Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 34-28 | Þægilegur sigur heimamanna Guðlaugur Valgeirsson í Schenker-höllinni skrifar 7. október 2018 19:30 vísir/ernir Haukar unnu góðan sigur á Fram í dag í 4.umferð Olís deildar karla sem hófst í dag eftir landsliðspásu. Leiknum lauk með 6 marka sigri Hauka, 34-28. Það voru Framarar sem byrjuðu leikinn aðeins betur en þeir leiddu 3-2 eftir 5 mínútur en þá sögðu Haukarnir hingað og ekki lengra. Þeir komust í 7-3 og 12-9 og leiddu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks með 3-4 mörkum og að lokum var staðan í hálfleik 18-14 fyrir Hauka. Mikið um mörk enda hraður og bráðskemmtilegur leikur. Haukarnir urðu þó fyrir áfalli undir lok fyrri hálfleiks þegar Einar Pétur Pétursson vinstri hornamaður meiddist en Orri Freyr Þorkelsson leysti hann af hólmi og var mjög góður í seinni hálfleik. Rétt eins og í fyrri hálfleik þá hófu Framarar seinni hálfleik betur en Haukarnir og náðu að minnka muninn niður í 2 mörk áður en Haukarnir stigu aftur á bensíngjöfina, þeir náðu 5 marka forskoti í stöðunni 21-16 og litu út fyrir að vera klára þetta nokkuð örugglega. En þá kom góður kafli hjá Fram og þeir náðu að minnka muninn í 21-20. En þá fór allt úrskeiðis hjá Frömurum sem lentu 6 mörkum undir 28-22. Þá tók þjálfari Fram, Guðmundur Helgi Pálsson leikhlé og reyndi að kveikja í sínum mönnum. Það tókst á vissan hátt en þeir náðu að minnka muninn í 3 mörk en þá brást Gunnar Magnússon þjálfari Hauka við og tók leikhlé. Eftir það var þetta engin spurning og Haukarnir keyrðu yfir Framarana í lokin og enduðu á að vinna leikinn nokkuð örugglega 34-28 í mjög hröðum og skemmtilegum leik. Af hverju unnu Haukar? Reynsla leikmanna Hauka og slakur varnarleikur Fram skóp sigurinn fyrir Hauka. Í hvert sinn sem Fram komst nálægt Haukum þá gáfu þeir í og héldu þessu nokkuð öruggu. Fram náði aldrei að jafna leikinn eftir að Haukar komust yfir í stöðunni 4-3. Því fór sem fór. Hverjir stóðu upp úr? Heimir Óli Heimisson var frábær í liði Hauka en hann spilaði bæði sókn sem vörn í 60 mínútur og skilaði 8 mörkum úr 8 skotum og einnig 2 fiskuðum vítum. Grétar Ari var flottur í markinu með 38% markvörslu og varði nokkra mikilvæga bolta þegar þess þurfti. Halldór Ingi Jónasson var einnig með 100% nýtingu en hann setti 7 mörk úr 7 skotum. Hjá Fram dró Þorsteinn Gauti vagninn en hann var með 9 mörk en þurfti þó 16 skot til þess. Valdimar var sem fyrr öflugur á línunni en hann var með 5 mörk úr 5 skotum. Hvað gekk illa? Varnarleikur Framara. Það er rosalega erfitt að vinna handboltaleik þegar þú færð á þig 34 mörk, þeir réðu ekkert við Heimi Óla og ef hann fékk boltann þá kom mark. Að auki var sóknarleikurinn að hökta á köflum þar sem Þorsteinn Gauti þurfti að draga vagninn og skjóta á markið þegar lítið var að frétta. Hvað gerist næst? Framarar fá Akureyri í heimsókn næstkomandi laugardag í væntanlega erfiðum leik en Akureyringar sóttu sín fyrstu stig í dag með góðum sigri á toppliði Aftureldingar. Haukarnir fara hinsvegar í Hertz höllina og mæta Gróttu. Gunni Magg: Ánægður með liðsheildina Gunnar Magnússon sagði sigurinn í dag vera sigur liðsheildarinnar og var mjög sáttur með breiddina í Haukaliðinu. „Ég er mjög ánægður með liðsheildina í dag, erfitt að eiga við Framliðið og þeir eru með hörkulið en mér fannst við byrja vel og ná fljótt tökum á leiknum og náðum alltaf að halda þeim 