Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 20-24 | Sterkur sigur Gróttu í Safamýri Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 21. október 2018 19:30 Hart var barist í dag. vísir/daníel Grótta náði í mikilvægan sigur í Olís-deild karla í kvöld með 24-20 sigri á Fram í Safamýrinni. Fram voru betri í fyrri hálfleik en Grótta setti í fluggírinn í seinni hálfleik og unnu leikinn. Liðin voru bæði lengi í gang sóknarlega en Andri Þór Helgason vinstri hornamaður Fram skoraði fyrsta mark leiksins eftir 5 mínútna leiktíma. Fyrri hálfleikur einkenndist af töpuðum boltum og klaufalegum sóknarleik. Svavar Kári Grétarsson var sprækasti leikmaður Fram sóknarlega í fyrri hálfleik með 3 mörk úr fjórum skotum. Á 18. mínútu fékk Hannes Grimm leikmaður Gróttu rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Svavar Kára Grétarssyni leikmanni Fram. Alls fengu Grótta þrisvar sinnum leikmenn rekna útaf í fyrri hálfleik en Framarar enga. Framarar náðu að spila mjög góða vörn í fyrri hálfleik án þess að brjóta. Fram var yfir 10-7 í hálfleik. Gróttumenn komu betur stemmdir inn í seinni hálfleik og voru einungis þrjár mínútur að jafna metin. Valdimar Sigurðsson kom Fram yfir í næstu sókn en það náði engan veginn að stoppa blæðinguna þar sem Grótta hætti bara ekki að skora á meðan Fram áttu gríðarlega erfitt með að skora. Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Fram tók ekki leikhlé fyrr en í stöðunni 12-15 fyrir Gróttu en það hafði lítil áhrif. Framarar sáu aldrei aftur til sólar og Gróttumenn sigldu sigrinum þægilega í höfn.Gróttumenn fagna sigrinum vel.vísir/daníelAfhverju vann Grótta? Grótta spilaði bara geggjaðan handbolta bæði í vörn og sókn í seinni hálfleik á meðan Fram gerðu það alls ekki. Gróttumenn komu sér í betri færi, kláruðu brotin sín og sýndu miklu meiri baráttu.Hverjir stóðu upp úr? Leonharð Harðarson leikmaður Gróttu átti erfitt í fyrri hálfleik en fann sig vel í seinni hálfleik, sérstaklega þegar Grótta komst yfir en þá skoraði hann nánast öll sín mörk og lagði líka upp nokkur mörk. Árni Benedikt Árnason og Gróttu vörnin var flott í seinni hálfleik þegar Fram nær lítið af góðum færum. Alexander Jón Másson vinstri hornamaður Gróttu gerði vel í að koma sér í hraðaupphlaup og var 2/3 úr horninu í dag auk þess að berjast vel í vörn. Hvað gekk illa? Bara eiginlega allt hjá Fram í seinni hálfleik. Vörnin slæm, lítið um varða bolta og lélegar sóknir trekk í trekk. Hvað gerist næst? Nú tekur við tveggja vikna landsleikja hlé sem liðin munu nýta vel í að undirbúa sig fyrir næstu leiki.Guðmundur Helgi var ósáttur með sína menn í kvöld.vísir/daníelGuðmundur Helgi: Hvað fór ekki úrskeiðis? Hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik? „Hvað fór ekki úrskeiðis? Eiginlega bara allt, eins góðir og við vorum í fyrri þar sem við spilum frábæra vörn þá hættum við því og Gróttan bara valtaði yfir okkur í seinni það er bara þannig.” „Eins og ég sagði, menn voru bara gjörsamlega ótilbúnir í seinni hálfleik frá A til Ö. Við breytum engu en það er bara svona þegar menn hætta að spila handbolta þá gerist svona. Við fáum á okkur sautján mörk í einum hálfleik,” sagði Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Fram aðspurður um hvað hans lið gerði illa varnarlega í seinni hálfleik. „Það verður bara að halda áfram og kveikja í liðinu fyrir næsta leik bara, það er bara fínt að fá landsleikjahlé núna í sjálfu sér. Fá Lalla jafnvel inn aftur og bara halda áfram,” sagði Guðmundur um landsleikjahléð sem byrjar núna.Einar: Erum með svo marga landsliðsmenn að ég veit það ekki Eftir slakan fyrri hálfleik komu Gróttumenn mjög vel stemmdir inn í seinni hálfleik og unnu upp þriggja marka forystu heimamanna á þremur mínútum. Einar Jónsson þjálfari Gróttu segist ekki hafa verið æstur í hálfleik. „Ótrúlegt en satt þá var ég bara tiltölulega rólegur, þrátt fyrir arfa slakan fyrri hálfleik. Ég þarf eiginlega bara að þakka Björgvini mínum trygga aðstoðarmanni fyrir það því hann snéri mig hérna niður í hálfleik og við róuðum okkar bara aðeins niður í hálfleik." „Við vorum sammála um það að við vorum bara búnir að vera lélegir og fórum að spila meira eftir okkar gildum og prinsippi. Það er bæði vörn og sókn, við vorum held ég bara helvíti góðir í seinni hálfleik.” „Við vorum í vandræðum sóknarlega í fyrri hálfleik eins og þú segir en þegar við vorum að skila okkur í færi þá var Viktor að verja mjög góða bolta frá okkur eða við að klikka en hann er frábær markmaður en við leystum það betur í seinni hálfleik líka. Þetta var bara svart og hvítt, hálfleikarnir,” sagði Einar aðspurður um skotval sinna minna í fyrri hálfleik. Landsleikjahlé á leiðinni, hvernig ætlið þið að nýta landsleikjahléð? „Við erum með svo marga landsliðsmenn þannig að ég veit ekki hvernig við eigum að nýta þetta en ég veit það ekki." „Það er frí á morgun en síðan man ég ekki hvernig prógrammið er. Ég get sent ykkur það og þá sjáið þið bara hvernig það er en ég man það ekki.” Olís-deild karla
Grótta náði í mikilvægan sigur í Olís-deild karla í kvöld með 24-20 sigri á Fram í Safamýrinni. Fram voru betri í fyrri hálfleik en Grótta setti í fluggírinn í seinni hálfleik og unnu leikinn. Liðin voru bæði lengi í gang sóknarlega en Andri Þór Helgason vinstri hornamaður Fram skoraði fyrsta mark leiksins eftir 5 mínútna leiktíma. Fyrri hálfleikur einkenndist af töpuðum boltum og klaufalegum sóknarleik. Svavar Kári Grétarsson var sprækasti leikmaður Fram sóknarlega í fyrri hálfleik með 3 mörk úr fjórum skotum. Á 18. mínútu fékk Hannes Grimm leikmaður Gróttu rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Svavar Kára Grétarssyni leikmanni Fram. Alls fengu Grótta þrisvar sinnum leikmenn rekna útaf í fyrri hálfleik en Framarar enga. Framarar náðu að spila mjög góða vörn í fyrri hálfleik án þess að brjóta. Fram var yfir 10-7 í hálfleik. Gróttumenn komu betur stemmdir inn í seinni hálfleik og voru einungis þrjár mínútur að jafna metin. Valdimar Sigurðsson kom Fram yfir í næstu sókn en það náði engan veginn að stoppa blæðinguna þar sem Grótta hætti bara ekki að skora á meðan Fram áttu gríðarlega erfitt með að skora. Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Fram tók ekki leikhlé fyrr en í stöðunni 12-15 fyrir Gróttu en það hafði lítil áhrif. Framarar sáu aldrei aftur til sólar og Gróttumenn sigldu sigrinum þægilega í höfn.Gróttumenn fagna sigrinum vel.vísir/daníelAfhverju vann Grótta? Grótta spilaði bara geggjaðan handbolta bæði í vörn og sókn í seinni hálfleik á meðan Fram gerðu það alls ekki. Gróttumenn komu sér í betri færi, kláruðu brotin sín og sýndu miklu meiri baráttu.Hverjir stóðu upp úr? Leonharð Harðarson leikmaður Gróttu átti erfitt í fyrri hálfleik en fann sig vel í seinni hálfleik, sérstaklega þegar Grótta komst yfir en þá skoraði hann nánast öll sín mörk og lagði líka upp nokkur mörk. Árni Benedikt Árnason og Gróttu vörnin var flott í seinni hálfleik þegar Fram nær lítið af góðum færum. Alexander Jón Másson vinstri hornamaður Gróttu gerði vel í að koma sér í hraðaupphlaup og var 2/3 úr horninu í dag auk þess að berjast vel í vörn. Hvað gekk illa? Bara eiginlega allt hjá Fram í seinni hálfleik. Vörnin slæm, lítið um varða bolta og lélegar sóknir trekk í trekk. Hvað gerist næst? Nú tekur við tveggja vikna landsleikja hlé sem liðin munu nýta vel í að undirbúa sig fyrir næstu leiki.Guðmundur Helgi var ósáttur með sína menn í kvöld.vísir/daníelGuðmundur Helgi: Hvað fór ekki úrskeiðis? Hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik? „Hvað fór ekki úrskeiðis? Eiginlega bara allt, eins góðir og við vorum í fyrri þar sem við spilum frábæra vörn þá hættum við því og Gróttan bara valtaði yfir okkur í seinni það er bara þannig.” „Eins og ég sagði, menn voru bara gjörsamlega ótilbúnir í seinni hálfleik frá A til Ö. Við breytum engu en það er bara svona þegar menn hætta að spila handbolta þá gerist svona. Við fáum á okkur sautján mörk í einum hálfleik,” sagði Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Fram aðspurður um hvað hans lið gerði illa varnarlega í seinni hálfleik. „Það verður bara að halda áfram og kveikja í liðinu fyrir næsta leik bara, það er bara fínt að fá landsleikjahlé núna í sjálfu sér. Fá Lalla jafnvel inn aftur og bara halda áfram,” sagði Guðmundur um landsleikjahléð sem byrjar núna.Einar: Erum með svo marga landsliðsmenn að ég veit það ekki Eftir slakan fyrri hálfleik komu Gróttumenn mjög vel stemmdir inn í seinni hálfleik og unnu upp þriggja marka forystu heimamanna á þremur mínútum. Einar Jónsson þjálfari Gróttu segist ekki hafa verið æstur í hálfleik. „Ótrúlegt en satt þá var ég bara tiltölulega rólegur, þrátt fyrir arfa slakan fyrri hálfleik. Ég þarf eiginlega bara að þakka Björgvini mínum trygga aðstoðarmanni fyrir það því hann snéri mig hérna niður í hálfleik og við róuðum okkar bara aðeins niður í hálfleik." „Við vorum sammála um það að við vorum bara búnir að vera lélegir og fórum að spila meira eftir okkar gildum og prinsippi. Það er bæði vörn og sókn, við vorum held ég bara helvíti góðir í seinni hálfleik.” „Við vorum í vandræðum sóknarlega í fyrri hálfleik eins og þú segir en þegar við vorum að skila okkur í færi þá var Viktor að verja mjög góða bolta frá okkur eða við að klikka en hann er frábær markmaður en við leystum það betur í seinni hálfleik líka. Þetta var bara svart og hvítt, hálfleikarnir,” sagði Einar aðspurður um skotval sinna minna í fyrri hálfleik. Landsleikjahlé á leiðinni, hvernig ætlið þið að nýta landsleikjahléð? „Við erum með svo marga landsliðsmenn þannig að ég veit ekki hvernig við eigum að nýta þetta en ég veit það ekki." „Það er frí á morgun en síðan man ég ekki hvernig prógrammið er. Ég get sent ykkur það og þá sjáið þið bara hvernig það er en ég man það ekki.”
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti