Fótbolti

Barcelona tapaði gegn Leganes

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lýsandi mynd fyrir leik Barcelona í kvöld.
Lýsandi mynd fyrir leik Barcelona í kvöld. vísir/getty
Barcelona er í vandræðum í spænsku úrvalsdeildinni en í kvöld tapaði liðið 2-1 fyrir Leganes á útivelli eftir að hafa komist í 1-0.

Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Girona á heimavelli í síðustu umferð og hefur því tapað fjórum stigum gegn liðum í neðri hluta deildarinnar.

Staðan var ekki markalaus lengi því Philippe Coutinho kom Börsungum yfir á tólftu mínútu leiksins með glæsulegu skoti.

Nabil El Zhar, fyrrum leikmaður Liverpool, jafnaði metin á 52. mínútu og innan við mínútu síðar kom Oscar Leganes yfir eftir skelfileg mistök Gerard Pique.

Börsungar sóttu án afláts en náðu ekki að koma boltanum í netið og því magnaður sigur smáliðs Leganes gegn spænska risanum.

Börsungar eru á toppi deildarinnar með þrettán stig en Real getur farið á toppinn með sigri á Sevilla síðar í kvöld.

Leganes er í sautjánda sæti deildarinnar með fjögur stig en þetta var þeirra fyrsti sigur á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×