3-4 mörkum frá og halda þeim í skefjum. Skorum 34 mörk sem er alltaf frábært og var sérstaklega ánægður með ungu strákana Orra og Darra sem komu inn, sýnir breiddina hjá okkur.” Aðspurður hvort það hafi verið lagt upp með að spila boltanum inn á línuna á Heimi Óla sagði hann að það munaði um það að vera kominn með Tjörva heilan á miðjuna og það gæfi liðinu auka vídd. „Munar mikið um að fá Tjörva inn á miðjuna og hann gefur okkur auka vídd og gerir aðra í kringum sig betri, virkilega ánægður með sóknarleikinn og frábært að fá Tjörva inn og ekki slæmt að hafa Heimi heilan, 34 mörk er ekkert til að kvarta yfir og náðum alltaf að spila í gegn.” Gunnar sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af varnarleik liðsins þrátt fyrir að liðið hafi fengið á sig 28 mörk. „Auðvitað vill maður fá á sig minna en ég hef litlar áhyggjur og ég hugsa að ég sofi alveg í nótt en við þurfum að bæta það en ég var samt mjög ánægður með Grétar í dag, hann var að taka marga góða bolta en við ákváðum að velja og hafna og gáfum Gauta (Þorsteinn Gauti í Framliðinu) aðeins lausan tauminn en lokuðum á annað í staðinn, hann var erfiður en við náðum að loka á annað sem heppnaðist vel. “ Gunnar vissi lítið um stöðuna á Einar Pétri hornamanni Hauka sem fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks en vonaði að það væri ekkert alvarlegt annars væri Orri Freyr klár að leysa hann af hólmi. „Því miður veit ég ekkert stöðuna en vonandi er þetta ekkert alvarlegt, ég þarf bara kíkja á það en ég vona það besta annars er Orri klár, við vitum hvað hann getur og hann er öflugur strákur og við eigum nokkra marga efnilega sem fá fullt af mínútum sem eykur breiddina,” sagði ánægður Gunnar Magnússon að lokum. Guðmundur Helgi: Ekki tilbúnir í dag Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Framara sagði vörnina í dag hafa orðið sínu liði að falli. „Fáum á okkur 34 mörk og Haukarnir voru að yfirspila okkur trekk í trekk og við vorum einfaldlega ekki tilbúnir í dag, því miður.” „Það er alltof mikið að fá á sig 34 mörk á móti liði eins og Haukum, við erum að fá á okkur hraðaupphlaup, það er lítið að ganga upp hjá okkur í dag.” Hann var sáttur með sóknarleikinn þrátt fyrir að Þorsteinn Gauti væri á köflum bara að sjá um þetta alfarið. „Já ég er þokkalega sáttur með sóknarleikinn, við lögðum upp með það að hann myndi byrja þetta og hann gerði það ágætlega. Hann skaut kannski einum of oft en við ætluðum að sprengja þetta upp þar en í framhaldi af því voru menn ekki tilbúnir, frá A til Ö voru menn ekki tilbúnir. Tek ekkert af Haukunum sem spiluðu vel í dag, með góða vörn og markvörslu og keyrðu á okkur hraðaupphlaup og voru einfaldlega betri en við.” Spurður út í þessa pásu sem var að klárast sagðist hann ekki vera nógu sáttur með lengdina en hann hefði viljað hafa minna hlé milli umferða. „Hún er bara of löng, algjörlega óþörf í sjálfri sér en við þurfum auðvitað að gefa landsliðunum smá tíma að sjálfsögðu en ég hefði viljað spila þá á miðvikudegi og þá aftur á sunnudegi. Það er ekkert mál að raða því niður þannig að ég held allavega.” Fram taka á móti Akureyri næstkomandi laugardag og Guðmundur Helgi sagði mikilvægt að gíra sig vel upp fyrir þann leik. „Við gírum okkur auðvitað vel upp fyrir þann leik eins og alla aðra leiki og við ætlum okkur 2 stig þar að sjálfsögðu en það verður örugglega hörkuleikur og ef við ætlum að mæta svona