Segir lokanir VÍS mikil mistök Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 14:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins , er ósátt við VÍS. Vísir/vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að VÍS geti ekki rekið skrifstofu í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Hún hefur þegar hætt viðskiptum við fyrirtækið og segir ákvörðun VÍS um að loka skrifstofum á landsbyggðinni vera mikil mistök. Mikil ónáægja hefur verið með ákvörðun Vátrygginafélags Íslands að sameina og loka útibuúm fyrirtækisins á landsbyggðinni. VÍS hyggst alls loka átta skrifstofum á næstunni. Sex þeirra verða sameinaðar öðrum en tveimur þjónustuskrifstofum alveg lokað, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Eftir breytingarnar mun VÍS reka sex þjónustuskrifstofur; í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði. Fram kom í tilkynningu frá VIS að fyrirtækið hyggist þess í stað leggja aukna áherslu á stafrænar lausnir, til að mynda í gegnum síma og heimasíðu VÍS, sem fyrirtækið segir vera í takti við óskir viðskiptavina þeirra. Fjöldi einstaklinga og samtaka hafa lýst opinberlega yfir óánægju með þessa ákvörðun. Á föstudag samþykktu þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við VÍS. Þá lýsti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ákvörðuninni sem árás á landsbyggðina. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, er ein þeirra sem hefur hætt að kaupa þjónust frá VíS eftir breytingarnar. „Þetta kom mér bara gríðarlega á óvart að þessi ákvörðun skuli hafa verið tekin af VÍS þar sem við búum hérna í einu stærsta sveitarfélagi landsins og hér eru náttúrulega fleiri sveitarfélög, þetta er rúmlega 20.000 manna samfélag þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari ákvörðun,“ segir Silja Dögg. Hún segir ákvörðun fyrirtækisins vera mikil mistök. „Ástæðan fyrir því að maður fór í viðskipti við þetta fyrirtæki var að það væri skrifstofa hér, það væri gott starfsfólk sem væri gott að eiga samskipti við. Þetta er ekkert alltaf spurning um krónur og aura oft er þetta spurning um viðmót og góða þjónustu þannig að núna geri ég ráð fyrir því að þetta fyrirtæki muni missa stóran hluta viðskiptavina, allavega á Suðurnesjum og víðar, þeir eru náttúrulega að loka útibúum víðar á landinu, því miður. Þetta eru stór mistök að mínu mati hjá þeim,“ segir Silja Dögg. Ekki fengust viðbrögð frá VÍS þegar eftir því var leitað. Neytendur Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að VÍS geti ekki rekið skrifstofu í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Hún hefur þegar hætt viðskiptum við fyrirtækið og segir ákvörðun VÍS um að loka skrifstofum á landsbyggðinni vera mikil mistök. Mikil ónáægja hefur verið með ákvörðun Vátrygginafélags Íslands að sameina og loka útibuúm fyrirtækisins á landsbyggðinni. VÍS hyggst alls loka átta skrifstofum á næstunni. Sex þeirra verða sameinaðar öðrum en tveimur þjónustuskrifstofum alveg lokað, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Eftir breytingarnar mun VÍS reka sex þjónustuskrifstofur; í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði. Fram kom í tilkynningu frá VIS að fyrirtækið hyggist þess í stað leggja aukna áherslu á stafrænar lausnir, til að mynda í gegnum síma og heimasíðu VÍS, sem fyrirtækið segir vera í takti við óskir viðskiptavina þeirra. Fjöldi einstaklinga og samtaka hafa lýst opinberlega yfir óánægju með þessa ákvörðun. Á föstudag samþykktu þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við VÍS. Þá lýsti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ákvörðuninni sem árás á landsbyggðina. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, er ein þeirra sem hefur hætt að kaupa þjónust frá VíS eftir breytingarnar. „Þetta kom mér bara gríðarlega á óvart að þessi ákvörðun skuli hafa verið tekin af VÍS þar sem við búum hérna í einu stærsta sveitarfélagi landsins og hér eru náttúrulega fleiri sveitarfélög, þetta er rúmlega 20.000 manna samfélag þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari ákvörðun,“ segir Silja Dögg. Hún segir ákvörðun fyrirtækisins vera mikil mistök. „Ástæðan fyrir því að maður fór í viðskipti við þetta fyrirtæki var að það væri skrifstofa hér, það væri gott starfsfólk sem væri gott að eiga samskipti við. Þetta er ekkert alltaf spurning um krónur og aura oft er þetta spurning um viðmót og góða þjónustu þannig að núna geri ég ráð fyrir því að þetta fyrirtæki muni missa stóran hluta viðskiptavina, allavega á Suðurnesjum og víðar, þeir eru náttúrulega að loka útibúum víðar á landinu, því miður. Þetta eru stór mistök að mínu mati hjá þeim,“ segir Silja Dögg. Ekki fengust viðbrögð frá VÍS þegar eftir því var leitað.
Neytendur Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00
Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54
Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56