Umfjöllun og viðtöl: KA - Grótta 21-22 │Fyrsti sigur Gróttu kom á Akureyri Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 8. október 2018 22:00 KA-mönnum var skellt niður á jörðina í kvöld. vísir/bára Gróttumenn sóttu tvö stig í greipar KA manna norður á Akureyri í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var eign heimamanna en gestirnir af Seltjarnarnesi neituðu að gefast upp og snéru taflinu sér í vil í þeim síðari og fór svo að Grótta sigraði með einu marki, 21 – 22. Leikurinn fór rólega af stað og eftir 18 mínútna leik var staðan 5 – 5. KA menn voru eins og áður sagði sterkari í fyrri hálfleik en áttu í erfiðleikum með að slíta gestina frá sér. KA mönnum tókst þó að slíta sig eilítið frá gestunum og leiddu með fjórum í hálfleik, 14 – 10. Síðari hálfleikurinn hófst á fimm töpuðum boltum þegar liðin köstuðu boltanum frá sér á víxl. Í stöðunni 16 – 12 fyrir KA snérist leikurinn algjörlega við og jafnt og þétt minnkuðu gestirnir forskotið og allt í einu voru þeir komnir með forystuna og þegar 10 mínútur lifðu leiks var staðan orðin 18 – 21 fyrir Gróttu. Á þeim tímapunkti tók Stefán Árnason, þjálfari KA, leikhlé og það virtist skila tilætluðum árangri því hans menn minnkuðu muninn í eitt mark þegar tvær mínútur voru eftir. KA menn fengu svo þrjú tækifæri í sömu sókninni til að jafna leikinn en Hreiðar Levý varði stórglæsilega þrjá bolta í röð. Það mátti svo engu muna að Áki Egilsnes næði að jafna metinn þegar ekkert var eftir af leiknum nema aukakast en inn vildi boltinn ekki og Grótta hirti því öll stigin og fyrsta tap nýliðanna á heimavelli staðreynd. Eftir leikinn í kvöld eru liðin í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar. KA menn hafa 4 stig í sjötta sætinu og Grótta með 3 í því sjöunda.Afhverju vann Grótta? Óagaður varnarleikur heimamanna í síðari hálfleik spilar þar stóra rullu en það verður ekki tekið af leikmönnum Gróttu að þeir komu inn í síðari hálfleikinn af miklum krafti og virtust vilja sanna sig eftir afleitan fyrri hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Hjá gestunum munaði mest um innkomu Bjarts Guðmundssonar í síðari hálfleiknum. Hann skoraði fjögur mörk í fjórum tilraun og var duglegur að sækja aukaköst með gegnumbrotum. Virkilega flott innkoma. Einnig verður að nefna Hreiðar Levý sem varði stórkostlega á köflum og má segja að hann tryggi stigin tvö með stórbrotnum vörslum á síðustu mínútu leiksins. Hjá heimamönnum varði Jovan vel á köflum, 11 skot varin (34%). Sóknarlega voru þeir Áki Egilsnes og Allan Norðberg áberandi framan af, skoruðu 4 mörk hvor, eins og Sigþór Gunnar Jónsson, en það var hins vegar Dagur Gautason sem endaði markahæstur í leiknum með 5 mörk.Hvað gekk illa? Bæði lið töpuðu boltanum allt of oft en í síðari hálfleiknum var vörn KA manna oft og tíðum gal opin og Gróttumenn nýttu sér það.Hvað gerist næst? KA menn heimsækja Stjörnuna í Garðabæinn næsta laugardag, 13. október, en Grótta fær Hauka í heimsókn í Hertz höllina degi síðar, sunnudaginn 14. október.Stefán á hliðarlínunni gegn Fram í vetur.vísir/báraStefán Árna: Þurfum að vera svolítið kúl og svalir þegar á reynir Stefán Árnason var að vonum svekktur eftir eins marks tap gegn Gróttu í KA heimilinu í kvöld. „Hrikalega svekkjandi tap. Hvernig við eiginlega fórum með leikinn, komnir 16 – 12 yfir og fengum urmul af sénsum til að slíta okkur frá þeim. Hvernig við köstuðum boltanum frá okkur í hraðaupphlaupum, ótrúlega klaufalegt,“ sagði Stefán og bætti við: „Þegar við gátum gert út um leikinn gerðum við það ekki og þeir náðu rönni og voru allt í einu komnir og við of seinir að stöðva blæðinguna að þessu sinni.