Fótbolti

Southgate: Þurfum skapandi miðjumann til að keppa við bestu liðin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Southgate hefur gert frábæra hluti með enska landsliðið
Southgate hefur gert frábæra hluti með enska landsliðið Vísir/Getty
Gareth Southgate segir Englendinga vanta leikmann inni á miðjunni sem geti breytt leikjum. Miðjan hafi kostað þá sigurinn í síðustu tveimur leikjum.

England tapaði fyrir Spánverjum í Þjóðadeildinni á laugardaginn þar sem Thiago Alcantara hafði öll völd á miðsvæðinu fyrir Spánverja. Luka Modric gerði það sama fyrir Króata í undanúrslitunum á HM í sumar.

Southgate vill þó enn halda sig við sitt leiksskipulag og segir Englendinga þurfa að vera „nógu hugrakka til að halda sig við sín gildi.“

Englendingum vantar þó skapandi miðjumann til þess að geta keppt við bestu þjóðir heims að mati Southgate.

„Sá eini sem ég man eftir er Paul Gascoigne og ég held hann hafi ekki verið gerður, hann var afleiðing eistakra hæfileika,“ sagði Southgate.

„Það eru nokkrir leikmenn í kringum hópin okkar sem geta gert það, en Spánverjar hafa framleitt þá á færibandi í langan tíma.“

England hefur tapað þremur leikjum í röð í fyrsta skipti síðan 1988. Þeir mæta Sviss í vináttulandsleik á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×