Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 29-29 | Stórmeistarajafntefli Benedikt Grétarsson skrifar 12. september 2018 22:15 Það var hart barist í kvöld. vísir/daníel Hafnarfjarðarslagur FH og Hauka í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handbolta stóð svo sannarlega undir nafni þegar liðin gerðu 29-29 jafntefli að Ásvöllum. Atli Már Báruson skoraði 10 mörk fyrir Hauka en markahæstur í liði FH var Jóhann Birgir Ingvarsson með 9 mörk. Grétar Ari Guðjónsson varði 15 skot í markinu hjá Haukum en markverðir FH vörðu samtals 7 skot. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson lék vel í vörn og sókn. Heimamenn náðu fimm marka forystu í stöðunni 10-5 og á þeim tímapunkti var fátt sem benti til annars en að Haukar myndu labba yfir ráðalausa nágranna sína. FH fór þá að leysa mikið inn á línuna og innkoma Lazor Minic í markið var jákvæð. Hægt og bítandi minnkaði forskot Hauka og Jóhann Birgir Ingvarsson minnkaði muninn í 15-14 með þrumuskoti rétt undir lok hálfleiksins. Atli Már Báruson skoraði hins vegar magnað mark þegar ein sekúnda var eftir og því var staðan 16-14 fyrir Hauka að loknum fyrri hálfleik. FH hélt áfram að hamra járnið í seinni hálfleik og komust í fyrsta sinn yfir í stöðunni 18-19. Allt sem gerðist eftir þann tímapunkt, var stórskemmtilegt og leikurinn var reyndar hin besta skemmtun. Lokakaflinn var æsispennandi og þar voru það Atli Már Báruson og Jóhann Birgir Ingvarsson sem fóru á kostum. Það var einmitt Jóhann sem tryggði FH eitt stig með sínu níunda marki um 50 sekúndum fyrir leikslok en lokasókn Hauka rann út í sandinn og jafntefli niðurstaðan.Úr leiknum í kvöld.vísir/daníelAfhverju varð jafntefli? Liðin voru á pari á mörgum stöðum og líklega má segja að jafntefli séu sanngjörn úrslit. Haukar voru vissulega sterkari lengstum í leiknum en FH átti alveg skilið að fá stig eftir góða baráttu og karakter. Þessi lið verða bæði í toppbaráttu í vetur.Hverjir stóðu upp úr? Grétar Ari var flottur í markinu hjá Haukum en datt aðeins niður í seinni hálfleik. Atli Már og Daníel héldu uppi sóknarleik liðsins og virka báðir í fantaformi. Jóhann Birgir Ingvarsson var stórkostegur í seinni hálfleik hjá FH og fær titilinn „maður leiksins“. Ásbjörn er alltaf óhemju drjúgur og Einar Rafn skapar mikið í sókninni.Hvað gekk illa? Hornamenn Hauka voru úti á þekju lengstum í þessum leik. Halldór Ingi Jónasson kom með smá kraft í hægra hornið í seinni hálfleik en vinstra hornið var í lamasessi. Markverðir FH voru að sama skapi arfaslakir og í raun skrýtið að FH hafi tekið eitt stig með slíkri markvörslu.Hvað gerist næst? Haukamenn halda norður yfir heiðar og mæta þar KA. Það verður áhugaverður leikur en KA-menn geta svo sannarlega bitið frá sér. Haukar þurfa að bæta sig frá þessum leik og þeir geta það. FH tekur á móti Fram í Kaplakrika. Fyrirfram ætti FH að vinna þann leik en Framarar sýndu í fyrstu umferðinni gegn Val að það er ýmislegt spunnið í liðið. Það verður hörkuleikur í Krikanum, því lofa ég.vísir/daníelGunnar: Réðum illa við Jóa „Ég verð að játa það að ég er svekktur, sérstaklega eftir góðan kafla í fyrri hálfleik þar sem við náum fimm marka forskoti en gefum svo alltof mikið eftir á stuttum tíma,“ sagði þjálfari Hauka, Gunnar Magnússon eftir jafnteflið gegn FH. „Það koma kaflar þar sem við erum að láta reka okkur út af, missum hausinn og endum 1-2 færri . Það er bara dýrt og svo verðum við bara að viðurkenna að Jóhann Birgir var að reynast okkur ansi erfiður hérna í seinni hálfleik.“ Haukum gekk illa að ráða við innleysingar FH inn á línuna framan af leik og brugðu á það ráð að bakka aðeins. Þá fóru langskot FH að gera þeim lífið leitt. „Já, við náum að stoppa innleysingar en þá bara fer Jói í gang. Mér fannst við eiga að geta gert betur í að stoppa hann hérna í seinni hálfleik. Við erum svekktir yfir því en í heildina er frammistaðan bara þokkaleg í fyrsta leik“ Sanngjarnt jafntefli kannski? „Það verða einhverjir aðrir að dæma um það. Mér fannst við leiða þetta lengstum og ég hefði viljað tvö stig en eitt er vissulega betra en ekki neitt,“ sagði Gunnar að lokum.vísir/daníelHalldór Jóhann: Fáum ódýrar brottvísanir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH var ágætlega sáttur við að fara frá Ásvöllum með eitt stig. „Já já, við getum svo sem alveg verið sáttir með stigið en bæði liðin hefðu getað stolið þessu í lokin. Fínt stig en samt of mikið af tæknifeilum. Ef ég ber t.d. þennan leik saman við Evrópuleikina sem við vorum að spila, þá er þetta slakari frammistaða.“ „Við vorum eiginlega bara sofandi fyrsta korterið og þeir refsuðu okkur með nákvæmlega þeim hlutum sem við áttum von á að kæmu frá þeim.” „Við vorum að reyna einhverjar línusendingar tveimur leikmönnum fleiri og það var ýmislegt í okkar leik sem hefði mátt betur fara,“ sagði Halldór enn fremur. FH náði að rétta úr kútnum og það var fínn taktur í liðinu eftir erfiða byrjun. „Við klárum fyrri hálfleikinn á góðum nótum og komum svo sterkir inn í seinni hálfleikinn. Svo erum við bara að fá mjög ódýrar brottvísanir sem þeir eru ekki að fá hinu meginn á vellinum. Mér fannst þetta ódýrt en ég þarf bara að skoða það betur.“ Markverðir FH náðu sér ekki á strik í leiknum en athygli vakti að Lazar Minic byrjaði ekki leikinn í seinni hálfleik, þrátt fyrir að hafa þó varið einhver skot en það gerði Birkir Fannar Bragason ekki. „Við ætluðum bara að athuga hvort að Birkir kæmi aftur inn í þetta hjá okkur, þrátt fyrir að Lazar hafi tekið einhverja bolta þarna í fyrri hálfleik.” „Lazar kemur svo inn í seinni hálfleik og það gerist ekkert heldur hjá honum. Það er í raun ótrúlegt að við skyldum ná jafntefli hérna með nánast enga markvörslu.“ „Við höldum bara áfram að vinna í þessum málum. Lazar þarf smá tíma en hann kom hingað í engu standi. Það er að batna hjá honum og svo er Birkir Fannar góður markmaður sem átti bara ekki góðan dag. Stundum er það bara þannig.“ Olís-deild karla
Hafnarfjarðarslagur FH og Hauka í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handbolta stóð svo sannarlega undir nafni þegar liðin gerðu 29-29 jafntefli að Ásvöllum. Atli Már Báruson skoraði 10 mörk fyrir Hauka en markahæstur í liði FH var Jóhann Birgir Ingvarsson með 9 mörk. Grétar Ari Guðjónsson varði 15 skot í markinu hjá Haukum en markverðir FH vörðu samtals 7 skot. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson lék vel í vörn og sókn. Heimamenn náðu fimm marka forystu í stöðunni 10-5 og á þeim tímapunkti var fátt sem benti til annars en að Haukar myndu labba yfir ráðalausa nágranna sína. FH fór þá að leysa mikið inn á línuna og innkoma Lazor Minic í markið var jákvæð. Hægt og bítandi minnkaði forskot Hauka og Jóhann Birgir Ingvarsson minnkaði muninn í 15-14 með þrumuskoti rétt undir lok hálfleiksins. Atli Már Báruson skoraði hins vegar magnað mark þegar ein sekúnda var eftir og því var staðan 16-14 fyrir Hauka að loknum fyrri hálfleik. FH hélt áfram að hamra járnið í seinni hálfleik og komust í fyrsta sinn yfir í stöðunni 18-19. Allt sem gerðist eftir þann tímapunkt, var stórskemmtilegt og leikurinn var reyndar hin besta skemmtun. Lokakaflinn var æsispennandi og þar voru það Atli Már Báruson og Jóhann Birgir Ingvarsson sem fóru á kostum. Það var einmitt Jóhann sem tryggði FH eitt stig með sínu níunda marki um 50 sekúndum fyrir leikslok en lokasókn Hauka rann út í sandinn og jafntefli niðurstaðan.Úr leiknum í kvöld.vísir/daníelAfhverju varð jafntefli? Liðin voru á pari á mörgum stöðum og líklega má segja að jafntefli séu sanngjörn úrslit. Haukar voru vissulega sterkari lengstum í leiknum en FH átti alveg skilið að fá stig eftir góða baráttu og karakter. Þessi lið verða bæði í toppbaráttu í vetur.Hverjir stóðu upp úr? Grétar Ari var flottur í markinu hjá Haukum en datt aðeins niður í seinni hálfleik. Atli Már og Daníel héldu uppi sóknarleik liðsins og virka báðir í fantaformi. Jóhann Birgir Ingvarsson var stórkostegur í seinni hálfleik hjá FH og fær titilinn „maður leiksins“. Ásbjörn er alltaf óhemju drjúgur og Einar Rafn skapar mikið í sókninni.Hvað gekk illa? Hornamenn Hauka voru úti á þekju lengstum í þessum leik. Halldór Ingi Jónasson kom með smá kraft í hægra hornið í seinni hálfleik en vinstra hornið var í lamasessi. Markverðir FH voru að sama skapi arfaslakir og í raun skrýtið að FH hafi tekið eitt stig með slíkri markvörslu.Hvað gerist næst? Haukamenn halda norður yfir heiðar og mæta þar KA. Það verður áhugaverður leikur en KA-menn geta svo sannarlega bitið frá sér. Haukar þurfa að bæta sig frá þessum leik og þeir geta það. FH tekur á móti Fram í Kaplakrika. Fyrirfram ætti FH að vinna þann leik en Framarar sýndu í fyrstu umferðinni gegn Val að það er ýmislegt spunnið í liðið. Það verður hörkuleikur í Krikanum, því lofa ég.vísir/daníelGunnar: Réðum illa við Jóa „Ég verð að játa það að ég er svekktur, sérstaklega eftir góðan kafla í fyrri hálfleik þar sem við náum fimm marka forskoti en gefum svo alltof mikið eftir á stuttum tíma,“ sagði þjálfari Hauka, Gunnar Magnússon eftir jafnteflið gegn FH. „Það koma kaflar þar sem við erum að láta reka okkur út af, missum hausinn og endum 1-2 færri . Það er bara dýrt og svo verðum við bara að viðurkenna að Jóhann Birgir var að reynast okkur ansi erfiður hérna í seinni hálfleik.“ Haukum gekk illa að ráða við innleysingar FH inn á línuna framan af leik og brugðu á það ráð að bakka aðeins. Þá fóru langskot FH að gera þeim lífið leitt. „Já, við náum að stoppa innleysingar en þá bara fer Jói í gang. Mér fannst við eiga að geta gert betur í að stoppa hann hérna í seinni hálfleik. Við erum svekktir yfir því en í heildina er frammistaðan bara þokkaleg í fyrsta leik“ Sanngjarnt jafntefli kannski? „Það verða einhverjir aðrir að dæma um það. Mér fannst við leiða þetta lengstum og ég hefði viljað tvö stig en eitt er vissulega betra en ekki neitt,“ sagði Gunnar að lokum.vísir/daníelHalldór Jóhann: Fáum ódýrar brottvísanir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH var ágætlega sáttur við að fara frá Ásvöllum með eitt stig. „Já já, við getum svo sem alveg verið sáttir með stigið en bæði liðin hefðu getað stolið þessu í lokin. Fínt stig en samt of mikið af tæknifeilum. Ef ég ber t.d. þennan leik saman við Evrópuleikina sem við vorum að spila, þá er þetta slakari frammistaða.“ „Við vorum eiginlega bara sofandi fyrsta korterið og þeir refsuðu okkur með nákvæmlega þeim hlutum sem við áttum von á að kæmu frá þeim.” „Við vorum að reyna einhverjar línusendingar tveimur leikmönnum fleiri og það var ýmislegt í okkar leik sem hefði mátt betur fara,“ sagði Halldór enn fremur. FH náði að rétta úr kútnum og það var fínn taktur í liðinu eftir erfiða byrjun. „Við klárum fyrri hálfleikinn á góðum nótum og komum svo sterkir inn í seinni hálfleikinn. Svo erum við bara að fá mjög ódýrar brottvísanir sem þeir eru ekki að fá hinu meginn á vellinum. Mér fannst þetta ódýrt en ég þarf bara að skoða það betur.“ Markverðir FH náðu sér ekki á strik í leiknum en athygli vakti að Lazar Minic byrjaði ekki leikinn í seinni hálfleik, þrátt fyrir að hafa þó varið einhver skot en það gerði Birkir Fannar Bragason ekki. „Við ætluðum bara að athuga hvort að Birkir kæmi aftur inn í þetta hjá okkur, þrátt fyrir að Lazar hafi tekið einhverja bolta þarna í fyrri hálfleik.” „Lazar kemur svo inn í seinni hálfleik og það gerist ekkert heldur hjá honum. Það er í raun ótrúlegt að við skyldum ná jafntefli hérna með nánast enga markvörslu.“ „Við höldum bara áfram að vinna í þessum málum. Lazar þarf smá tíma en hann kom hingað í engu standi. Það er að batna hjá honum og svo er Birkir Fannar góður markmaður sem átti bara ekki góðan dag. Stundum er það bara þannig.“
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti