Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 28-27 | FH á toppinn eftir eins marks sigur Benedikt Grétarsson í Kaplakrika skrifar 23. september 2018 22:15 Ágúst Birgisson átti flottan leik hjá FH í dag vísir/daníel FH vann í kvöld annan sigur sinn í röð í Olísdeild karla, þegar liðið lagði Gróttu 28-27 í hörkuleik í Kaplakrika. FH er þar með komið með fimm stig eftir þrjá leiki en Grótta hefur eitt stig í pokanum. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur heimamanna með 8 mörk og Birkir Fannar Bragason varði 14 skot. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var langmarkahæstur í liði Gróttu með 10 mörk og Hreiðar Levý Guðmundsson varði 19 skot í markinu. FH mætti með heldur þunnskipað lið í þennan leik en bæði Jóhann Karl Reynisson og Birgir Örn Birgisson voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla og veikinda. Leikmannahóur FH er kannski ekki sá breiðasti og það munaði mikið um þessa tvo leikmenn. Fyrri hálfleikur var í járnum allan tímann og hart barist um allan völl. Sóknarleikur Gróttu snérist fyrst og fremst um að koma Jóhanni Reyni Gunnlaugssyni í skotfæri og kappinn svaraði með því að skora sjö glæsileg mörk í fyrri hálfleik. Hjá FH var línumaðurinn Ágúst Birgisson í góðu stuði í fyrri hálfleik og skoraði fimm mörk, flest eftir flottar sendingar Einars Rafns Eiðssonar. Liðin skiptust á að ná forystunni en ágætur sprettur FH skilaði heimamönnum eins marks forystu að loknum fyrri hálfleik, 14-13. Seinni hálfleikur var áfram í járnum. FH hafði ekki fengið mikla markvörslu í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik kviknaði á Birki Fannari Bragasyni í markinu. Birkir varði nokkur dauðafæri og sú frammistaða, ásamt framgöngu Ásbjörns Friðrikssonar varð til þess að FH náði ágætum tökum á leiknum. Gróttumenn börðust hins vegar eins og ljón og þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka, munaði aðeins einu marki. Á lokakaflanum reyndust hins vegar heimamenn sterkari og þar verður að minnast á frammistöðu Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem setti liðið á breiðar herðar sínar og reyndist Gróttumönnum gríðarlega erfiður. Af hverju vann FH leikinn? FH átti fleiri ása í erminni en Grótta. Bæði hinn eina sanna Ása og svo komu Birkir Fannar og Jóhann gríðarlega sterkir inn í seinni hálfleik. Það munaði líka mikið um að FH náði að hemja Jóhann Reyni miklu betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH var Ágúst Birgisson öflugur í vörn og sókn en Ágúst var búinn að vera í basli sóknarlega í fyrstu tveimur leikjunum og aðeins skorað þrjú mörk. Ásbjörn Friðriksson var samt besti maður liðsins og Birkir Fannar og Jóhann skiluðu afar dýrmætu dagsverki. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var allt í öllu í sóknarleik Gróttu og stórskyttan skaut hvorki meira né minna en nítján sinnum á markið. Hreiðar Levý er alltaf traustur í rammanum og Leonharð lék vel. Hvað gekk illa? FH gekk illa að koma markavélinni Einari Rafni Eiðssyni í einhvern takt í leiknum. Einar hefur reyndar verið að glíma við veikindi og var skugginn af sjálfum sér í kvöld. Gróttumönnum gekk oft ansi illa í uppstilltum sóknarleik og virkuðu ráðalausir. Það lagaðist þó þegar Leonharð færði sig úr horninu í skyttuna. Hvað gerist næst? Nú fer Olísdeildin í tveggja vikna frí en sá tími verður m.a. nýttur til landsliðsæfinga hjá leikmönnum sem leika hér heima. Þegar liðin mæta hins vegar aftur til leiks 7.október, taka FH-ingar á móti Stjörnunni í Kaplakrika en Gróttumenn fara í netta rútuferð norður og mæta KA á einum skemmtilegasta heimavelli landsins. Ásbjörn: Það býr karakter í þessu liði Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga í 28-27 sigri liðsins gegn Gróttu í kvöld og kappinn var ánægður í leikslok. „Þú getur ekkert fengið meira en tvö stig úr hverjum leik, þannig að við erum bara ánægðir með bæði stigin. Þetta Gróttulið er gott, agað og þeir létu okkur svo sannarlega hafa fyrir hlutunum í dag.