Samskip neita vitneskju um starfsfólk án atvinnuleyfis Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2018 19:05 Erlendur starfsmaður starfsmannaleigu sagðist hafa unnið með hælisleitendum á athafnasvæði Samskipa í fyrra. Þeir hafi unnið fyrir þúsund krónur á tímann. Vísir/Stefán Forsvarsmenn Samskipa hafna því að þeir hafi haft vitneskju um að starfsmannaleiga sem fyrirtækið átti í viðskiptum við í fyrra hafi nýtt sér starfsfólk sem hafði ekki atvinnuleyfi á Íslandi. Fyrirtækið segir að verklagi þess hafi verið breytt frá því í fyrra. Fullyrt var að brotið væri á þúsundum erlenda verkamanna sem starfa á íslenskum vinnumarkaði í fréttaskýringarþættinum Kveik á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Einn viðmælandi þáttarins sem starfaði fyrir starfsmannaleigur, þar á meðal Staff.is, staðhæfði að hælisleitendur hafi unnið ólöglega á athafnasvæði Samskipa. Sagðist hann viss um að stjórnendur Samskipa hafi vitað af stöðu starfsmannanna. Vitnað var í skriflegt svar Samskipa í þættinum. Fyrirtækið sagðist ekki hafa upplýsingar um að hælisleitendur hefðu starfað á athafnasvæði þess og að það hefði enga ástæðu til að ætla það. „Við eigum hins vegar enga lista yfir nöfn þeirra starfsmanna sem komu frá umræddri starfsmannaleigu,“ sagði í svari Samskipa. Eigandi Staff.is neitaði því að hafa nýtt sér vinnuafl hælisleitenda eða fólks án gildra atvinnuleyfa eða að hafa greitt laun undir kjarasamningum.Segjast ekki geta sannreynt fullyrðingarnar Samskip sendu frá sér árettingu undir kvöld þar sem kom fram að verkalagi hafi verið breytt frá því í fyrra. Fyrirtækið hafi ekki tök á að sannreyna fullyrðingar í þættinum um að starfsmannaleigan hafi nýtt sér starfskrafta fólks sem hafði ekki atvinnuleyfi hér á landi. „Samskip og stjórnendur fyrirtækisins hafna því alfarið að hafa haft vitneskju um slíkt athæfi,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi hætt viðskiptum við Staff.is í fyrra. Komi í ljós brotalamir á starfsemi starfsmannaleiga sem Samskip hafa átt í viðskiptum við verði þau mál könnuð og á þeim tekið með viðeigandi hætti til samræmis við keðjuábyrgð fyrirtækisins. Samskip segjast leggja áherslu á að ekki sé gert upp á milli starfsmanna eftir kyni eða þjóðerni og að starfsmaður sem ráðinn er með aðstoð starfsmannaleigu njóti sömu kjara og þeir sem kynnu að vera ráðnir eftir öðrum leiðum. Brjóti starfsmannaleiga á réttindum starfsmanna eða önnur lög og reglur þá jafngildi það broti á samningum við Samskip og þeim sé þá rift. „Samskip hafa nýtt sér þjónustu starfsmannaleiga vegna tímabundinna verkefna á álagstímum í starfseminni. Samskip leggja sig fram um að vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður. Það segir sína sögu að fjölmörg dæmi eru um að starfsfólk sem fyrst hefur komið til starfa í gegn um starfsmannaleigu hafi síðar fengið fulla ráðningu hjá fyrirtækinu,“ segir í yfirlýsingunni. Hælisleitendur Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
Forsvarsmenn Samskipa hafna því að þeir hafi haft vitneskju um að starfsmannaleiga sem fyrirtækið átti í viðskiptum við í fyrra hafi nýtt sér starfsfólk sem hafði ekki atvinnuleyfi á Íslandi. Fyrirtækið segir að verklagi þess hafi verið breytt frá því í fyrra. Fullyrt var að brotið væri á þúsundum erlenda verkamanna sem starfa á íslenskum vinnumarkaði í fréttaskýringarþættinum Kveik á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Einn viðmælandi þáttarins sem starfaði fyrir starfsmannaleigur, þar á meðal Staff.is, staðhæfði að hælisleitendur hafi unnið ólöglega á athafnasvæði Samskipa. Sagðist hann viss um að stjórnendur Samskipa hafi vitað af stöðu starfsmannanna. Vitnað var í skriflegt svar Samskipa í þættinum. Fyrirtækið sagðist ekki hafa upplýsingar um að hælisleitendur hefðu starfað á athafnasvæði þess og að það hefði enga ástæðu til að ætla það. „Við eigum hins vegar enga lista yfir nöfn þeirra starfsmanna sem komu frá umræddri starfsmannaleigu,“ sagði í svari Samskipa. Eigandi Staff.is neitaði því að hafa nýtt sér vinnuafl hælisleitenda eða fólks án gildra atvinnuleyfa eða að hafa greitt laun undir kjarasamningum.Segjast ekki geta sannreynt fullyrðingarnar Samskip sendu frá sér árettingu undir kvöld þar sem kom fram að verkalagi hafi verið breytt frá því í fyrra. Fyrirtækið hafi ekki tök á að sannreyna fullyrðingar í þættinum um að starfsmannaleigan hafi nýtt sér starfskrafta fólks sem hafði ekki atvinnuleyfi hér á landi. „Samskip og stjórnendur fyrirtækisins hafna því alfarið að hafa haft vitneskju um slíkt athæfi,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi hætt viðskiptum við Staff.is í fyrra. Komi í ljós brotalamir á starfsemi starfsmannaleiga sem Samskip hafa átt í viðskiptum við verði þau mál könnuð og á þeim tekið með viðeigandi hætti til samræmis við keðjuábyrgð fyrirtækisins. Samskip segjast leggja áherslu á að ekki sé gert upp á milli starfsmanna eftir kyni eða þjóðerni og að starfsmaður sem ráðinn er með aðstoð starfsmannaleigu njóti sömu kjara og þeir sem kynnu að vera ráðnir eftir öðrum leiðum. Brjóti starfsmannaleiga á réttindum starfsmanna eða önnur lög og reglur þá jafngildi það broti á samningum við Samskip og þeim sé þá rift. „Samskip hafa nýtt sér þjónustu starfsmannaleiga vegna tímabundinna verkefna á álagstímum í starfseminni. Samskip leggja sig fram um að vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður. Það segir sína sögu að fjölmörg dæmi eru um að starfsfólk sem fyrst hefur komið til starfa í gegn um starfsmannaleigu hafi síðar fengið fulla ráðningu hjá fyrirtækinu,“ segir í yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22
Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30
Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30