Upphitunarþátturinn fyrir Olís-deild kvenna var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær þar sem hitað var vel upp fyrir komandi átök.
Tómas Þór Þórðarson stýrði þættinum en honum til aðstoðar voru þau Ásgeir Jónsson og Kristín Guðmundsdóttir.
Ásgeir hefur verið aðstoðarþjálfari ÍBV undanfarin ár í Olís-deild kvenna en Kristín er margfaldur Íslandsmeistari með Val.
Nú eru þau komin hinum megin við borðið en Ásgeir er orðinn aðstoðarþjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla.
Allan þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.