til leiks þá verður þetta ógeðslega erfitt en ef við mætum eins og menn þá hef ég ekki áhyggjur.” Sagði svekktur Guðmundur Helgi að lokum. Heimir Óli: Alltaf lagt upp með að spila upp á mig Heimir Óli Heimisson var frábær í liði Hauka í dag en Framarar réðu ekkert við hann á línunni og það er augljóst að Heimir er í hörkustandi. Aðspurður hvort að Haukarnir hafi lagt upp með að spila boltanum inn á línunni grínaðist hann með að það væri auðvitað leikplanið. „Auðvitað er alltaf reynt að finna mig! Neinei ég var vel opinn í dag og þeir nýttu það og það var bara frábært, 8 mörk og lítið hægt að kvarta yfir því.” Haukarnir fara í heimsókn á Seltjarnarnes og mæta Gróttu í næsta leik. Heimir segir að það sé klárt mál að þeir ætli að halda þessu áfram. „Í Haukum er alltaf stefnt á sigur og það er hluti af því að fara í næsta leik og vinna hann.” Hann vonaði að sjálfsögðu að Einar Pétur væri ekki illa meiddur en hann sagðist ekki hafa séð nógu vel hvað gerðist. „Nei ég því miður veit ekki hvað gerðist en hann var mættur inn í klefa þannig ég vona að þetta sé ekki of slæm meiðsli.” Hann hefur litlar áhyggjur af vörninni og notaði gömlu góðu klisjuna að ef þú skorar meira en andstæðingurinn þá vinnurðu leikinn. „Ekki miklar áhyggjur svosem, við skorum 34 mörk og ef þú skorar meira en hitt liðið þá vinnurðu leikinn og það er gott en engu að síður 28 mörk er eitthvað sem við þurfum að laga og við erum á fullu að reyna laga það.” Hann var ánægður með tempóið og skemmtanagildi leiksins. „Skemmtilegur leikur til að horfa á held ég og leikurinn fékk að fljóta, mikið skorað og harka. Skemmtileg spil og gott fyrir áhorfendur, það er alltaf gaman að koma á Ásvelli og horfa á leiki hér,” sagði sáttur Heimir Óli eftir leik. Olís-deild karla
Haukar unnu góðan sigur á Fram í dag í 4.umferð Olís deildar karla sem hófst í dag eftir landsliðspásu. Leiknum lauk með 6 marka sigri Hauka, 34-28. Það voru Framarar sem byrjuðu leikinn aðeins betur en þeir leiddu 3-2 eftir 5 mínútur en þá sögðu Haukarnir hingað og ekki lengra. Þeir komust í 7-3 og 12-9 og leiddu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks með 3-4 mörkum og að lokum var staðan í hálfleik 18-14 fyrir Hauka. Mikið um mörk enda hraður og bráðskemmtilegur leikur. Haukarnir urðu þó fyrir áfalli undir lok fyrri hálfleiks þegar Einar Pétur Pétursson vinstri hornamaður meiddist en Orri Freyr Þorkelsson leysti hann af hólmi og var mjög góður í seinni hálfleik. Rétt eins og í fyrri hálfleik þá hófu Framarar seinni hálfleik betur en Haukarnir og náðu að minnka muninn niður í 2 mörk áður en Haukarnir stigu aftur á bensíngjöfina, þeir náðu 5 marka forskoti í stöðunni 21-16 og litu út fyrir að vera klára þetta nokkuð örugglega. En þá kom góður kafli hjá Fram og þeir náðu að minnka muninn í 21-20. En þá fór allt úrskeiðis hjá Frömurum sem lentu 6 mörkum undir 28-22. Þá tók þjálfari Fram, Guðmundur Helgi Pálsson leikhlé og reyndi að kveikja í sínum mönnum. Það tókst á vissan hátt en þeir náðu að minnka muninn í 3 mörk en þá brást Gunnar Magnússon þjálfari Hauka við og tók leikhlé. Eftir það var þetta engin spurning og Haukarnir keyrðu yfir Framarana í lokin og enduðu á að vinna leikinn nokkuð örugglega 34-28 í mjög hröðum og skemmtilegum leik. Af hverju unnu Haukar? Reynsla leikmanna Hauka og slakur varnarleikur Fram skóp sigurinn fyrir Hauka. Í hvert sinn sem Fram komst nálægt