Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 26-21 | Fyrsta tap KA kom í Safamýrinni Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 22. september 2018 21:00 Þorgrímur var frábær í kvöld. vísir/bára Fram náði í sinn fyrsta sigur í Olís-deild karla í kvöld með 26-21 sigri á KA í Safamýrinni. Leikurinn var jafn fyrstu 50 mínúturnar en Framarar gáfu í á lokasprettinum og fá fyrir það tvö mikilvæg stig. Liðin skiptust á eins eða tveggja marka forystum fyrstu tuttugu mínútur leiksins en KA náðu síðan góðu áhlaupi og komust yfir 8-11. Þá tók Guðmundur Helgi þjálfari Fram leikhlé. Framarar náðu eftir leikhléið að bjarga fyrri hálfleiknum en staðan var 12-12 í hálfleik. Framarar byrjuðu seinni hálfleik betur og voru yfir 15-13 þegar Aron Gauti Óskarsson fær rautt spjald. Framarar skora 4 af næstu 5 mörkum eftir brottreksturinn og má segja að hafi hvatt Framarana áfram. Stefán Árnason þjálfari KA tók leikhlé í stöðunni 18-14 þegar Fram voru að ná tökum á leiknum. Akureyringarnir tóku heldur betur vel í skilaboðin úr leikhléinu en þeir skoruðu þrjú mörk í röð eftir leikhléið. Á 47. mínútu í stöðunni 18-17 fyrir Fram fékk Sigurður Örn Þorsteinsson leikmaður Fram rautt spjald fyrir brot á Áka Egilsnes. KA héldu áfram áhlaupinu sem þeir voru á og komust yfir 18-19. Í næstu sókn sem Fram fer í fær Daði Jónsson leikmaður KA tveggja mínútna brottvísun. Eftir brottvísun Daða Jónssonar stungu Framarar af og litu aldrei til baka. Fram skoruðu fjögur mörk í röð eftir brottvísunina og voru yfir það sem eftir var af leiknum. Afhverju vann Fram ? Bæði lið spiluðu þéttan varnarleik en Framarar náðu að koma boltanum í netið þegar skipti máli í seinni hálfleik. Á sama tíma varði Viktor Gísli eins og brjálæðingur hinum megin á vellinum. Hverjir stóðu upp úr? Þorgrímur Smári og Þorsteinn Gauti voru báðir geggjaðir sóknarlega fyrir Fram, skoruðu samtals 17 mörk og héldu uppi sóknarleik heimamanna. Gekk þó ekki nógu vel hjá þeim að finna félaga sína í hornunum og á línunni. Ægir Hrafn Jónsson var frábær í þessum leik, gerði lífið oft mjög erfitt fyrir skyttur KA. Viktor Gísli Hallgrímsson var með tæpa 50% markvörslu í leik kvöldsins, var með flotta vörn fyrir framan sig í dag og nýtti það vel. Hvað gekk illa? Það vantaði oft sprengikraft og ímyndunarafl í sóknarleik KA í dag. Áki Egilsnes og Tarik Kasumovic voru markahæstumenn KA í kvöld með 11 mörk samtals, þeir þurftu þó ansi mörg skot til að skora þessi 11 mörk auk þess sem sóknarleikurinn fór of mikið í gegnum þá. Það gekk illa hjá KA að finna góð færi úr hornunum og línunni. Þorgeir Bjarki Davíðsson hægri hornamaður Fram hefur átt betri daga en það gekk ekki alveg nógu vel hjá honum að nýta færin sín í kvöld. Hvað gerist næst? Fram fer í Hafnarfjörðinn í næstu umferð og spilar þar gegn Haukum. KA fá Gróttu í heimsókn.vísir/báraGuðmundur Helgi: Öfunda dómarana ekkert„Með þolinmæði, bæði í vörn og sókn. Við ákváðum að vera frekar neðarlega og láta þá skjóta. Frábær vörn og frábær markvarsla, þannig vinnum við leiki. Það er bara svoleiðis,” sagði Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Fram aðspurður um hvað hvernig hans lið vann leik kvöldsins. „Ég á eftir að sjá þau eftir. ég veit það ekki. Þetta er línan sem er í gangi, ef spjöldin eru af því að það er farið í andlit þá hefði líka átt að vera rautt hinum megin þar sem það var tvisvar sinnum brotið svoleiðis á mínum mönnum." „Ég öfunda dómarana ekkert að vera í þessari stöðu, þetta er einhver ný hörð lína sem á að fara eftir og þá er það bara svoleiðis,” sagði Guðmundur um rauðu spjöldin tvö sem voru dæmd á hans lið í þessum leik.vísir/báraStefán Árnason: Spiluðum ekki nægilega góðan sóknarleik„Þetta var bara svona hörkuleikur sem gat í rauninni farið á hvorn veginn sem var. Þeir voru komnir fjórum yfir í seinni en við vorum komnir marki yfir þegar það var mjög skammt eftir. Þá fáum við tvær mínútur og þeir komust yfir, við náum okkur ekki aftur í gang." „Það sem svona helst vantaði uppá hjá okkur var að vorum dálítið flatir frá byrju, það vantaði aðeins þennan kraft sem hefur einkennt okkur. Hann kom á kafla þarna þegar við fórum í 3-2-1 vörnina í seinni hálfleik, við tökum þá fimm núll áhlaup. Það hefði verið að gaman að klára leikinn en því miður þá náðum við ekki að klára síðustu sjö mínúturnar,” sagði Stefán Árnason þjálfari KA um leik kvöldsins. „Við spiluðum ekki nægilega góðan sóknarleik, á köflum vorum við að fara allt of mikið inn á miðjuna og taka slök skot. Við fundum hinsvegar betri lausnir þegar leið á seinni hálfleikinn en helst þá vantaði bara framkvæmdina í sóknarleiknum okkar,” sagði Stefán um sóknarleik sinna manna í kvöld. Þið fáuð Gróttu í heimsókn í næsta leik, verðið þið áfram ósigraðir á Akureyri eftir þann leik? „Það er mjög spennandi leikur. Af sjálfsögðu komum við í þann leik eins og aðra til að vinna, við náðum ekki tveimur punktum í dag eins og við ætluðum okkur. Það vantaði aðeins uppá, ég vona að mínir menn komu út úr skelinni í næsta leik." „Ég vona að við getum spilað meira eins og við höfum gert fyrstu tvo leikina, það hefur verið meiri kraftur í okkar búðum, aðeins meiri vilji og aðeins meiri stemning og kraftur í okkur. Það svona vantaði aðeins í dag. Ef við hefðum fengið það hefðum við klárlega náð að vinna þennan leik. Við núllstillum okkur bara núna og komum í næsta leik í KAheimilið, það er hvergi betra að spila en þar.”vísir/báraÞorgrímur:Komum betur stemmdir inn í seinni hálfleikinn„Við komum betur stemmdir inn í seinni hálfleikinn,” sagði Þorgrímur Smári Ólafsson leikmaður Fram aðspurður um hvað lykillinn að sigri hafi verið í leik kvöldsins. Þeir breyttu um varnarleik í miðjum seinni hálfleik, hafði það einhver áhrif á þig? „Nei, það var bara fínt, við tókum bara aðrar útfærslur sem gengu bara mjög vel. Einn vinstri til dæmis og svo fimm með leysingu, við bara breyttum um kerfi.” „Þetta verður geggjaður leikur, maður er þar að mæta Læðunni (Atli Már Báruson) hann er stórhættulegur. Heil mikill skriðþungi á honum þannig að við þurfum að vera tilbúnir,” sagði Þorgrímur um næsta leik Fram sem verður gegn Haukum á Ásvöllum. Þorgrímur og Atli eru miklir mátar. Olís-deild karla
Fram náði í sinn fyrsta sigur í Olís-deild karla í kvöld með 26-21 sigri á KA í Safamýrinni. Leikurinn var jafn fyrstu 50 mínúturnar en Framarar gáfu í á lokasprettinum og fá fyrir það tvö mikilvæg stig. Liðin skiptust á eins eða tveggja marka forystum fyrstu tuttugu mínútur leiksins en KA náðu síðan góðu áhlaupi og komust yfir 8-11. Þá tók Guðmundur Helgi þjálfari Fram leikhlé. Framarar náðu eftir leikhléið að bjarga fyrri hálfleiknum en staðan var 12-12 í hálfleik. Framarar byrjuðu seinni hálfleik betur og voru yfir 15-13 þegar Aron Gauti Óskarsson fær rautt spjald. Framarar skora 4 af næstu 5 mörkum eftir brottreksturinn og má segja að hafi hvatt Framarana áfram. Stefán Árnason þjálfari KA tók leikhlé í stöðunni 18-14 þegar Fram voru að ná tökum á leiknum. Akureyringarnir tóku heldur betur vel í skilaboðin úr leikhléinu en þeir skoruðu þrjú mörk í röð eftir leikhléið. Á 47. mínútu í stöðunni 18-17 fyrir Fram fékk Sigurður Örn Þorsteinsson leikmaður Fram rautt spjald fyrir brot á Áka Egilsnes. KA héldu áfram áhlaupinu sem þeir voru á og komust yfir 18-19. Í næstu sókn sem Fram fer í fær Daði Jónsson leikmaður KA tveggja mínútna brottvísun. Eftir brottvísun Daða Jónssonar stungu Framarar af og litu aldrei til baka. Fram skoruðu fjögur mörk í röð eftir brottvísunina og voru yfir það sem eftir var af leiknum. Afhverju vann Fram ? Bæði lið spiluðu þéttan varnarleik en Framarar náðu að koma boltanum í netið þegar skipti máli í seinni hálfleik. Á sama tíma varði Viktor Gísli eins og brjálæðingur hinum megin á vellinum. Hverjir stóðu upp úr? Þorgrímur Smári og Þorsteinn Gauti voru báðir geggjaðir sóknarlega fyrir Fram, skoruðu samtals 17 mörk og héldu uppi sóknarleik heimamanna. Gekk þó ekki nógu vel hjá þeim að finna félaga sína í hornunum og á línunni. Ægir Hrafn Jónsson var frábær í þessum leik, gerði lífið oft mjög erfitt fyrir skyttur KA. Viktor Gísli Hallgrímsson var með tæpa 50% markvörslu í leik kvöldsins, var með flotta vörn fyrir framan sig í dag og nýtti það vel. Hvað gekk illa? Það vantaði oft sprengikraft og ímyndunarafl í sóknarleik KA í dag. Áki Egilsnes og Tarik Kasumovic voru markahæstumenn KA í kvöld með 11 mörk samtals, þeir þurftu þó ansi mörg skot til að skora þessi 11 mörk auk þess sem sóknarleikurinn fór of mikið í gegnum þá. Það gekk illa hjá KA að finna góð færi úr hornunum og línunni. Þorgeir Bjarki Davíðsson hægri hornamaður Fram hefur átt betri daga en það gekk ekki alveg nógu vel hjá honum að nýta færin sín í kvöld. Hvað gerist næst? Fram fer í Hafnarfjörðinn í næstu umferð og spilar þar gegn Haukum. KA fá Gróttu í heimsókn.vísir/báraGuðmundur Helgi: Öfunda dómarana ekkert„Með þolinmæði, bæði í vörn og sókn. Við ákváðum að vera frekar neðarlega og láta þá skjóta. Frábær vörn og frábær markvarsla, þannig vinnum við leiki. Það er bara svoleiðis,” sagði Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Fram aðspurður um hvað hvernig hans lið vann leik kvöldsins. „Ég á eftir að sjá þau eftir. ég veit það ekki. Þetta er línan sem er í gangi, ef spjöldin eru af því að það er farið í andlit þá hefði líka átt að vera rautt hinum megin þar sem það var tvisvar sinnum brotið svoleiðis á mínum mönnum." „Ég öfunda dómarana ekkert að vera í þessari stöðu, þetta er einhver ný hörð lína sem á að fara eftir og þá er það bara svoleiðis,” sagði Guðmundur um rauðu spjöldin tvö sem voru dæmd á hans lið í þessum leik.vísir/báraStefán Árnason: Spiluðum ekki nægilega góðan sóknarleik„Þetta var bara svona hörkuleikur sem gat í rauninni farið á hvorn veginn sem var. Þeir voru komnir fjórum yfir í seinni en við vorum komnir marki yfir þegar það var mjög skammt eftir. Þá fáum við tvær mínútur og þeir komust yfir, við náum okkur ekki aftur í gang." „Það sem svona helst vantaði uppá hjá okkur var að vorum dálítið flatir frá byrju, það vantaði aðeins þennan kraft sem hefur einkennt okkur. Hann kom á kafla þarna þegar við fórum í 3-2-1 vörnina í seinni hálfleik, við tökum þá fimm núll áhlaup. Það hefði verið að gaman að klára leikinn en því miður þá náðum við ekki að klára síðustu sjö mínúturnar,” sagði Stefán Árnason þjálfari KA um leik kvöldsins. „Við spiluðum ekki nægilega góðan sóknarleik, á köflum vorum við að fara allt of mikið inn á miðjuna og taka slök skot. Við fundum hinsvegar betri lausnir þegar leið á seinni hálfleikinn en helst þá vantaði bara framkvæmdina í sóknarleiknum okkar,” sagði Stefán um sóknarleik sinna manna í kvöld. Þið fáuð Gróttu í heimsókn í næsta leik, verðið þið áfram ósigraðir á Akureyri eftir þann leik? „Það er mjög spennandi leikur. Af sjálfsögðu komum við í þann leik eins og aðra til að vinna, við náðum ekki tveimur punktum í dag eins og við ætluðum okkur. Það vantaði aðeins uppá, ég vona að mínir menn komu út úr skelinni í næsta leik." „Ég vona að við getum spilað meira eins og við höfum gert fyrstu tvo leikina, það hefur verið meiri kraftur í okkar búðum, aðeins meiri vilji og aðeins meiri stemning og kraftur í okkur. Það svona vantaði aðeins í dag. Ef við hefðum fengið það hefðum við klárlega náð að vinna þennan leik. Við núllstillum okkur bara núna og komum í næsta leik í KAheimilið, það er hvergi betra að spila en þar.”vísir/báraÞorgrímur:Komum betur stemmdir inn í seinni hálfleikinn„Við komum betur stemmdir inn í seinni hálfleikinn,” sagði Þorgrímur Smári Ólafsson leikmaður Fram aðspurður um hvað lykillinn að sigri hafi verið í leik kvöldsins. Þeir breyttu um varnarleik í miðjum seinni hálfleik, hafði það einhver áhrif á þig? „Nei, það var bara fínt, við tókum bara aðrar útfærslur sem gengu bara mjög vel. Einn vinstri til dæmis og svo fimm með leysingu, við bara breyttum um kerfi.” „Þetta verður geggjaður leikur, maður er þar að mæta Læðunni (Atli Már Báruson) hann er stórhættulegur. Heil mikill skriðþungi á honum þannig að við þurfum að vera tilbúnir,” sagði Þorgrímur um næsta leik Fram sem verður gegn Haukum á Ásvöllum. Þorgrímur og Atli eru miklir mátar.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti