Handbolti

Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Þrastarson átti flottan leik í kvöld.
Haukur Þrastarson átti flottan leik í kvöld. Andrzej Iwanczuk/Getty Images

Haukur Þrastarson og félagar í Dinamo Búkarest tryggðu sér fimmta sætið í riðlinum sínum í Meistaradeildinni í handbolta með sigri í Íslendingaslag í kvöld.

Dinamo vann þá fimm marka sigur á danska liðinu Fredericia, 37-32, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14.

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia áttu ekki möguleika á því að komast upp úr riðlinum.

Haukur var með flottan leik, nýtti öll fimm skotin sín og var að auki með sex stoðsendingar á félaga sína.

Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia og gaf líka eina stoðsendingu.

Annað Íslendingalið, Veszprém frá Ungverjalandi, tapaði aftur á móti á heimavelli á móti Füchse Berlin.

Füchse Berlin vann eins marks sigur, 33-32 eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 17-16.

Þetta var aðeins annað tap Veszprém í Meistaradeildinni í vetur. Aron Pálmarsson var með fjögur mörk fyrir Veszprém og Bjarki Már Elíasson skoraði tvö mörk. Aron átti einnig þrjár stoðsendingar og kom því að sjö mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×