Haukum þá gáfu þeir í og héldu þessu nokkuð öruggu. Fram náði aldrei að jafna leikinn eftir að Haukar komust yfir í stöðunni 4-3. Því fór sem fór. Hverjir stóðu upp úr? Heimir Óli Heimisson var frábær í liði Hauka en hann spilaði bæði sókn sem vörn í 60 mínútur og skilaði 8 mörkum úr 8 skotum og einnig 2 fiskuðum vítum. Grétar Ari var flottur í markinu með 38% markvörslu og varði nokkra mikilvæga bolta þegar þess þurfti. Halldór Ingi Jónasson var einnig með 100% nýtingu en hann setti 7 mörk úr 7 skotum. Hjá Fram dró Þorsteinn Gauti vagninn en hann var með 9 mörk en þurfti þó 16 skot til þess. Valdimar var sem fyrr öflugur á línunni en hann var með 5 mörk úr 5 skotum. Hvað gekk illa? Varnarleikur Framara. Það er rosalega erfitt að vinna handboltaleik þegar þú færð á þig 34 mörk, þeir réðu ekkert við Heimi Óla og ef hann fékk boltann þá kom mark. Að auki var sóknarleikurinn að hökta á köflum þar sem Þorsteinn Gauti þurfti að draga vagninn og skjóta á markið þegar lítið var að frétta. Hvað gerist næst? Framarar fá Akureyri í heimsókn næstkomandi laugardag í væntanlega erfiðum leik en Akureyringar sóttu sín fyrstu stig í dag með góðum sigri á toppliði Aftureldingar. Haukarnir fara hinsvegar í Hertz höllina og mæta Gróttu. Gunni Magg: Ánægður með liðsheildina Gunnar Magnússon sagði sigurinn í dag vera sigur liðsheildarinnar og var mjög sáttur með breiddina í Haukaliðinu. „Ég er mjög ánægður með liðsheildina í dag, erfitt að eiga við Framliðið og þeir eru með hörkulið en mér fannst við byrja vel og ná fljótt tökum á leiknum og náðum alltaf að halda þeim 3-4 mörkum frá og halda þeim í skefjum. Skorum 34 mörk sem er alltaf frábært og var sérstaklega ánægður með ungu strákana Orra og Darra sem komu inn, sýnir breiddina hjá okkur.” Aðspurður hvort það hafi verið lagt upp með að spila boltanum inn á línuna á Heimi Óla sagði hann að það munaði um það að vera kominn með Tjörva heilan á miðjuna og það gæfi liðinu auka vídd. „Munar mikið um að fá Tjörva inn á miðjuna og hann gefur okkur auka vídd og gerir aðra í kringum sig betri, virkilega ánægður með sóknarleikinn og frábært að fá Tjörva inn og ekki slæmt að hafa Heimi heilan, 34 mörk er ekkert til að kvarta yfir og náðum alltaf að spila í gegn.” Gunnar sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af varnarleik liðsins þrátt fyrir að liðið hafi fengið á sig 28 mörk. „Auðvitað vill maður fá á sig minna en ég hef litlar áhyggjur og ég hugsa að ég sofi alveg í nótt en við þurfum að bæta það en ég var samt mjög ánægður með Grétar í dag, hann var að taka marga góða bolta en við ákváðum að velja og hafna og gáfum Gauta (Þorsteinn Gauti í Framliðinu) aðeins lausan tauminn en lokuðum á annað í staðinn, hann var erfiður en við náðum að loka á annað sem heppnaðist vel. “ Gunnar vissi lítið um stöðuna á Einar Pétri hornamanni Hauka sem fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks en vonaði að það væri ekkert alvarlegt annars væri Orri Freyr klár að leysa hann af hólmi. „Því miður veit ég ekkert stöðuna en vonandi er þetta ekkert alvarlegt, ég þarf bara kíkja á það en ég vona það besta annars er Orri klár, við vitum hvað hann getur og hann er öflugur strákur og við eigum nokkra marga efnilega sem fá fullt af mínútum sem eykur breiddina,” sagði ánægður Gunnar Magnússon að lokum. Guðmundur Helgi: Ekki tilbúnir í dag Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Framara sagði vörnina í dag hafa orðið sínu liði að falli. „Fáum á okkur 34 mörk og Haukarnir voru að yfirspila okkur trekk í trekk og við vorum einfaldlega ekki tilbúnir í dag, því miður.” „Það er alltof mikið að fá á sig 34 mörk á móti liði eins og Haukum, við erum að fá á okkur hraðaupphlaup, það er lítið að ganga upp hjá okkur í dag.” Hann var sáttur með sóknarleikinn þrátt fyrir að Þorsteinn Gauti væri á köflum bara að sjá um þetta alfarið. „Já ég er þokkalega sáttur með sóknarleikinn, við lögðum upp með það að hann myndi byrja þetta og hann gerði það ágætlega. Hann skaut kannski einum of oft en við ætluðum að sprengja þetta upp þar en í framhaldi af því voru menn ekki tilbúnir, frá A til Ö voru menn ekki tilbúnir. Tek ekkert af Haukunum sem spiluðu vel í dag, með góða vörn og markvörslu og keyrðu á okkur hraðaupphlaup og voru einfaldlega betri en við.” Spurður út í þessa pásu sem var að klárast sagðist hann ekki vera nógu sáttur með lengdina en hann hefði viljað hafa minna hlé milli umferða. „Hún er bara of löng, algjörlega óþörf í sjálfri sér en við þurfum auðvitað að gefa landsliðunum smá tíma að sjálfsögðu en ég hefði viljað spila þá á miðvikudegi og þá aftur á sunnudegi. Það er ekkert mál að raða því niður þannig að ég held allavega.” Fram taka á móti Akureyri næstkomandi laugardag og Guðmundur Helgi sagði mikilvægt að gíra sig vel upp fyrir þann leik. „Við gírum okkur auðvitað vel upp fyrir þann leik eins og alla aðra leiki og við ætlum okkur 2 stig þar að sjálfsögðu en það verður örugglega hörkuleikur og ef við ætlum að mæta svona til leiks þá verður þetta ógeðslega erfitt en ef við mætum eins og menn þá hef ég ekki áhyggjur.” Sagði svekktur Guðmundur Helgi að lokum. Heimir Óli: Alltaf lagt upp með að spila upp á mig Heimir Óli Heimisson var frábær í liði Hauka í dag en Framarar réðu ekkert við hann á línunni og það er augljóst að Heimir er í hörkustandi. Aðspurður hvort að Haukarnir hafi lagt upp með að spila boltanum inn á línunni grínaðist hann með að það væri auðvitað leikplanið. „Auðvitað er alltaf reynt að finna mig! Neinei ég var vel opinn í dag og þeir nýttu það og það var bara frábært, 8 mörk og lítið hægt að kvarta yfir því.” Haukarnir fara í heimsókn á Seltjarnarnes og mæta Gróttu í næsta leik. Heimir segir að það sé klárt mál að þeir ætli að halda þessu áfram. „Í Haukum er alltaf stefnt á sigur og það er hluti af því að fara í næsta leik og vinna hann.” Hann vonaði að sjálfsögðu að Einar Pétur væri ekki illa meiddur en hann sagðist ekki hafa séð nógu vel hvað gerðist. „Nei ég því miður veit ekki hvað gerðist en hann var mættur inn í klefa þannig ég vona að þetta sé ekki of slæm meiðsli.” Hann hefur litlar áhyggjur af vörninni og notaði gömlu góðu klisjuna að ef þú skorar meira en andstæðingurinn þá vinnurðu leikinn. „Ekki miklar áhyggjur svosem, við skorum 34 mörk og ef þú skorar meira en hitt liðið þá vinnurðu leikinn og það er gott en engu að síður 28 mörk er eitthvað sem við þurfum að laga og við erum á fullu að reyna laga það.” Hann var ánægður með tempóið og skemmtanagildi leiksins. „Skemmtilegur leikur til að horfa á held ég og leikurinn fékk að fljóta, mikið skorað og harka. Skemmtileg spil og gott fyrir áhorfendur, það er alltaf gaman að koma á Ásvelli og horfa á leiki hér,” sagði sáttur Heimir Óli eftir leik.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti