Hamrén um Arnór: Hann verður góður en ungir leikmenn þurfa að spila Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. október 2018 13:44 Arnór í baráttunni við einn besta varnarmann í heimi, Raphael Varane vísir/getty Arnór Sigurðsson hefur fengið mikla athygli á síðustu misserum og kom hann meðal annars inn sem varamaður fyrir CSKA Moskvu gegn Evrópumeisturum Real Madrid í Meistaradeild Evrópu um daginn. Arnór var ekki valinn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki gegn Frökkum og Sviss, en Erik Hamrén sagði ástæðuna fyrir því vera að hann teldi Arnór fá meiri spilatíma með U21 landsliðinu. „Við höfum rætt hann. Hann er einn af þeim leikmönnum í U21 landsliðinu sem við erum með mikinn áhuga á. Að mínu mati eru þrír, fjórir leikmenn þar sem við höfum mikinn áhuga á,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag þar sem hann tilkynnti landsliðshópinn. „Ég sá hann í Norrköpping áður en ég tók við landsliðinu og hann heillaði mig. Hann verður góður.“ „Ungir leikmenn þurfa að spila. Ég er ánægður með að þjálfarinn treystir honum og hann fær tækifærin, en ég tel að það sé betra fyrir hann að spila með U21 liðinu.“ Hamrén gaf svipað svar eftir að hann valdi síðasta hóp, en þá var leikmaðurinn Albert Guðmundsson en ekki Arnór. Albert er í hópnum í dag. „Ég mun segja það sama við hann og ég sagði við Albert síðast. Spilaðu með U21 og vertu góður þar. Ungir leikmenn þurfa að spila.“ „Ég hef mikla trú á honum,“ sagði Erik Hamrén. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Enginn Jón Daði en Albert og Jón Dagur fá sæti í landsliðshópnum Eric Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag hópinn sem að mætir heimsmeisturum Frakka í vináttuleik ytra 11. október og Sviss mánudaginn 15. október á Laugardalsvelli. Þetta verður þriðji leikur liðsins í Þjóðadeildinni en fyrstu tveir töpuðust illa gegn Sviss úti og Belgíu heima. 5. október 2018 13:30 Hamrén: Jón Dagur einn af ungu leikmönnunum sem við höfum trú á Erik Hamrén hefur trú á því að Jón Dagur Þorsteinsson geti spilað með A-landsliðinu. 5. október 2018 13:32 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Arnór Sigurðsson hefur fengið mikla athygli á síðustu misserum og kom hann meðal annars inn sem varamaður fyrir CSKA Moskvu gegn Evrópumeisturum Real Madrid í Meistaradeild Evrópu um daginn. Arnór var ekki valinn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki gegn Frökkum og Sviss, en Erik Hamrén sagði ástæðuna fyrir því vera að hann teldi Arnór fá meiri spilatíma með U21 landsliðinu. „Við höfum rætt hann. Hann er einn af þeim leikmönnum í U21 landsliðinu sem við erum með mikinn áhuga á. Að mínu mati eru þrír, fjórir leikmenn þar sem við höfum mikinn áhuga á,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag þar sem hann tilkynnti landsliðshópinn. „Ég sá hann í Norrköpping áður en ég tók við landsliðinu og hann heillaði mig. Hann verður góður.“ „Ungir leikmenn þurfa að spila. Ég er ánægður með að þjálfarinn treystir honum og hann fær tækifærin, en ég tel að það sé betra fyrir hann að spila með U21 liðinu.“ Hamrén gaf svipað svar eftir að hann valdi síðasta hóp, en þá var leikmaðurinn Albert Guðmundsson en ekki Arnór. Albert er í hópnum í dag. „Ég mun segja það sama við hann og ég sagði við Albert síðast. Spilaðu með U21 og vertu góður þar. Ungir leikmenn þurfa að spila.“ „Ég hef mikla trú á honum,“ sagði Erik Hamrén.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Enginn Jón Daði en Albert og Jón Dagur fá sæti í landsliðshópnum Eric Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag hópinn sem að mætir heimsmeisturum Frakka í vináttuleik ytra 11. október og Sviss mánudaginn 15. október á Laugardalsvelli. Þetta verður þriðji leikur liðsins í Þjóðadeildinni en fyrstu tveir töpuðust illa gegn Sviss úti og Belgíu heima. 5. október 2018 13:30 Hamrén: Jón Dagur einn af ungu leikmönnunum sem við höfum trú á Erik Hamrén hefur trú á því að Jón Dagur Þorsteinsson geti spilað með A-landsliðinu. 5. október 2018 13:32 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Enginn Jón Daði en Albert og Jón Dagur fá sæti í landsliðshópnum Eric Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag hópinn sem að mætir heimsmeisturum Frakka í vináttuleik ytra 11. október og Sviss mánudaginn 15. október á Laugardalsvelli. Þetta verður þriðji leikur liðsins í Þjóðadeildinni en fyrstu tveir töpuðust illa gegn Sviss úti og Belgíu heima. 5. október 2018 13:30
Hamrén: Jón Dagur einn af ungu leikmönnunum sem við höfum trú á Erik Hamrén hefur trú á því að Jón Dagur Þorsteinsson geti spilað með A-landsliðinu. 5. október 2018 13:32