Innlent

Reykræsta togskipið Frosta ÞH229

Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Svo virðist sem búið sé að slökkva eld í togskipinu Frosta ÞH 229 en slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að því að reykræsta skipið.
Svo virðist sem búið sé að slökkva eld í togskipinu Frosta ÞH 229 en slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að því að reykræsta skipið. Landhelgisgæslan
Svo virðist sem búið sé að slökkva eld í togskipinu Frosta ÞH 229 en slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að því að reykræsta skipið.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er skipið enn með veiðarfærin úti og hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvert skipið verður dregið til hafnar.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 15:18 neyðarkall um að eldur væri laus í vélarrúmi skipsins. Landhelgisgæslan sendi út þyrlurnar TF-GNÁ og TF-SÝN og varðskipið Tý í verkefnið. TF-GNÁ sótti skipverja sem hafði hlotið reykeitrun og TF-SÝN flutti fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvang.

Tólf skipverjar voru um borð í skipinu þegar eldurinn kom upp en aðeins einn hlaut reykeitrun. Þegar eldurinn kom upp var skipið norðvestur af Straumnesi á Hornströndum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×