“ Það vantaði leikmenn hjá FH og hópurinn var kannski svolítið þunnskipaður. „Já, Jóhann Karl er ekki orðinn heill og Birgir var veikur í dag. Það munar auðvitað um það en þeir sem spiluðu í staðinn, stóðu sig vel. Við þurftum bara virkiega að hafa fyrir þessum sigri eins og við vissum reyndar að yrði raunin. Kannski vorum við sjálfum okkur verstir á þeim kafla sem við gátum stungið af þegar við gerum 3-4 tæknifeila í röð og hleypum þeim aftur inn í leikinn. Það var samt frábært að ná að klára svona jafnan leik og það býr karakter í þessu liði,“ sagði Ásbjörn. Jóhann Reynir Gunnlaugsson skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik fyrir Gróttu en FH gekk betiur að ráða við hann í seinni hálfleik. „Jói var að skora en við vissum að við þyrftum að setja hann undir meiri pressu í skotunum og gerðum það betur í seinni hálfleik. Þá kom Leo sterkur inn og var að tæta okkur í sundur á lykilaugnablikum.“ Fimm stig af sex mögulegum. Eru menn sáttir í Krikanum? „Jú, við fórum áfram í Evrópu og erum með fimm stig af sex mögulegum. Það er bara á pari en mér finnst við ennþá eiga inni slatta, bæði í vörn og sókn. Nú þurfum við bara að vinna vel í pásunni sem er framundan,“ sagði Ásbjörn Friðriksson. Einar: Þeir taka alltof mörg fráköst „Við erum einu marki frá því að taka eitthvað úr leiknum en það er bara ekki nóg. Að mörgu leyti vorum við að spila góðan leik en mér fannst við samt ekki líkir sjálfum okkur í varnarleiknum. Svo eru þeir bara að skora alltof mörg mörk eftir fráköst. Þeir skora einhver 5-6 mörk þar sem þeir fá aftur boltann eftir að við höfum stigið góða vörn og það er auðvitað hrikalega svekkjandi,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir tapið gegn FH. Í seinni hálfleik voru Gróttumenn að klúðra nokkrum upplögðum færum í sókninni. „Já, við erum að klúðra dauðafærum og svo eru þeir að skora rosalega mörg mörk sem ná að leka inn í markið. En svona er þetta, mörkin telja öll jafn mikið. Það er bara svekkjandi að ná ekki einhverju úr leiknum en þetta FH-lið er frábært og maður þarf toppleik til að vinna þá hér í Krikanum.“ En er þjálfarinn sáttur við spilamennsku liðsins, þrátt fyrir að eitt stig sé uppskeran eftir þrjá leiki? „Frammistaðan hefur bara verið ágæt. Það er stígandi í þessu hjá okkur. Sóknarleikurinn var góður í dag en lélegur gegn Val í síðasta leik. Eðlilega erum við ennþá að vinna í okkar málum en það eru framfarir hjá okkur og við eigum eftir að verða betri. Til þess að það gerist, þurfum við að halda áfram að vinna. Sérfræðingarnir segja að þetta virki víst svoleiðis,“ sagði Einar laufléttur að lokum. Halldór: Gerðum okkur erfitt fyrir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH var fyrst og fremst ánægður með sigurinn gegn baráttuglöðum Gróttumönnum. „Við vissum fullvel fyrir leikinn að Grótta myndi mæta með allt sitt og stríða okkur. Ég var búinn að vera að vara við þessu alla vikuna. Við þurftum að vera klárir á ákveðnum þáttum og vorum það kannski að einhverju leyti en vorum engu að síður að gera okkur verkefnið erfitt.“ „Við komumst tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik og þá tökum við tvær glórulausar ákvarðanir og hleypum þeim aftur inn í leikinn. Það er ég ósáttastur við hjá mínum mönnum. Við ætluðum að vera þolinmóðir en vorum að gera þetta of erfitt.“ FH vantaði sterka leikmenn í kvöld og Halldór keyrði mikið á sömu mönnunum í 60 mínútur. „Við erum með marga unga stráka á bekknum og sumir kannski ekki alveg tilbúnir í svona hamagang en það var bara lykilatriði að klára þennan leik fyrir pásuna sem er að koma. Ungu strákarnir munu fá sínar mínútur í vetur.“ Serbinn Lazar Minic hefur ekki spilað mikið hjá FH og slúðursögur ganga um að markvörðurinn verði jafnvel látinn fara til sins heima. Er eitthvað til í þeim orðrómi? „Nei, það hefur a.m.k. ekki verið ákveðið enn. Eins og staðan er núna, þá kom hann bara í mjög slæmu formi til landsins og við erum bara að vinna með hann á fullu. Birkir Fannar er bara búinn að vera góður í markinu og Lazar þarf bara að bæta sig til að fá einhverjar mínútur,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla
FH vann í kvöld annan sigur sinn í röð í Olísdeild karla, þegar liðið lagði Gróttu 28-27 í hörkuleik í Kaplakrika. FH er þar með komið með fimm stig eftir þrjá leiki en Grótta hefur eitt stig í pokanum. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur heimamanna með 8 mörk og Birkir Fannar Bragason varði 14 skot. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var langmarkahæstur í liði Gróttu með 10 mörk og Hreiðar Levý Guðmundsson varði 19 skot í markinu. FH mætti með heldur þunnskipað lið í þennan leik en bæði Jóhann Karl Reynisson og Birgir Örn Birgisson voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla og veikinda. Leikmannahóur FH er kannski ekki sá breiðasti og það munaði mikið um þessa tvo leikmenn. Fyrri hálfleikur var í járnum allan tímann og hart barist um allan völl. Sóknarleikur Gróttu snérist fyrst og fremst um að koma Jóhanni Reyni Gunnlaugssyni í skotfæri og kappinn svaraði með því að skora sjö glæsileg mörk í fyrri hálfleik. Hjá FH var línumaðurinn Ágúst Birgisson í góðu stuði í fyrri hálfleik og skoraði fimm mörk, flest eftir flottar sendingar Einars Rafns Eiðssonar. Liðin skiptust á að ná forystunni en ágætur sprettur FH skilaði heimamönnum eins marks forystu að loknum fyrri hálfleik, 14-13. Seinni hálfleikur var áfram í járnum. FH hafði ekki fengið mikla markvörslu í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik kviknaði á Birki Fannari Bragasyni í markinu. Birkir varði nokkur dauðafæri og sú frammistaða, ásamt framgöngu Ásbjörns Friðrikssonar varð til þess að FH náði ágætum tökum á leiknum. Gróttumenn börðust hins vegar eins og ljón og þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka, munaði aðeins einu marki. Á lokakaflanum reyndust hins vegar heimamenn sterkari og þar verður að minnast á frammistöðu Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem setti liðið á breiðar herðar sínar og reyndist Gróttumönnum gríðarlega erfiður. Af hverju vann FH leikinn? FH átti fleiri ása í erminni en Grótta. Bæði hinn eina sanna Ása og svo komu Birkir Fannar og Jóhann gríðarlega sterkir inn í seinni hálfleik. Það munaði líka mikið um að FH náði að hemja Jóhann Reyni miklu betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH var Ágúst Birgisson öflugur í vörn og sókn en Ágúst var búinn að vera í basli sóknarlega í fyrstu tveimur leikjunum og aðeins skorað þrjú mörk. Ásbjörn Friðriksson var samt besti maður liðsins og Birkir Fannar og Jóhann skiluðu afar dýrmætu dagsverki. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var allt í öllu í sóknarleik Gróttu og stórskyttan skaut hvorki meira né minna en nítján sinnum á markið. Hreiðar Levý er alltaf traustur í rammanum og Leonharð lék vel. Hvað gekk illa? FH gekk illa að koma markavélinni Einari Rafni Eiðssyni í einhvern takt í leiknum. Einar hefur reyndar verið að glíma við veikindi og var skugginn af sjálfum sér í kvöld. Gróttumönnum gekk oft ansi illa í uppstilltum sóknarleik og virkuðu ráðalausir. Það lagaðist þó þegar Leonharð færði sig úr horninu í skyttuna. Hvað gerist næst? Nú fer Olísdeildin í tveggja vikna frí en sá tími verður m.a. nýttur til landsliðsæfinga hjá leikmönnum sem leika hér heima. Þegar liðin mæta hins vegar aftur til leiks 7.október, taka FH-ingar á móti Stjörnunni í Kaplakrika en Gróttumenn fara í netta rútuferð norður og mæta KA á einum skemmtilegasta heimavelli landsins. Ásbjörn: Það býr karakter í þessu liði Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga í 28-27 sigri liðsins gegn Gróttu í kvöld og kappinn var ánægður í leikslok. „Þú getur ekkert fengið meira en tvö stig úr hverjum leik, þannig að við erum bara ánægðir með bæði stigin. Þetta Gróttulið er gott, agað og þeir létu okkur svo sannarlega hafa fyrir hlutunum í dag.“ Það vantaði leikmenn hjá FH og hópurinn var kannski svolítið þunnskipaður. „Já, Jóhann Karl er ekki orðinn heill og Birgir var veikur í dag. Það munar auðvitað um það en þeir sem spiluðu í staðinn, stóðu sig vel. Við þurftum bara virkiega að hafa fyrir þessum sigri eins og við vissum reyndar að yrði raunin. Kannski vorum við sjálfum okkur verstir á þeim kafla sem við gátum stungið af þegar við gerum 3-4 tæknifeila í röð og hleypum þeim aftur inn í leikinn. Það var samt frábært að ná að klára svona jafnan leik og það býr karakter í þessu liði,“ sagði Ásbjörn. Jóhann Reynir Gunnlaugsson skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik fyrir Gróttu en FH gekk betiur að ráða við hann í seinni hálfleik. „Jói var að skora en við vissum að við þyrftum að setja hann undir meiri pressu í skotunum og gerðum það betur í seinni hálfleik. Þá kom Leo sterkur inn og var að tæta okkur í sundur á lykilaugnablikum.“ Fimm stig af sex mögulegum. Eru menn sáttir í Krikanum? „Jú, við fórum áfram í Evrópu og erum með fimm stig af sex mögulegum. Það er bara á pari en mér finnst við ennþá eiga inni slatta, bæði í vörn og sókn. Nú þurfum við bara að vinna vel í pásunni sem er framundan,“ sagði Ásbjörn Friðriksson. Einar: Þeir taka alltof mörg fráköst „Við erum einu marki frá því að taka eitthvað úr leiknum en það er bara ekki nóg. Að mörgu leyti vorum við að spila góðan leik en mér fannst við samt ekki líkir sjálfum okkur í varnarleiknum. Svo eru þeir bara að skora alltof mörg mörk eftir fráköst. Þeir skora einhver 5-6 mörk þar sem þeir fá aftur boltann eftir að við höfum stigið góða vörn og það er auðvitað hrikalega svekkjandi,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir tapið gegn FH. Í seinni hálfleik voru Gróttumenn að klúðra nokkrum upplögðum færum í sókninni. „Já, við erum að klúðra dauðafærum og svo eru þeir að skora rosalega mörg mörk sem ná að leka inn í markið. En svona er þetta, mörkin telja öll jafn mikið. Það er bara svekkjandi að ná ekki einhverju úr leiknum en þetta FH-lið er frábært og maður þarf toppleik til að vinna þá hér í Krikanum.“ En er þjálfarinn sáttur við spilamennsku liðsins, þrátt fyrir að eitt stig sé uppskeran eftir þrjá leiki? „Frammistaðan hefur bara verið ágæt. Það er stígandi í þessu hjá okkur. Sóknarleikurinn var góður í dag en lélegur gegn Val í síðasta leik. Eðlilega erum við ennþá að vinna í okkar málum en það eru framfarir hjá okkur og við eigum eftir að verða betri. Til þess að það gerist, þurfum við að halda áfram að vinna. Sérfræðingarnir segja að þetta virki víst svoleiðis,“ sagði Einar laufléttur að lokum. Halldór: Gerðum okkur erfitt fyrir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH var fyrst og fremst ánægður með sigurinn gegn baráttuglöðum Gróttumönnum. „Við vissum fullvel fyrir leikinn að Grótta myndi mæta með allt sitt og stríða okkur. Ég var búinn að vera að vara við þessu alla vikuna. Við þurftum að vera klárir á ákveðnum þáttum og vorum það kannski að einhverju leyti en vorum engu að síður að gera okkur verkefnið erfitt.“ „Við komumst tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik og þá tökum við tvær glórulausar ákvarðanir og hleypum þeim aftur inn í leikinn. Það er ég ósáttastur við hjá mínum mönnum. Við ætluðum að vera þolinmóðir en vorum að gera þetta of erfitt.“ FH vantaði sterka leikmenn í kvöld og Halldór keyrði mikið á sömu mönnunum í 60 mínútur. „Við erum með marga unga stráka á bekknum og sumir kannski ekki alveg tilbúnir í svona hamagang en það var bara lykilatriði að klára þennan leik fyrir pásuna sem er að koma. Ungu strákarnir munu fá sínar mínútur í vetur.“ Serbinn Lazar Minic hefur ekki spilað mikið hjá FH og slúðursögur ganga um að markvörðurinn verði jafnvel látinn fara til sins heima. Er eitthvað til í þeim orðrómi? „Nei, það hefur a.m.k. ekki verið ákveðið enn. Eins og staðan er núna, þá kom hann bara í mjög slæmu formi til landsins og við erum bara að vinna með hann á fullu. Birkir Fannar er bara búinn að vera góður í markinu og Lazar þarf bara að bæta sig til að fá einhverjar mínútur,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti