Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2018 16:30 Sana Shah segir að hann hafi á endanum verið sendur í frí til Pakistan en sagt upp á meðan dvöl hans ytra stóð. RÚV Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verið fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu.Í umfjöllun Kveiks í gærkvöldi var saga Pakistanans Sana Shah rakin sem starfaði hjá Northstar Apartments á Snæfellsnesi. Karl Steinar segir skýrslutökur hafa hafist í málinu í ágúst en áður hafi það flakkað á milli deilda lögreglu, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Eigendur Northstar Apartments, einnig þekkt sem Welcome Hotels, sögðu í yfirlýsingu síðdegis rangt sem fram kom í umfjöllun Kveiks í gærkvöldi að lögreglurannsókn stæði yfir.Svör forsvarsmanna Northern Apartments/Welcome Hotels sem Kveikur birti í þætti sínum í gær.Svöruðu engum spurningum Kveiks Shah sagði farir sínar ekki sléttar. Shah fullyrðir að fyrirtækið hafi krafið hann um að reiða fram fé fyrir atvinnuleyfi, tæplega milljón krónur, sem á endanum hafi verið dregið af launum hans mánaðarlega. Þessu hafnar fyrirtækið og segir Shah hafa sýnt af sér ógnandi framkomu. Sana Shah neitaði fyrir það í þættinum í gærkvöldi. Þá eru forsvarsmenn Northstar Apartments, þau Aðalsteinn Gíslason, Stefán Aðalsteinsson og Lina Aðalsteinsson, ósátt við umfjöllunina og segja að ekki hafi verði leitað hinnar hliðarinnar í umfjöllun Kveiks. Þessu hafna Kveiksliðar. Í umfjöllun Kveiks í gærkvöldi kom fram að eigendur hótelkeðjunnar neituðu því að hafa krafið Shah um greiðslur vegna atvinnu- og dvalarleyfa. Þau gáfu engar skýringar á gögnum sem bentu til hins gagnstæða. „Um aðrar lýsingar Sana á vinnuaðstæðum og kjörum auk frásagna af hótunum og ofbeldi, báru eigendurnir við lögreglurannsókn og neituðu að svara frekari spurningum um málið.“ Í yfirlýsingu frá Kveik sem birtist á Facebook nú á fimmta tímanum segjast blaðamenn Kveiks síðasta hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör við ýmsum spurningum. Síðast hafi verið send fyrirspurn í tölvupósti í síðustu viku sem Lina Aðalsteinsson hafi svarað. Fyrirspurn Kveiks til Northstar ApartmentsSæl Lina,Eins og ég sagði þér stendur til að fjalla um málefni sem tengjast þér og fyrirtæki ykkar hjónanna næstkomandi þriðjudag í Kveik. Mig langar því að fá viðbrögð þín við nokkrum atriðum sem þar koma fram:-Í samtali við okkur áðan neitaðirðu þú því að hafa tekið við peningum frá Sana Shah. Gögn um millifærslu fjármuna frá honum til þín, auk tölvusamskipta milli ykkar tveggja, benda hins vegar til annars. Hvernig útskýrirðu það?-Hann staðhæfir og vísar meðal annars í samtöl ykkar á milli á netinu, að þú hafir tekið við hátt í einni og hálfri milljón króna frá honum, að sögn til þess að greiða fyrir atvinnu- og dvalarleyfi hans og þriggja annarra. Þú hafir sagt honum að peningana þyrftirðu meðal annars til að greiða starfsmanni Útlendingastofnunar til að flýta fyrir afgreiðslu leyfanna. Hann hafi ýmist greitt þér fyrir með því að endurgreiða hluta launa sinna til þín eða með fjármunum frá mönnunum sem átt hafi að koma hingað í vinnu. Hvers vegna voru þessar greiðslur?Hvers vegna tókstu við þeim ef aldrei stóð til að fá hingað þessa menn?-Um vinnu sína hjá Welcome apartments/hótelunum segir hann að honum hafi aldrei verið greitt fyrir yfirvinnu umfram 8 tíma vinnu, jafnvel þó hann hafi unnið yfirvinnu. Meðal annars við keyrslu vista milli hótela fyritækisins og við frágang og fleira á hótelunum. Að þú og/eða eiginmaður þinn hafi stimplað starfsmenn út eftir að dagvinnutíma lauk, jafnvel þó starfsmenn væru enn við vinnu. Kannastu við þessa lýsingu? Hvers vegna var þetta gert?-Sana hefur lýst því fyrir okkur og lögreglu, sem meðal annars hefur sagst hafa vitni að atburðinum, að eiginmaður þinn hafi veist að Sana með ofbeldi fyrir utan verslun Costco nýverið og meðal annars hent í hann innkaupakerru. Hann vísar meðal annars til áverka á hendi og fæti vegna þess. Varst þú vitni að umræddu atviki? Hvað gerðist? Veistu til þess að eiginmaður þinn hafi haft í hótunum við Sana?-Eftir að lögregla kallaði þig og eiginmann þinn til skýrslutöku vegna kæru Sana á dögunum, er okkur tjáð að þú hafir mætt á vinnustað hans og sett þig í samband við hann með það fyrir augum að fá hann til að draga til baka kæru á hendur ykkur hjónum. Hvers vegna gerðirðu það?KveðjaHelgi SeljanFréttamaður – KveikurAð auki hefur fulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfest að í gangi sé rannsókn vegna kæru á hendur forsvarsmönnum Northstar Apartments. Um það verður ekki deilt. Enda sagði Lina Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri að þið kysuð að tjá ykkur ekki því lögreglurannsókn væri í gangi og vísað á lögmann:Hi afturÞú getur rætt þessi mál við lögmann okkar hjónanna, Jón Ögmundsson hrl. Við munum ekki tjá okkur frekar.TakkMbkv,LinaBest regards,Lina AdalsteinssonWelcome Hotels IcelandGeneral Manager Lögreglumál Tengdar fréttir Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verið fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu.Í umfjöllun Kveiks í gærkvöldi var saga Pakistanans Sana Shah rakin sem starfaði hjá Northstar Apartments á Snæfellsnesi. Karl Steinar segir skýrslutökur hafa hafist í málinu í ágúst en áður hafi það flakkað á milli deilda lögreglu, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Eigendur Northstar Apartments, einnig þekkt sem Welcome Hotels, sögðu í yfirlýsingu síðdegis rangt sem fram kom í umfjöllun Kveiks í gærkvöldi að lögreglurannsókn stæði yfir.Svör forsvarsmanna Northern Apartments/Welcome Hotels sem Kveikur birti í þætti sínum í gær.Svöruðu engum spurningum Kveiks Shah sagði farir sínar ekki sléttar. Shah fullyrðir að fyrirtækið hafi krafið hann um að reiða fram fé fyrir atvinnuleyfi, tæplega milljón krónur, sem á endanum hafi verið dregið af launum hans mánaðarlega. Þessu hafnar fyrirtækið og segir Shah hafa sýnt af sér ógnandi framkomu. Sana Shah neitaði fyrir það í þættinum í gærkvöldi. Þá eru forsvarsmenn Northstar Apartments, þau Aðalsteinn Gíslason, Stefán Aðalsteinsson og Lina Aðalsteinsson, ósátt við umfjöllunina og segja að ekki hafi verði leitað hinnar hliðarinnar í umfjöllun Kveiks. Þessu hafna Kveiksliðar. Í umfjöllun Kveiks í gærkvöldi kom fram að eigendur hótelkeðjunnar neituðu því að hafa krafið Shah um greiðslur vegna atvinnu- og dvalarleyfa. Þau gáfu engar skýringar á gögnum sem bentu til hins gagnstæða. „Um aðrar lýsingar Sana á vinnuaðstæðum og kjörum auk frásagna af hótunum og ofbeldi, báru eigendurnir við lögreglurannsókn og neituðu að svara frekari spurningum um málið.“ Í yfirlýsingu frá Kveik sem birtist á Facebook nú á fimmta tímanum segjast blaðamenn Kveiks síðasta hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör við ýmsum spurningum. Síðast hafi verið send fyrirspurn í tölvupósti í síðustu viku sem Lina Aðalsteinsson hafi svarað. Fyrirspurn Kveiks til Northstar ApartmentsSæl Lina,Eins og ég sagði þér stendur til að fjalla um málefni sem tengjast þér og fyrirtæki ykkar hjónanna næstkomandi þriðjudag í Kveik. Mig langar því að fá viðbrögð þín við nokkrum atriðum sem þar koma fram:-Í samtali við okkur áðan neitaðirðu þú því að hafa tekið við peningum frá Sana Shah. Gögn um millifærslu fjármuna frá honum til þín, auk tölvusamskipta milli ykkar tveggja, benda hins vegar til annars. Hvernig útskýrirðu það?-Hann staðhæfir og vísar meðal annars í samtöl ykkar á milli á netinu, að þú hafir tekið við hátt í einni og hálfri milljón króna frá honum, að sögn til þess að greiða fyrir atvinnu- og dvalarleyfi hans og þriggja annarra. Þú hafir sagt honum að peningana þyrftirðu meðal annars til að greiða starfsmanni Útlendingastofnunar til að flýta fyrir afgreiðslu leyfanna. Hann hafi ýmist greitt þér fyrir með því að endurgreiða hluta launa sinna til þín eða með fjármunum frá mönnunum sem átt hafi að koma hingað í vinnu. Hvers vegna voru þessar greiðslur?Hvers vegna tókstu við þeim ef aldrei stóð til að fá hingað þessa menn?-Um vinnu sína hjá Welcome apartments/hótelunum segir hann að honum hafi aldrei verið greitt fyrir yfirvinnu umfram 8 tíma vinnu, jafnvel þó hann hafi unnið yfirvinnu. Meðal annars við keyrslu vista milli hótela fyritækisins og við frágang og fleira á hótelunum. Að þú og/eða eiginmaður þinn hafi stimplað starfsmenn út eftir að dagvinnutíma lauk, jafnvel þó starfsmenn væru enn við vinnu. Kannastu við þessa lýsingu? Hvers vegna var þetta gert?-Sana hefur lýst því fyrir okkur og lögreglu, sem meðal annars hefur sagst hafa vitni að atburðinum, að eiginmaður þinn hafi veist að Sana með ofbeldi fyrir utan verslun Costco nýverið og meðal annars hent í hann innkaupakerru. Hann vísar meðal annars til áverka á hendi og fæti vegna þess. Varst þú vitni að umræddu atviki? Hvað gerðist? Veistu til þess að eiginmaður þinn hafi haft í hótunum við Sana?-Eftir að lögregla kallaði þig og eiginmann þinn til skýrslutöku vegna kæru Sana á dögunum, er okkur tjáð að þú hafir mætt á vinnustað hans og sett þig í samband við hann með það fyrir augum að fá hann til að draga til baka kæru á hendur ykkur hjónum. Hvers vegna gerðirðu það?KveðjaHelgi SeljanFréttamaður – KveikurAð auki hefur fulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfest að í gangi sé rannsókn vegna kæru á hendur forsvarsmönnum Northstar Apartments. Um það verður ekki deilt. Enda sagði Lina Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri að þið kysuð að tjá ykkur ekki því lögreglurannsókn væri í gangi og vísað á lögmann:Hi afturÞú getur rætt þessi mál við lögmann okkar hjónanna, Jón Ögmundsson hrl. Við munum ekki tjá okkur frekar.TakkMbkv,LinaBest regards,Lina AdalsteinssonWelcome Hotels IcelandGeneral Manager
Lögreglumál Tengdar fréttir Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent