Fótbolti

Flugeldasýning hjá Milan gegn Sassuolo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Milan fagna marki í kvöld. Mikil gleði.
Leikmenn Milan fagna marki í kvöld. Mikil gleði. vísir/getty
AC Milan lenti ekki í miklum vandræðum með Sassoulo á útivelli en Mílan vann 4-1 sigur í viðureign liðanna í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Staðan var markalaus allt þangað til á 39. mínútu er Franck Kessie kom AC yfir og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Suso kom Milan í 2-0 á 50. mínútu og tíu mínútum síðar skoraði Samu Castillejo þriðja mark AC Milan.

Filip Djuricic klóraði í bakkann fyrir Sassoulo en Suso skoraði annað mark sitt og fjórða mark gestanna frá Milan í uppbótartíma og lokatölur 4-1.

Þetta var annar sigur Milan í fyrstu sex leikjunum og eru nú í tíunda sætinu með níu stig en Sassuolo var í fimmta sæti deildarinnar fyrir leikinn.

Önnur úrslit kvöldsins voru sú að gamla stórveldið, Parma, vann 1-0 sigur á Empoli á heimavelli. Gervinho skoraði markið.

Parma er í níunda sæti deildarinnar með tíu stig en Empoli er með fimm stig í átjánda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×