Fangar fá 400 krónur á tímann Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2018 10:34 Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. (Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.) visir/vilhelm Alþýðusambandi Íslands hefur ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Þar má nefna vinnu við fjölbýli sem verið er að gera upp fyrir langtíma leigu, uppgerð sveitabýlis fyrir gistiþjónustu og vinnu hjá flutningafyrirtæki. Þetta segir í fréttatilkynningu sem ASÍ var að senda frá sér. Sambandið vill taka skýrt fram að ekki séu gerðar athugasemdir við betrunarvinnu sem slíka enda fari hún fram innan fangelsis og í einhverjum tilfellum utan fangelsis. Kveðið er á um slíkt í lögum. En, betrunarvinna sem þessi felur í sér félagsleg undirboð og er klárt brot á lögum.Kvíabryggja selur út vinnu fyrir 800 krónur á tímann Forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju hefur svarað fyrirspurn ASÍ og staðfestir að fangar sinna störfum, meðal annars störfum iðnaðarmanna á almennum vinnumarkaði.Á Kvíabryggju er það stundað að selja út vinnu fanga. Kvíabryggja selur þá vinnu út á 800 krónur á tímann en fanginn fær helming þess í sinn hlut.visir/pjetur„Jafnframt kemur fram að útseld vinna þeirra er 800 kr. á tímann og að þeir fá greiddar 400 kr. á tímann og ávinna sér engin réttindi önnur.Hér er mikilvægt að árétta að betrunarvinnu við almenn störf á vinnumarkaði er hvorki ætlað vera í samkeppni við annað launafólk eða fela í sér félagsleg undirboð og réttindasviptingu fyrir þá sem störfin vinna. Í lögum og greinargerð er gert ráð fyrir því að fangi geti unnið utan fangelsis og að hann fái fyrir það skattskyld laun. En, engar heimildir eru í lögum eða kjarasamningum að laun fyrir þá vinnu skuli ákveðin með öðrum hætti en önnur laun; lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningum gilda sem og veikinda- og lífeyrisréttur auk trygginga við vinnu og á leið til vinnu og í frítíma ef við á. ASÍ telur það fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga utan fangelsisins á Kvíabryggju og vakin hefur verið athygli á klárt brot á lögum nr. 15/2016 um fullnustu refsinga og hvetur fangelsið og fangelsismálayfirvöld til þess að koma þessum málum í löglegt og rétt horf. „Alþýðusambandið áskilur sér allan rétt til þess að fylgja þessum athugasemdum eftir gagnvart þeim yfirvöldum sem í hlut eiga.“ Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Alþýðusambandi Íslands hefur ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Þar má nefna vinnu við fjölbýli sem verið er að gera upp fyrir langtíma leigu, uppgerð sveitabýlis fyrir gistiþjónustu og vinnu hjá flutningafyrirtæki. Þetta segir í fréttatilkynningu sem ASÍ var að senda frá sér. Sambandið vill taka skýrt fram að ekki séu gerðar athugasemdir við betrunarvinnu sem slíka enda fari hún fram innan fangelsis og í einhverjum tilfellum utan fangelsis. Kveðið er á um slíkt í lögum. En, betrunarvinna sem þessi felur í sér félagsleg undirboð og er klárt brot á lögum.Kvíabryggja selur út vinnu fyrir 800 krónur á tímann Forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju hefur svarað fyrirspurn ASÍ og staðfestir að fangar sinna störfum, meðal annars störfum iðnaðarmanna á almennum vinnumarkaði.Á Kvíabryggju er það stundað að selja út vinnu fanga. Kvíabryggja selur þá vinnu út á 800 krónur á tímann en fanginn fær helming þess í sinn hlut.visir/pjetur„Jafnframt kemur fram að útseld vinna þeirra er 800 kr. á tímann og að þeir fá greiddar 400 kr. á tímann og ávinna sér engin réttindi önnur.Hér er mikilvægt að árétta að betrunarvinnu við almenn störf á vinnumarkaði er hvorki ætlað vera í samkeppni við annað launafólk eða fela í sér félagsleg undirboð og réttindasviptingu fyrir þá sem störfin vinna. Í lögum og greinargerð er gert ráð fyrir því að fangi geti unnið utan fangelsis og að hann fái fyrir það skattskyld laun. En, engar heimildir eru í lögum eða kjarasamningum að laun fyrir þá vinnu skuli ákveðin með öðrum hætti en önnur laun; lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningum gilda sem og veikinda- og lífeyrisréttur auk trygginga við vinnu og á leið til vinnu og í frítíma ef við á. ASÍ telur það fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga utan fangelsisins á Kvíabryggju og vakin hefur verið athygli á klárt brot á lögum nr. 15/2016 um fullnustu refsinga og hvetur fangelsið og fangelsismálayfirvöld til þess að koma þessum málum í löglegt og rétt horf. „Alþýðusambandið áskilur sér allan rétt til þess að fylgja þessum athugasemdum eftir gagnvart þeim yfirvöldum sem í hlut eiga.“
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira