnarliði Jacksonville í gær. Liðið komst aldrei almennilega á flug og Brady fann ekki innherjann sinn Rob Gronkowski nema tvisvar í leiknum. Þetta var fyrsti sigur Jacksonville á Patriots í sögunni. Það er ekki bara Patrick Mahomes sem fer á kostum í upphafi leiktíðar því Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Tampa Bay, hefur einnig verið frábær. Hann kastaði aftur fyrir fjórum snertimörkum í gær og fór yfir 400 jarda. Fitzpatrick er varaleikstjórnandi Bucs en er heldur betur að nýta tækifærið í upphafi leiktíðar.Úrslit: Atlanta-Carolina 31-24 Buffalo-LA Chargers 20-31 Green Bay-Minnesota 29-29 New Orleans-Cleveland 21-18 NY Jets-Miami 12-20 Pittsburgh-Kansas City 37-42 Tampa Bay-Philadelphia 27-21 Tennessee-Houston 20-17 Washington-Indianapolis 9-21 LA Rams-Arizona 34-0 San Francisco-Detroit 30-27 Denver-Oakland 20-19 Jacksonville-New England 31-20 Dallas-NY Giants 20-13Í nótt: Chicago - Seattle NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Sjá meira
Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. Leikstjórnandi liðsins, Patrick Mahomes, hefur leikið við hvurn sinn fingur og kastaði fyrir litlum sex snertimörkum í nótt. Hann er því búinn að kasta boltanum tíu sinnum fyrir snertimarki í fyrstu tveimur leikjum ferilsins en hann sat á bekknum hjá Chiefs á síðustu leiktíð. Þetta er í fyrsta skipti í sögu NFL-deildarinnar sem leikstjórnandi hefur feril sinn á því að kasta tíu sinnum fyrir snertimarki. Þessi sex snertimörk er líka jöfnun á félagsmeti. Það sem meira er þá hefur Mahomes ekki enn kastað frá sér boltanum í fyrstu leikjunum. Það er útherjakrísa hjá New England Patriots og það kom í bakið á liðinu gegn sterku varnarliði Jacksonville í gær. Liðið komst aldrei almennilega á flug og Brady fann ekki innherjann sinn Rob Gronkowski nema tvisvar í leiknum. Þetta var fyrsti sigur Jacksonville á Patriots í sögunni. Það er ekki bara Patrick Mahomes sem fer á kostum í upphafi leiktíðar því Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Tampa Bay, hefur einnig verið frábær. Hann kastaði aftur fyrir fjórum snertimörkum í gær og fór yfir 400 jarda. Fitzpatrick er varaleikstjórnandi Bucs en er heldur betur að nýta tækifærið í upphafi leiktíðar.Úrslit: Atlanta-Carolina 31-24 Buffalo-LA Chargers 20-31 Green Bay-Minnesota 29-29 New Orleans-Cleveland 21-18 NY Jets-Miami 12-20 Pittsburgh-Kansas City 37-42 Tampa Bay-Philadelphia 27-21 Tennessee-Houston 20-17 Washington-Indianapolis 9-21 LA Rams-Arizona 34-0 San Francisco-Detroit 30-27 Denver-Oakland 20-19 Jacksonville-New England 31-20 Dallas-NY Giants 20-13Í nótt: Chicago - Seattle
NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Sjá meira