Páll Winkel segir enga þrælasölu stundaða á Kvíabryggju Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2018 14:31 Páll Winkel segir fangelsismálastofnun ekki græða á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu. Vísir/Anton Brink Páll Winkel fangelsismálastjóri hafnar því alfarið, spurður, að hann sé að reka þrælasölu og undirboð á vinnumarkaði. „Nei ég er ekki að því. Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa. Er þar helst um að ræða vinnu sem erfitt hefur verið að manna. Við erum meðvituð um að taka ekki vinnu af iðnaðarmönnum á svæðinu,“ segir Páll í samtali við Vísi.Verið að fara yfir málið innan vébanda fangelsismálastofnunarASÍ sendi frá sér í morgun yfirlýsingu þar sem því er lýst að fangar á Kvíabryggju vinni störf utan fangelsisins og þar sé um að ræða bæði undirboð á vinnumarkaði, sem eru lögum samkvæmt bönnuð auk þess sem brotin eru réttindi á föngum svo sem eru þeir ótryggðir og njóta ekki lífeyrisréttinda vegna vinnu sinnar. Í tilkynningu ASÍ kemur fram að útseld vinna leggi sig á 800 krónur á tímann en þar af fái fangarnir helming.Eru þetta þá ýkjur einar hjá ASÍ?„Yfirlýsing ASÍ er ekki vitleysa og mögulegt er að mitt fólk hafi samþykkt verkefni sem iðnaðarmenn hafa hugsanlega fengist til að vinna á einhverjum tímapunkti. Við munum tryggja að það gerist ekki aftur, hafi svo verið,“ segir Páll. Hann bætir því við að ekki sé mikið um slíka vinnu.Frá Kvíabryggju. Fangelsismálastjóri segir engan þar neyddan til að vinna og reyndar gangi þeir þar í vinnu sem engan veginn gengur að manna.visir/pjetur„Og sem stendur erum við ekki með nein slík verkefni. Ég mun fara ítarlega yfir með mínum fólki að taka ekki vinnu sem aðrir sækjast eftir. Við höfum tekið þátt í ýmsum verkefnum. Í dæmaskyni má nefna björgun uppskeru fyrir næturfrost og annað í þeim dúr. Þá er verið að bjarga verðmætum og erfitt hefur reynst að fá mannskap með litlum fyrirvara.“Enginn þvingaður í vinnuEn, hvernig kemst ASÍ þá að þeirri niðurstöðu að um lögbrot sé að ræða ef þetta er samkvæmt gjaldskrá sem Sigríður A Andersen dómsmálaráðherra gefur út?„Það er rétt að þeir skýri það.“ Páll segir engan fanga þvingaðan til vinnu og þeir geti fengið dagpeninga án vinnuframlags vilji þeir eða geti þeir ekki unnið. „Þá er mikilvægt að taka eitt atriði skýrt fram en Fangelsismálastofnun græðir ekki á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu en þá værum við jafnframt að varpa fyrir róða mikilvægum þætti í betrun fanga.“ Fangelsismál Kjaramál Tengdar fréttir Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri hafnar því alfarið, spurður, að hann sé að reka þrælasölu og undirboð á vinnumarkaði. „Nei ég er ekki að því. Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa. Er þar helst um að ræða vinnu sem erfitt hefur verið að manna. Við erum meðvituð um að taka ekki vinnu af iðnaðarmönnum á svæðinu,“ segir Páll í samtali við Vísi.Verið að fara yfir málið innan vébanda fangelsismálastofnunarASÍ sendi frá sér í morgun yfirlýsingu þar sem því er lýst að fangar á Kvíabryggju vinni störf utan fangelsisins og þar sé um að ræða bæði undirboð á vinnumarkaði, sem eru lögum samkvæmt bönnuð auk þess sem brotin eru réttindi á föngum svo sem eru þeir ótryggðir og njóta ekki lífeyrisréttinda vegna vinnu sinnar. Í tilkynningu ASÍ kemur fram að útseld vinna leggi sig á 800 krónur á tímann en þar af fái fangarnir helming.Eru þetta þá ýkjur einar hjá ASÍ?„Yfirlýsing ASÍ er ekki vitleysa og mögulegt er að mitt fólk hafi samþykkt verkefni sem iðnaðarmenn hafa hugsanlega fengist til að vinna á einhverjum tímapunkti. Við munum tryggja að það gerist ekki aftur, hafi svo verið,“ segir Páll. Hann bætir því við að ekki sé mikið um slíka vinnu.Frá Kvíabryggju. Fangelsismálastjóri segir engan þar neyddan til að vinna og reyndar gangi þeir þar í vinnu sem engan veginn gengur að manna.visir/pjetur„Og sem stendur erum við ekki með nein slík verkefni. Ég mun fara ítarlega yfir með mínum fólki að taka ekki vinnu sem aðrir sækjast eftir. Við höfum tekið þátt í ýmsum verkefnum. Í dæmaskyni má nefna björgun uppskeru fyrir næturfrost og annað í þeim dúr. Þá er verið að bjarga verðmætum og erfitt hefur reynst að fá mannskap með litlum fyrirvara.“Enginn þvingaður í vinnuEn, hvernig kemst ASÍ þá að þeirri niðurstöðu að um lögbrot sé að ræða ef þetta er samkvæmt gjaldskrá sem Sigríður A Andersen dómsmálaráðherra gefur út?„Það er rétt að þeir skýri það.“ Páll segir engan fanga þvingaðan til vinnu og þeir geti fengið dagpeninga án vinnuframlags vilji þeir eða geti þeir ekki unnið. „Þá er mikilvægt að taka eitt atriði skýrt fram en Fangelsismálastofnun græðir ekki á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu en þá værum við jafnframt að varpa fyrir róða mikilvægum þætti í betrun fanga.“
Fangelsismál Kjaramál Tengdar fréttir Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34