“ KA menn spiluðu frábæra vörn í fyrri hálfleiknum en sama var ekki upp á teningnum í þeim síðari. „Þessi leikur þróaðist eins og við bjuggumst við. Það tók smá tíma að ná yfirhöndinni, það var jafnt svona fyrsta korterið en svo sigum við fram úr og komumst fjórum yfir og það benti allt til þess að við myndum bara stinga af í seinni hálfleik en með ótrúlegum klaufahætti og vitlausum ákvarðanatökum og gæðaleysi í sendingunum fram á við þá klikkaði þetta.“ Stefán var allt annað en sáttur með sóknarleik sinna manna í seinni hálfleiknum. „Við skorum allt of fá mörk í seinni hálfleiknum, sjö mörk er náttúrulega hrikalega slæmt og sóknarleikurinn í svona 10 – 12 minútur var gjörsamlega afleytur hjá okkur og eitthvað sem við þurfum að skoða vel.“ „Við erum náttúrulega nýliðar í deildinni og frekar æstir en við þurfum að vera svolítið kúl og svalir svona þegar að á reynir,“ sagði Stefán þegar hann var spurður út í tapaða bolta hjá sínum mönnum og bætti við: „Við þurfum bara meiri gæði í þessari stöðu, það voru fullt af opnunum í hraðaupphlaupum sem við hefðum getað tekið og svo aftur hefðum við getað sleppt þessum sénsum, oft vorum við bara að kasta boltanum frá okkur.“ Hann bætti því við að sína menn hafi skort ákveðin klókindi í kvöld og gæði í ákvörðunartökum og að hans menn hafi hleypt Gróttumönnum allt of auðveldlega inn í leikinn. ,,Við skutum illa þegar við gátum jafnað en við vorum bara búnir að grafa okkur of djúpa holu. Við áttum aldrei að lenda þremur undir og þurftum að stöðva blæðinguna miklu fyrr.“ Að lokum sagði hann sína menn alltaf vera að bæta sig. „Við erum búnir að æfa vel síðustu tvær vikur og komum þannig inn í leikinn og svekkjandi að falla á því að kasta þessu frá okkur á 10 – 12 mínútna kafla.“Einar Jóns: Var að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann lokaði búrinu „Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af strákunum fyrir að hafa klárað þetta. Þetta var alveg ótrúlega góður sigur hjá okkur,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir sigur sinna manna gegn KA á Akureyri í kvöld. Einar sagði sína menn ekki hafa spilað vel í kvöld en hann var ánægður með karakterinn í sínu liði gegn flottu KA liði. „Að koma hérna í KA heimilið, fullt hús, frábær stemmning og taka tvo punkta. Það verður ekki mikið betra en það,“ bætti Einar við. KA menn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14 – 10 og sagði Einar að allir í hans liði, bæði þjálfarar og leikmenn, hefðu verið óánægðir með nokkra hluti sem búið var að fara yfir. „Við vorum að gera hluti mjög illa, bæði í vörn og sókn og mér fannst menn laga það í seinni hálfleiknum. Vörnin var betri og Bjartur kom inn í síðari hálfleik algjörlega frábær og Hreiðar lokar markinu síðasta korterið eða svo,“ sagði Einar og bætti við: „Við vorum aðeins agaðri sóknarlega. Örugglega ekki flottasti sóknarleikur sem að sést hefur en við gerðum nóg og þá er ég sáttur.“ Bæði lið áttu erfitt með að halda boltanum innan sinna raða í upphafi síðari hálfleiks og sagði Einar það hafa farið í sig. Hann sagði það þó ekki hafa breyst mikið í síðari hálfleik. „Vörnin varð betri og svona jú þetta var nú aðeins skárra í seinni hálfleik sóknarlega en töpuðu boltarnir voru of margir en við unnum.“ Eins og Einar kom inn á var Hreiðar Levý drjúgur í síðari hálfleiknum og ekki síst á síðustu mínútu leiksins þegar hann varði þrjú skot í sömu sókninni. Spurður út í mikilvægi markmanns í hans gæðaflokki stóð ekki á svari. „Ég held að það sé nú bara mikilvægt fyrir öll lið að hafa góðan markmann í rammanum. Jovan var frábær hér í dag. Ég var nú að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann ákvað að loka búrinu og var frábær,“ sagði Einar og bætti við að Hreiðar væri vissulega stór hluti af Gróttu liðinu og væri búinn að vera frábær í vetur. Olís-deild karla
Gróttumenn sóttu tvö stig í greipar KA manna norður á Akureyri í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var eign heimamanna en gestirnir af Seltjarnarnesi neituðu að gefast upp og snéru taflinu sér í vil í þeim síðari og fór svo að Grótta sigraði með einu marki, 21 – 22. Leikurinn fór rólega af stað og eftir 18 mínútna leik var staðan 5 – 5. KA menn voru eins og áður sagði sterkari í fyrri hálfleik en áttu í erfiðleikum með að slíta gestina frá sér. KA mönnum tókst þó að slíta sig eilítið frá gestunum og leiddu með fjórum í hálfleik, 14 – 10. Síðari hálfleikurinn hófst á fimm töpuðum boltum þegar liðin köstuðu boltanum frá sér á víxl. Í stöðunni 16 – 12 fyrir KA snérist leikurinn algjörlega við og jafnt og þétt minnkuðu gestirnir forskotið og allt í einu voru þeir komnir með forystuna og þegar 10 mínútur lifðu leiks var staðan orðin 18 – 21 fyrir Gróttu. Á þeim tímapunkti tók Stefán Árnason, þjálfari KA, leikhlé og það virtist skila tilætluðum árangri því hans menn minnkuðu muninn í eitt mark þegar tvær mínútur voru eftir. KA menn fengu svo þrjú tækifæri í sömu sókninni til að jafna leikinn en Hreiðar Levý varði stórglæsilega þrjá bolta í röð. Það mátti svo engu muna að Áki Egilsnes næði að jafna metinn þegar ekkert var eftir af leiknum nema aukakast en inn vildi boltinn ekki og Grótta hirti því öll stigin og fyrsta tap nýliðanna á heimavelli staðreynd. Eftir leikinn í kvöld eru liðin í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar. KA menn hafa 4 stig í sjötta sætinu og Grótta með 3 í því sjöunda.Afhverju vann Grótta? Óagaður varnarleikur heimamanna í síðari hálfleik spilar þar stóra rullu en það verður ekki tekið af leikmönnum Gróttu að þeir komu inn í síðari hálfleikinn af miklum krafti og virtust vilja sanna sig eftir afleitan fyrri hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Hjá gestunum munaði mest um innkomu Bjarts Guðmundssonar í síðari hálfleiknum. Hann skoraði fjögur mörk í fjórum tilraun og var duglegur að sækja aukaköst með gegnumbrotum. Virkilega flott innkoma. Einnig verður að nefna Hreiðar Levý sem varði stórkostlega á köflum og má segja að hann tryggi stigin tvö með stórbrotnum vörslum á síðustu mínútu leiksins. Hjá heimamönnum varði Jovan vel á köflum, 11 skot varin (34%). Sóknarlega voru þeir Áki Egilsnes og Allan Norðberg áberandi framan af, skoruðu 4 mörk hvor, eins og Sigþór Gunnar Jónsson, en það var hins vegar Dagur Gautason sem endaði markahæstur í leiknum með 5 mörk.Hvað gekk illa? Bæði lið töpuðu boltanum allt of oft en í síðari hálfleiknum var vörn KA manna oft og tíðum gal opin og Gróttumenn nýttu sér það.Hvað gerist næst? KA menn heimsækja Stjörnuna í Garðabæinn næsta laugardag, 13. október, en Grótta fær Hauka í heimsókn í Hertz höllina degi síðar, sunnudaginn 14. október.Stefán á hliðarlínunni gegn Fram í vetur.vísir/báraStefán Árna: Þurfum að vera svolítið kúl og svalir þegar á reynir Stefán Árnason var að vonum svekktur eftir eins marks tap gegn Gróttu í KA heimilinu í kvöld. „Hrikalega svekkjandi tap. Hvernig við eiginlega fórum með leikinn, komnir 16 – 12 yfir og fengum urmul af sénsum til að slíta okkur frá þeim. Hvernig við köstuðum boltanum frá okkur í hraðaupphlaupum, ótrúlega klaufalegt,“ sagði Stefán og bætti við: „Þegar við gátum gert út um leikinn gerðum við það ekki og þeir náðu rönni og voru allt í einu komnir og við of seinir að stöðva blæðinguna að þessu sinni.“ KA menn spiluðu frábæra vörn í fyrri hálfleiknum en sama var ekki upp á teningnum í þeim síðari. „Þessi leikur þróaðist eins og við bjuggumst við. Það tók smá tíma að ná yfirhöndinni, það var jafnt svona fyrsta korterið en svo sigum við fram úr og komumst fjórum yfir og það benti allt til þess að við myndum bara stinga af í seinni hálfleik en með ótrúlegum klaufahætti og vitlausum ákvarðanatökum og gæðaleysi í sendingunum fram á við þá klikkaði þetta.“ Stefán var allt annað en sáttur með sóknarleik sinna manna í seinni hálfleiknum. „Við skorum allt of fá mörk í seinni hálfleiknum, sjö mörk er náttúrulega hrikalega slæmt og sóknarleikurinn í svona 10 – 12 minútur var gjörsamlega afleytur hjá okkur og eitthvað sem við þurfum að skoða vel.“ „Við erum náttúrulega nýliðar í deildinni og frekar æstir en við þurfum að vera svolítið kúl og svalir svona þegar að á reynir,“ sagði Stefán þegar hann var spurður út í tapaða bolta hjá sínum mönnum og bætti við: „Við þurfum bara meiri gæði í þessari stöðu, það voru fullt af opnunum í hraðaupphlaupum sem við hefðum getað tekið og svo aftur hefðum við getað sleppt þessum sénsum, oft vorum við bara að kasta boltanum frá okkur.“ Hann bætti því við að sína menn hafi skort ákveðin klókindi í kvöld og gæði í ákvörðunartökum og að hans menn hafi hleypt Gróttumönnum allt of auðveldlega inn í leikinn. ,,Við skutum illa þegar við gátum jafnað en við vorum bara búnir að grafa okkur of djúpa holu. Við áttum aldrei að lenda þremur undir og þurftum að stöðva blæðinguna miklu fyrr.“ Að lokum sagði hann sína menn alltaf vera að bæta sig. „Við erum búnir að æfa vel síðustu tvær vikur og komum þannig inn í leikinn og svekkjandi að falla á því að kasta þessu frá okkur á 10 – 12 mínútna kafla.“Einar Jóns: Var að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann lokaði búrinu „Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af strákunum fyrir að hafa klárað þetta. Þetta var alveg ótrúlega góður sigur hjá okkur,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir sigur sinna manna gegn KA á Akureyri í kvöld. Einar sagði sína menn ekki hafa spilað vel í kvöld en hann var ánægður með karakterinn í sínu liði gegn flottu KA liði. „Að koma hérna í KA heimilið, fullt hús, frábær stemmning og taka tvo punkta. Það verður ekki mikið betra en það,“ bætti Einar við. KA menn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14 – 10 og sagði Einar að allir í hans liði, bæði þjálfarar og leikmenn, hefðu verið óánægðir með nokkra hluti sem búið var að fara yfir. „Við vorum að gera hluti mjög illa, bæði í vörn og sókn og mér fannst menn laga það í seinni hálfleiknum. Vörnin var betri og Bjartur kom inn í síðari hálfleik algjörlega frábær og Hreiðar lokar markinu síðasta korterið eða svo,“ sagði Einar og bætti við: „Við vorum aðeins agaðri sóknarlega. Örugglega ekki flottasti sóknarleikur sem að sést hefur en við gerðum nóg og þá er ég sáttur.“ Bæði lið áttu erfitt með að halda boltanum innan sinna raða í upphafi síðari hálfleiks og sagði Einar það hafa farið í sig. Hann sagði það þó ekki hafa breyst mikið í síðari hálfleik. „Vörnin varð betri og svona jú þetta var nú aðeins skárra í seinni hálfleik sóknarlega en töpuðu boltarnir voru of margir en við unnum.“ Eins og Einar kom inn á var Hreiðar Levý drjúgur í síðari hálfleiknum og ekki síst á síðustu mínútu leiksins þegar hann varði þrjú skot í sömu sókninni. Spurður út í mikilvægi markmanns í hans gæðaflokki stóð ekki á svari. „Ég held að það sé nú bara mikilvægt fyrir öll lið að hafa góðan markmann í rammanum. Jovan var frábær hér í dag. Ég var nú að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann ákvað að loka búrinu og var frábær,“ sagði Einar og bætti við að Hreiðar væri vissulega stór hluti af Gróttu liðinu og væri búinn að vera frábær í vetur.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti