Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍBV 22-29 | Auðvelt hjá ÍBV fyrir norðan Jón Ágúst Eyjólfsson í Höllinni skrifar 21. október 2018 18:30 vísir/daníel Það var boðið upp á ansi fjörugan og kaflaskiptan leik í Íþróttahöllinni á Akureyri þegar heimamenn í Akureyri tóku á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum ÍBV fyrr í dag. Fór svo að gestirnir unnu sjö marka sigur, 22 – 29, en framan mátti alveg eins búast við sigri heimamanna. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og hófu leikinn á því að stela tveimur boltum og skora í kjölfarið tvö auðveld mörk. Framan af fyrri hálfleik leiddu gestirnir með allt að þremur mörkum en um miðbik hálfleiksins vöknuðu Akureyringar til lífsins og unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu í 7 – 7 og komust svo yfir í kjölfarið. Eyjamenn héldu þó dampi og fóru inn í hálfleikinn með þriggja marka forskot, 13 – 16. Akureyringar hófu síðari hálfleikinn mun betur en Eyjamenn og eftir fimm mínútna leik höfðu þeir náð tveggja marka forystu, 18 – 16. Næstu mínútur voru hnífjafnar og skiptust liðin á að leiða. Þegar níu mínútur lifðu leiks leiddu Eyjamenn með einu marki, 22 – 23, en þá fór furðulegur kafli í gang og ekkert gekk hjá Akureyringum. Eyjamenn skoruðu í kjölfarið mörk í öllum regnbogans litum og fór svo að leiknum lauk, eins og áður sagði, með sigri ÍBV 22 – 29.Afhverju vann ÍBV? Það verður að segjast að slök markvarsla heimaliðsins sé stór þáttur í sigri gestanna. Markverðir þeirra, þeir Marius og Arnar, vörðu samtals 7 bolta á 60 mínútum. Með örlítið betri markvörslu hefðu Akureyringar stungið gestina af og sennilega unnið leikinn. Því miður fyrir Akureyri fást ekki stig fyrir ef og hefði.Hverjir stóðu uppúr? Kolbeinn Aron Ingibargarson átti flottan leik í marki ÍBV og varði 20 skot með 47% markvörslu. Af útileikmönnunum bar Kári Kristján Kristjánsson höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum í dag. Skoraði 10 mörk, þar af fjögur úr vítum.Hvað gekk illa? Eins og áður sagði gekk lítið upp hjá markvörðum Akureyringa en einnig töpuðu bæði lið boltanum óþarflega oft og klaufalega.Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé en næsti leikur Akureyri er gegn Gróttu á Seltjarnarnesi þann 4. nóvember. ÍBV fær Valsmenn í heimsókn til Eyja degi síðar, þann 5. nóvember.Erlingur: Margt sem þarf að laga „Flottar lokatölur, 22 – 29, og við getum sagt að þetta hafi verið sterkur vinnusigur hjá okkur og ég er bara ánægður með sigurinn,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV eftir leik sinna manna á Akureyri fyrr í dag. Leikurinn var gríðarlega kaflaskiptur og leiddu Eyjamenn með þremur mörkum í hálfleik en glopra því strax niður í upphafi seinni hálfleiks. Aðspurður hvað hafi flogið í gegnum huga hans þegar hans lið missti niður forystuna sagði hann: „Svona fyrir það fyrsta þurftum við þá að reyna að gera einhverjar breytingar til að halda þeim frá okkur þannig að þeir kæmust ekki endanlega inn í leikinn.“ Erlingur sagði þá hafa breytt um varnarskipulag og horfið frá 5 – 1 vörninni og tekið upp 6 – 0 varnarleik. „Það gekk vel og Kolli (markvörður ÍBV) varði þarna mikilvæga bolta líka,“ sagði Erlingur. Eyjamenn hafa ekki byrjað tímabilið með neinni flugeldasýningu en Erlingur hefur engar áhyggjur af gengi sinna manna það sem af er móti. „Við vissum það alveg fyrir mót að við færum ekkert inn í deildina og myndum vinna alla leiki þannig að við erum ekkert áskrifendur af sigrum þó að okkur hafi gengið vel síðustu árin.“ Hann sagði menn einbeita sér að þróun liðsins og það mætti ekki horfa framhjá þeirri staðreynd að í liðinu væru nýjir leikmenn sem og nýjir þjálfarar og það tæki tíma að slípa liðið saman. Hann bætti því svo við: „Það er bara skemmtileg þessi krafa frá samfélaginu, það er bara besta mál en það eru allir niðri á jörðinni held ég.“ Erlingur sagði að deildin muni spilast þannig að flest liðin muni taka stig af hvert öðru á sínum heimavöllum en varðandi leik sinna manna í dag segir hann: „Það er margt sem þarf að laga og við ætlum að halda áfram að vinna í því“. Hann bætti því við að: „Varnarlega erum við ekki alveg búnir að ná taktinum í 5-1 vörninni en ætlum ekki að gefast upp á henni alveg strax. Að lokum sagði hann mikla vinnu vera framundan hjá sér og sínu teymi en að það sé engin svartsýnn á framhaldið í Eyjum.Sverre: Þurfum að fá betri markvörslu Sverre Andreas Jakobsson var að vonum súr eftir tap sinna manna gegn ÍBV á Akureyri í dag. Inntur eftir fyrstu viðbrögðum í kjölfar leiksins stóð ekki á svari. „Bara vonbrigði. Tíu mínútur eftir og jafnt og allt gaman. Þannig séð bara hörkuleikur og að labba svo út af með þetta sjö marka tap er bara virkilega fúlt.“ Liðsmenn Sverre komu af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og unnu upp þriggja marka forystu gestanna á fyrstu fimm mínútum hálfleiksins en lokakafli leiksins var afleitur af hálfu heimamanna en hvað fór úrskeiðis að mati þjálfarans? „Ég þarf bara að skoða það betur en eins og ég segi þá var þetta hörkuleikur í 50 mínútur. Jafnt á móti ÍBV, það er ekki hægt að kvarta undan því en síðustu 10 mínúturnar fóru bara með þetta, það varð bara hrun hjá okkur,“ sagði Sverre. Það var í raun ótrúlegt að Akureyri hafi haldið í við Eyjamenn jafnlengi og raun bar vitni ef litið er á markvörslu liðsins í leiknum sem var nánast engin, aðeins sjö varin skot. „Við þurfum að fá betri markvörslu, það er alveg ljóst. Við fáum ansi fáa bolta varða. Ekki nema tvo í fyrri hálfleik og þrjá, fjóra í seinni. Auðvitað þurfum við að fá meira þar.“ Sverre bætti því við að „hinu megin hafi hún (markvarslan) verið sterkari í þessum leik og hann er að taka ansi mikilvæga bolta frá okkur, sérstaklega á lokakaflanum. Það þarf auðvitað að vera jafnvægi í markvörlsunni til að ná þessum sigrum.“ „Við notum alltaf flestar vikur og æfingar til þess að vinna í einhverjum lausnum og ná framförum,“ sagði Sverre þegar hann var spurður að því hvort að landsleikjahléið yrði ekki vel nýtt. Hann bætti því svo við að hann hafi verið ánægður með leik sinna manna í 50 mínútur. „Eins og ég segi þá var held ég 22 – 23 og 10 mínútur eftir og maður var bjartsýnn á síðustu mínúturnar en við koxum bara því miður en við höldum okkar vinnu áfram og höfum fulla trú á þessu en þurfum aðeins meiri klókindi á ákveðnum auknablikum.“ sagði Sverre að lokum. Olís-deild karla
Það var boðið upp á ansi fjörugan og kaflaskiptan leik í Íþróttahöllinni á Akureyri þegar heimamenn í Akureyri tóku á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum ÍBV fyrr í dag. Fór svo að gestirnir unnu sjö marka sigur, 22 – 29, en framan mátti alveg eins búast við sigri heimamanna. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og hófu leikinn á því að stela tveimur boltum og skora í kjölfarið tvö auðveld mörk. Framan af fyrri hálfleik leiddu gestirnir með allt að þremur mörkum en um miðbik hálfleiksins vöknuðu Akureyringar til lífsins og unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu í 7 – 7 og komust svo yfir í kjölfarið. Eyjamenn héldu þó dampi og fóru inn í hálfleikinn með þriggja marka forskot, 13 – 16. Akureyringar hófu síðari hálfleikinn mun betur en Eyjamenn og eftir fimm mínútna leik höfðu þeir náð tveggja marka forystu, 18 – 16. Næstu mínútur voru hnífjafnar og skiptust liðin á að leiða. Þegar níu mínútur lifðu leiks leiddu Eyjamenn með einu marki, 22 – 23, en þá fór furðulegur kafli í gang og ekkert gekk hjá Akureyringum. Eyjamenn skoruðu í kjölfarið mörk í öllum regnbogans litum og fór svo að leiknum lauk, eins og áður sagði, með sigri ÍBV 22 – 29.Afhverju vann ÍBV? Það verður að segjast að slök markvarsla heimaliðsins sé stór þáttur í sigri gestanna. Markverðir þeirra, þeir Marius og Arnar, vörðu samtals 7 bolta á 60 mínútum. Með örlítið betri markvörslu hefðu Akureyringar stungið gestina af og sennilega unnið leikinn. Því miður fyrir Akureyri fást ekki stig fyrir ef og hefði.Hverjir stóðu uppúr? Kolbeinn Aron Ingibargarson átti flottan leik í marki ÍBV og varði 20 skot með 47% markvörslu. Af útileikmönnunum bar Kári Kristján Kristjánsson höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum í dag. Skoraði 10 mörk, þar af fjögur úr vítum.Hvað gekk illa? Eins og áður sagði gekk lítið upp hjá markvörðum Akureyringa en einnig töpuðu bæði lið boltanum óþarflega oft og klaufalega.Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé en næsti leikur Akureyri er gegn Gróttu á Seltjarnarnesi þann 4. nóvember. ÍBV fær Valsmenn í heimsókn til Eyja degi síðar, þann 5. nóvember.Erlingur: Margt sem þarf að laga „Flottar lokatölur, 22 – 29, og við getum sagt að þetta hafi verið sterkur vinnusigur hjá okkur og ég er bara ánægður með sigurinn,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV eftir leik sinna manna á Akureyri fyrr í dag. Leikurinn var gríðarlega kaflaskiptur og leiddu Eyjamenn með þremur mörkum í hálfleik en glopra því strax niður í upphafi seinni hálfleiks. Aðspurður hvað hafi flogið í gegnum huga hans þegar hans lið missti niður forystuna sagði hann: „Svona fyrir það fyrsta þurftum við þá að reyna að gera einhverjar breytingar til að halda þeim frá okkur þannig að þeir kæmust ekki endanlega inn í leikinn.“ Erlingur sagði þá hafa breytt um varnarskipulag og horfið frá 5 – 1 vörninni og tekið upp 6 – 0 varnarleik. „Það gekk vel og Kolli (markvörður ÍBV) varði þarna mikilvæga bolta líka,“ sagði Erlingur. Eyjamenn hafa ekki byrjað tímabilið með neinni flugeldasýningu en Erlingur hefur engar áhyggjur af gengi sinna manna það sem af er móti. „Við vissum það alveg fyrir mót að við færum ekkert inn í deildina og myndum vinna alla leiki þannig að við erum ekkert áskrifendur af sigrum þó að okkur hafi gengið vel síðustu árin.“ Hann sagði menn einbeita sér að þróun liðsins og það mætti ekki horfa framhjá þeirri staðreynd að í liðinu væru nýjir leikmenn sem og nýjir þjálfarar og það tæki tíma að slípa liðið saman. Hann bætti því svo við: „Það er bara skemmtileg þessi krafa frá samfélaginu, það er bara besta mál en það eru allir niðri á jörðinni held ég.“ Erlingur sagði að deildin muni spilast þannig að flest liðin muni taka stig af hvert öðru á sínum heimavöllum en varðandi leik sinna manna í dag segir hann: „Það er margt sem þarf að laga og við ætlum að halda áfram að vinna í því“. Hann bætti því við að: „Varnarlega erum við ekki alveg búnir að ná taktinum í 5-1 vörninni en ætlum ekki að gefast upp á henni alveg strax. Að lokum sagði hann mikla vinnu vera framundan hjá sér og sínu teymi en að það sé engin svartsýnn á framhaldið í Eyjum.Sverre: Þurfum að fá betri markvörslu Sverre Andreas Jakobsson var að vonum súr eftir tap sinna manna gegn ÍBV á Akureyri í dag. Inntur eftir fyrstu viðbrögðum í kjölfar leiksins stóð ekki á svari. „Bara vonbrigði. Tíu mínútur eftir og jafnt og allt gaman. Þannig séð bara hörkuleikur og að labba svo út af með þetta sjö marka tap er bara virkilega fúlt.“ Liðsmenn Sverre komu af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og unnu upp þriggja marka forystu gestanna á fyrstu fimm mínútum hálfleiksins en lokakafli leiksins var afleitur af hálfu heimamanna en hvað fór úrskeiðis að mati þjálfarans? „Ég þarf bara að skoða það betur en eins og ég segi þá var þetta hörkuleikur í 50 mínútur. Jafnt á móti ÍBV, það er ekki hægt að kvarta undan því en síðustu 10 mínúturnar fóru bara með þetta, það varð bara hrun hjá okkur,“ sagði Sverre. Það var í raun ótrúlegt að Akureyri hafi haldið í við Eyjamenn jafnlengi og raun bar vitni ef litið er á markvörslu liðsins í leiknum sem var nánast engin, aðeins sjö varin skot. „Við þurfum að fá betri markvörslu, það er alveg ljóst. Við fáum ansi fáa bolta varða. Ekki nema tvo í fyrri hálfleik og þrjá, fjóra í seinni. Auðvitað þurfum við að fá meira þar.“ Sverre bætti því við að „hinu megin hafi hún (markvarslan) verið sterkari í þessum leik og hann er að taka ansi mikilvæga bolta frá okkur, sérstaklega á lokakaflanum. Það þarf auðvitað að vera jafnvægi í markvörlsunni til að ná þessum sigrum.“ „Við notum alltaf flestar vikur og æfingar til þess að vinna í einhverjum lausnum og ná framförum,“ sagði Sverre þegar hann var spurður að því hvort að landsleikjahléið yrði ekki vel nýtt. Hann bætti því svo við að hann hafi verið ánægður með leik sinna manna í 50 mínútur. „Eins og ég segi þá var held ég 22 – 23 og 10 mínútur eftir og maður var bjartsýnn á síðustu mínúturnar en við koxum bara því miður en við höldum okkar vinnu áfram og höfum fulla trú á þessu en þurfum aðeins meiri klókindi á ákveðnum auknablikum.“ sagði Sverre að lokum.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti