Mahomes sló met Manning | New England tapaði aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2018 10:00 Mahomes hefur spilað ótrúlega í upphafi tímabils og mátti leyfa sér að brosa eftir leik. vísir/getty Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. New England Patriots tapaði mjög óvænt í nótt fyrir Detroit Lions sem hefur lítið getað á tímabilinu. Gamli varnarþjálfari Patriots, Matt Patricia sem nú stýrir Lions, var með öll svörin við sóknarleik Patriots. Tom Brady og félagar hafa því tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu og virðist einhver krísa vera í gangi hjá stórveldinu. Það er aftur á móti engin krísa hjá Kansas City Chiefs sem er búið að vinna alla þrjá leiki sína og skora tæplega 40 stig í leik. San Francisco 49ers var fórnarlamb Chiefs að þessu sinni. Chiefs skoraði snertimark úr öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og afgreiddi leikinn. 35-10 staðan í fyrri hálfleik.Hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá Tom Brady og hann var eðlilega svekktur í nótt.vísir/gettyLeikstjórnandi Chiefs, hinn 23 ára gamli Patrick Mahomes, setti met fyrir viku síðan er hann varð fyrstur til þess að kasta tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hann náði enn merkilegri áfanga í nótt er hann bætti þremur snertimörkum við. Hann er því kominn í 13 í heildina sem er það besta í sögunni. Metið átti Peyton Manning (12) og Tom Brady á best 11 snertimörk í fyrstu þremur leikjunum. Ótrúleg frammistaða hjá Mahomes. Þetta var dýrt tap fyrir 49ers því leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, meiddist og óttast er að hann hafi slitið allt í hnénu og tímabilið þá búið hjá honum. Óvæntustu úrslit helgarinnar komu í Minneapolis þar sem líklega lélegasta lið deildarinnar fyrir helgina, Buffalo Bills, pakkaði Minnesota Vikings saman, 6-27. Bills komst í 27-0 í leiknum. Ótrúlegt.Úrslit: Detroit-New England 26-10 Atlanta-New Orleans 37-43 Baltimore-Denver 27-14 Carolina-Cincinnati 31-21 Houston-NY Giants 22-27 Jacksonville-Tennessee 6-9 Kansas City-San Francisco 38-27 Miami-Oakland 28-20 Minnesota-Buffalo 6-27 Philadelphia-Indianapolis 20-16 Washington-Green Bay 31-17 LA Rams-LA Chargers 35-23 Arizona-Chicago 14-16 Seattle-Denver 24-13Í nótt: Tampa Bay - PittsburghStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. New England Patriots tapaði mjög óvænt í nótt fyrir Detroit Lions sem hefur lítið getað á tímabilinu. Gamli varnarþjálfari Patriots, Matt Patricia sem nú stýrir Lions, var með öll svörin við sóknarleik Patriots. Tom Brady og félagar hafa því tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu og virðist einhver krísa vera í gangi hjá stórveldinu. Það er aftur á móti engin krísa hjá Kansas City Chiefs sem er búið að vinna alla þrjá leiki sína og skora tæplega 40 stig í leik. San Francisco 49ers var fórnarlamb Chiefs að þessu sinni. Chiefs skoraði snertimark úr öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og afgreiddi leikinn. 35-10 staðan í fyrri hálfleik.Hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá Tom Brady og hann var eðlilega svekktur í nótt.vísir/gettyLeikstjórnandi Chiefs, hinn 23 ára gamli Patrick Mahomes, setti met fyrir viku síðan er hann varð fyrstur til þess að kasta tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hann náði enn merkilegri áfanga í nótt er hann bætti þremur snertimörkum við. Hann er því kominn í 13 í heildina sem er það besta í sögunni. Metið átti Peyton Manning (12) og Tom Brady á best 11 snertimörk í fyrstu þremur leikjunum. Ótrúleg frammistaða hjá Mahomes. Þetta var dýrt tap fyrir 49ers því leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, meiddist og óttast er að hann hafi slitið allt í hnénu og tímabilið þá búið hjá honum. Óvæntustu úrslit helgarinnar komu í Minneapolis þar sem líklega lélegasta lið deildarinnar fyrir helgina, Buffalo Bills, pakkaði Minnesota Vikings saman, 6-27. Bills komst í 27-0 í leiknum. Ótrúlegt.Úrslit: Detroit-New England 26-10 Atlanta-New Orleans 37-43 Baltimore-Denver 27-14 Carolina-Cincinnati 31-21 Houston-NY Giants 22-27 Jacksonville-Tennessee 6-9 Kansas City-San Francisco 38-27 Miami-Oakland 28-20 Minnesota-Buffalo 6-27 Philadelphia-Indianapolis 20-16 Washington-Green Bay 31-17 LA Rams-LA Chargers 35-23 Arizona-Chicago 14-16 Seattle-Denver 24-13Í nótt: Tampa Bay - PittsburghStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira