Enski boltinn

Lampard hafði betur gegn Mourinho: „Þvílík frammistaða“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lampard frekar sáttur í kvöld.
Lampard frekar sáttur í kvöld. vísir/getty
Frank Lampard, stjóri Derby, var heldur betur í skýjunum eftir sigurinn á Manchester United í vítaspyrnukeppni á Old Trafford í kvöld.

„Ég er í losti. Þvílík frammistaða. Að koma á Old Trafford og spila eins og við gerðum var frábært,” sagði Lampard eftir sigurinn ótrúlega á Old Trafford.

Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem leikmenn Derby voru með stáltaugar. Þeir skoruðu úr öllum átta vítum sínum og var Lee Grant varla nálægt því að verja vítin frá B-deildarliðinu.

„Við höfðum taugarnar í það að taka víti og spila eins og við gerðum. Ég er mjög stoltur af liðinu og það var auðvelt að velja liðið því þeir voru frábærir gegn Brentford. Þeir áttu skilið tækifæri að spila gegn Old Trafford.”

„Ég vildi koma með lið sem væri samkeppnishæft. Ég er svo stoltur af þeim. Hér er ég að reyna að búa til hóp sem nær árangri og kvöld eins og þessi eru ótrúlegt; að spila gegn heimsklassa leikmönnum eins og við gerðum í kvöld.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×