Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 28-28 | Flautumark Donna tryggði ÍBV stig Þór Símon Hafþórsson í Íþróttamiðstöðinni að Varmá skrifar 17. október 2018 20:30 Kristján Örn í leiknum í kvöld. vísir/daníel ÍBV mætti í heimsókn í Mosfellsdalinn þar sem Afturelding beið þeirra í Olís deild karla í handbolta. Afturelding var með yfirhöndina framan af í fyrri hálfleik þar sem Arnór Freyr Stefánsson hreinlega skellti í lás í marki heimamanna. Afturelding var grimmara á öllum vígstöðum vallarins og það skilaði þeim forystu inn í leikhlé. ÍBV hafði þá reyndar fundið fína leið að marki Aftureldingar á lokametrum fyrri hálfleiks og var forysta heimamanna því einungis fjögur mörk, 15-11. Afturelding hélt áfram að vera með yfirhöndina og var að mínu mati stekara liðið í gegnum nær allan leikinn. Það var því heldur betur undarleg þróun á leiknum þegar ÍBV var skyndilega búið að jafna metin. Ekki nóg með það heldur komust gestirnir líka yfir þegar þrjár mínútur voru eftir. Afturelding náði aftur í forystuna og það kom niður á síðustu sókn leiksins hvort Eyjamenn færu tómhenntir heim. Kristján Örn Kristjánsson tók skot fyrir hönd ÍBV sem Arnór varði einn einu sinni. Hann varði skotið í innkast og þeir sentu aftur á Kristján sem reyndi annað skot sem að þessu sinni fór í netið en í sömu andrá gall leikflautann og leiknum lokið. Jafntefli niðurstaðan, 28-28, en Afturelding er nú með sex stig eftir fimm leiki í 4. Sæti en ÍBV er með fjögur stig eftir jafnmargar umferðir í 7. sæti.Eyjamenn fagna stiginu.vísir/daníelAfhverju jafntefli? Ég veit að ég kann að hafa hljómað eins og eldrauður Aftureldingarmaður en svo er ekki. Ég hreinlega skil ekki hvernig ÍBV náði að jafna leikinn og hvað þá að komast yfir á einum, stuttum tímapunkti. Afturelding var sterkara liðið frá fyrstu mínútu að mínu mati en það er ástæða fyrir því að þetta eyjalið er ríkjandi Íslands og bikarmeistari. Vissulega er þetta breytt lið síðan þá en seiglan er enn til staðar. Það er eina skýringin á þessu stigi eyjamanna. Seigla. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Freyr var ótrúlegur á milli stangana hjá Aftureldingu. Einar, þjálfari liðsins, kom vel frá sér afhverju sú staðreynd hjálpaði ekki meira en raun bar vitni en hann taldi sex skipti þar sem heimamönnum mistókst að ná í frákastið eftir vörslu frá Arnóri. Ég var einnig hrifin af hinum unga Tuma Stein, 18 ára, hjá Aftureldingu en hann stýrði sóknarleiknum vel hjá heimamönnum og skoraði líka 7 mörk úr einungis átta skotum og var markahæstur hjá Aftureldingu. Annar sem verður að nefna er Kári Kristján en eftir korters leik kom hann við sögu í fyrsta sinn hjá Eyjamönnum eftir korters leik þegar liðið hafði einungis skorað þrjú mörk. Hann skoraði sex mörk áður en flautað var til hálfleiks og fiskaði þrjú vítaköst. ÍBV endaði með 11 mörk í fyrri hálfleik og það var nánast allt þökk sé Kára. Kristján Örn, leikmaður ÍBV, átti erfitt framan af og var á tímapunkti með tvö mörk úr 8 skotum. Hann endaði svo leikinn með sjö mörk úr 15 skotum og þeirra á meðal var flautumarkið sem tryggði ÍBV stigið.Hvað gekk illa? Sigurbergur Sveinsson átti leik til að gleyma en hann skoraði eitt mark úr 8 skotum. Hann komst aldrei í takt við leikinn.Hvað gerist næst? Afturelding heimsækir Val og ÍBV fer til Akureyrar og mætir...tja, Akureyri.Elvar Ásgeirsson skorar eitt af sínum mörkum í kvöld.vísir/daníelErlingur Richardsson: Fögnum stiginu „Þetta var einfaldlega hörkuleikur með miklum tilfinningum. Það var smá hiti í þessu. Kannski ekki fallegasti handboltaleikurinn en við náum í stig þarna í lokin og verðum að fagna því,“ sagði Erlingur, þjálfari ÍBV, eftir að flautumark Kristjáns Örns tryggði ÍBV eitt stig í leiknum. Að mati fréttamans var Afturelding sterkara liðið í kvöld og spurði hvort þetta hafi bara verið alvöru seigla í liði eyjamanna og Erlingur virtist taka undir það. „Við höfum sýnt þetta í öllum leikjum. Við höfum verið að koma sterkir til baka. Við héldum nokkurnveginn haus allan tíman en hefðum átt að vera búnir að jafna fyrr,“ sagði Erlingur sem segir frammistaða liðsins vera mikilvægari en stigasöfnun svona snemma veturs. „Við hörfum meira á frammistöðuna en stigatöfluna á þessum tímapunkti. Erum að horfa lengra sem stendur þó svo að við viljum alltaf vinna.“Einar Andri: Sýndum karakter og vorum óheppnir „Við vorum yfir í lokin svo það var svekkjandi að halda því ekki en við vorum líka undir þegar lítið var eftir og sýndum mikinn karakter og vorum óheppnir,“ sagði Einar, þjálfari Aftureldingar en hann horfði upp á lið missa tvö stig úr höndum sínum á lokasprettinum í kvöld. „Við keyrðum vel á þá í fyrri hálfleik. Þeir breyta svo um skipulag og þeir breita tempóinu í leiknum og við misstum niður hraðan okkar. Vorum klaufar, misstum sex fráköst eftir varin skot svo það var klaufalegt,“ sagði Einar sem hafði lítið út á sína menn að setja. „Vel gert hjá Donna(Kristján Örn, ÍBV). Fín vörn en kannski hefði einhver getað stigið fyrr út. Við hefðum samt auðvitað átt að taka frákastið þegar svona lítið var eftir.“Tumi Steinn: Bara óheppnir í lokin „Vorum yfir allan leikinn og svo vorum við bara óheppnir í lokin,“ sagði Tumi Steinn, leikmaður Aftureldingar, en hann skoraði sjö mörk í kvöld í 28-28 jafnteflinu gegn ÍBV. Hann segir að liðið geti sjálfum sér um kennt að hafa misst leikinn í jafntefli. „Ég er of stífur sóknarlega og það er Elvari að þakka að við náðum að skora nokkur mörk,“ sagði Tumi sem segir Afturelding ekki byrjað að hugsa um stigatöfluna en sem stendur er liðið í 4. sæti í Olís deild karla. „Bara allt í lagi. Við ætlum ekki að horfa á töfluna fyrr en eftir sex umferðir þannig við höfum ekki enn gert það.“ Olís-deild karla
ÍBV mætti í heimsókn í Mosfellsdalinn þar sem Afturelding beið þeirra í Olís deild karla í handbolta. Afturelding var með yfirhöndina framan af í fyrri hálfleik þar sem Arnór Freyr Stefánsson hreinlega skellti í lás í marki heimamanna. Afturelding var grimmara á öllum vígstöðum vallarins og það skilaði þeim forystu inn í leikhlé. ÍBV hafði þá reyndar fundið fína leið að marki Aftureldingar á lokametrum fyrri hálfleiks og var forysta heimamanna því einungis fjögur mörk, 15-11. Afturelding hélt áfram að vera með yfirhöndina og var að mínu mati stekara liðið í gegnum nær allan leikinn. Það var því heldur betur undarleg þróun á leiknum þegar ÍBV var skyndilega búið að jafna metin. Ekki nóg með það heldur komust gestirnir líka yfir þegar þrjár mínútur voru eftir. Afturelding náði aftur í forystuna og það kom niður á síðustu sókn leiksins hvort Eyjamenn færu tómhenntir heim. Kristján Örn Kristjánsson tók skot fyrir hönd ÍBV sem Arnór varði einn einu sinni. Hann varði skotið í innkast og þeir sentu aftur á Kristján sem reyndi annað skot sem að þessu sinni fór í netið en í sömu andrá gall leikflautann og leiknum lokið. Jafntefli niðurstaðan, 28-28, en Afturelding er nú með sex stig eftir fimm leiki í 4. Sæti en ÍBV er með fjögur stig eftir jafnmargar umferðir í 7. sæti.Eyjamenn fagna stiginu.vísir/daníelAfhverju jafntefli? Ég veit að ég kann að hafa hljómað eins og eldrauður Aftureldingarmaður en svo er ekki. Ég hreinlega skil ekki hvernig ÍBV náði að jafna leikinn og hvað þá að komast yfir á einum, stuttum tímapunkti. Afturelding var sterkara liðið frá fyrstu mínútu að mínu mati en það er ástæða fyrir því að þetta eyjalið er ríkjandi Íslands og bikarmeistari. Vissulega er þetta breytt lið síðan þá en seiglan er enn til staðar. Það er eina skýringin á þessu stigi eyjamanna. Seigla. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Freyr var ótrúlegur á milli stangana hjá Aftureldingu. Einar, þjálfari liðsins, kom vel frá sér afhverju sú staðreynd hjálpaði ekki meira en raun bar vitni en hann taldi sex skipti þar sem heimamönnum mistókst að ná í frákastið eftir vörslu frá Arnóri. Ég var einnig hrifin af hinum unga Tuma Stein, 18 ára, hjá Aftureldingu en hann stýrði sóknarleiknum vel hjá heimamönnum og skoraði líka 7 mörk úr einungis átta skotum og var markahæstur hjá Aftureldingu. Annar sem verður að nefna er Kári Kristján en eftir korters leik kom hann við sögu í fyrsta sinn hjá Eyjamönnum eftir korters leik þegar liðið hafði einungis skorað þrjú mörk. Hann skoraði sex mörk áður en flautað var til hálfleiks og fiskaði þrjú vítaköst. ÍBV endaði með 11 mörk í fyrri hálfleik og það var nánast allt þökk sé Kára. Kristján Örn, leikmaður ÍBV, átti erfitt framan af og var á tímapunkti með tvö mörk úr 8 skotum. Hann endaði svo leikinn með sjö mörk úr 15 skotum og þeirra á meðal var flautumarkið sem tryggði ÍBV stigið.Hvað gekk illa? Sigurbergur Sveinsson átti leik til að gleyma en hann skoraði eitt mark úr 8 skotum. Hann komst aldrei í takt við leikinn.Hvað gerist næst? Afturelding heimsækir Val og ÍBV fer til Akureyrar og mætir...tja, Akureyri.Elvar Ásgeirsson skorar eitt af sínum mörkum í kvöld.vísir/daníelErlingur Richardsson: Fögnum stiginu „Þetta var einfaldlega hörkuleikur með miklum tilfinningum. Það var smá hiti í þessu. Kannski ekki fallegasti handboltaleikurinn en við náum í stig þarna í lokin og verðum að fagna því,“ sagði Erlingur, þjálfari ÍBV, eftir að flautumark Kristjáns Örns tryggði ÍBV eitt stig í leiknum. Að mati fréttamans var Afturelding sterkara liðið í kvöld og spurði hvort þetta hafi bara verið alvöru seigla í liði eyjamanna og Erlingur virtist taka undir það. „Við höfum sýnt þetta í öllum leikjum. Við höfum verið að koma sterkir til baka. Við héldum nokkurnveginn haus allan tíman en hefðum átt að vera búnir að jafna fyrr,“ sagði Erlingur sem segir frammistaða liðsins vera mikilvægari en stigasöfnun svona snemma veturs. „Við hörfum meira á frammistöðuna en stigatöfluna á þessum tímapunkti. Erum að horfa lengra sem stendur þó svo að við viljum alltaf vinna.“Einar Andri: Sýndum karakter og vorum óheppnir „Við vorum yfir í lokin svo það var svekkjandi að halda því ekki en við vorum líka undir þegar lítið var eftir og sýndum mikinn karakter og vorum óheppnir,“ sagði Einar, þjálfari Aftureldingar en hann horfði upp á lið missa tvö stig úr höndum sínum á lokasprettinum í kvöld. „Við keyrðum vel á þá í fyrri hálfleik. Þeir breyta svo um skipulag og þeir breita tempóinu í leiknum og við misstum niður hraðan okkar. Vorum klaufar, misstum sex fráköst eftir varin skot svo það var klaufalegt,“ sagði Einar sem hafði lítið út á sína menn að setja. „Vel gert hjá Donna(Kristján Örn, ÍBV). Fín vörn en kannski hefði einhver getað stigið fyrr út. Við hefðum samt auðvitað átt að taka frákastið þegar svona lítið var eftir.“Tumi Steinn: Bara óheppnir í lokin „Vorum yfir allan leikinn og svo vorum við bara óheppnir í lokin,“ sagði Tumi Steinn, leikmaður Aftureldingar, en hann skoraði sjö mörk í kvöld í 28-28 jafnteflinu gegn ÍBV. Hann segir að liðið geti sjálfum sér um kennt að hafa misst leikinn í jafntefli. „Ég er of stífur sóknarlega og það er Elvari að þakka að við náðum að skora nokkur mörk,“ sagði Tumi sem segir Afturelding ekki byrjað að hugsa um stigatöfluna en sem stendur er liðið í 4. sæti í Olís deild karla. „Bara allt í lagi. Við ætlum ekki að horfa á töfluna fyrr en eftir sex umferðir þannig við höfum ekki enn gert það.“
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti