Ætla að leggja niður störf sautján mínútum síðar en síðast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2018 14:00 Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðunum: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Frídagurinn hefur verið haldinn síðan árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna. „Þann dag lögðu konur um land allt niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Þær vildu mótmæla og vekja athygli á launamisrétti, vanmati á störfum kvenna, skorti á virðingu og valdaleysi kvenna. Hjól atvinnulífsins og reyndar þjóðlífsins alls nánast stöðvuðust þennan dag. Fundurinn vakti athygli um allan heim og sýndi að samstaðan er sterkasta vopnið,“ segir í tilkynningu vegna dagsins. Síðastliðið ár hafi frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú sé nóg komið, konur eigi að vera óhultar heima og óhultar í vinnu!Dögg Mósesdóttir hjá Freyjafilmworks tók og leikstýrði nýju myndbandi fyrir málefnið. Í myndbandinu koma fram Vox feminae kórar undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, slagverksleikarinn Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir og söngkonurnar Salka Sól, Emilíana Torrini og Sigríður Thorlacius. Ólafur Björn Ólafsson tók upp hljóðið og hljóðblandaði. Myndbandið má sjá hér að ofan.„Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55. Með þessu áframhaldi ná konur ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047 – eftir 29 ár! Eftir því getum við ómögulega beðið!“ Að fundinum standa samtök kvenna og launafólks. „Það var 24. október 1974 sem konur um allt land lögðu niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Þær vildu mótmæla og vekja athygli á launamisrétti, vanmati á störfum kvenna, skorti á virðingu og valdaleysi kvenna. Hjól atvinnulífsins og reyndar þjóðlífsins alls nánast stöðvuðust þennan dag. Fundurinn vakti athygli um allan heim og sýndi að samstaðan er sterkasta vopnið.“ Síðan hafi konur kmið saman og krafist kjarajafnréttis og samfélags án ofbeldis fjórum sinnum, árin 1985, 2005, 2010 og 2016. Betur megi ef duga skal. „Þótt Ísland eigi að heita paradís fyrir konur í alþjóðlegu samhengi er ljóst að víða er pottur brotinn. Enn er langt í land með að ná jöfnum launum og jöfnum kjörum. Enn verða konur fyrir kynbundnu ofbeldi og áreiti á vinnustöðum sem og heima fyrir, eins og #MeToo bylgja síðasta vetrar minnti okkur öll harkalega á. Enn eru kvennastörf minna metin þegar kemur að launum, réttindum og virðingu í samfélaginu. Nú reynir á samstöðumátt kvenna en ekki síður á samfélagið sjálft sem loksins, loksins hlýtur að geta sameinast um að breyta þessu. Breytum ekki konum – breytum samfélaginu – til hins betra!“Maríanna Clara er verkefnastýra Kvennafrídagsins.Fréttablaðið/ErnirMaríanna Clara Lúthersdóttir, verkefnastýra Kvennafrís 2018, er nýkomin frá Húsavík þar sem hún ræddi við 200 kvenfélagskonur um helgina. Þá hafa verið gerð veggspjöld fyrir höfuðborgina og landsbyggðina. Þau reyni að auglýsa viðburðinn á sem flestum tungumálum. „Ef einhver hópur kvenna er viðkvæmur gagnvart misrétti á vinnustað eru það erlendar konur,“ segir Maríanna. Heimasíðan Kvennafri.is er aðgengileg á tólf tungumálum og reynt sé að safna tengiliðum út um allt land. Árið 2016 hafi komið í ljós að konur hafi mótmælt og gengið út á nítján stöðum um landið, án nokkurs samráðs við mótmælin á höfuðborgarsvæðinu. „Ef við stillum saman strengi okkar getum við verið samtaka úti um allt land.“ Árið 2016 hafi konur gengið út klukkan 14:38. „Það var miðað við tölur frá 2015. Nú töluðum við við Hagstofuna og fengum nýjar tölur. Fulltrúi frá BSRB reiknaði út að nú ættum við að ganga út klukkan 14:55,“ segir Maríanna. Miðað sé við muninn á meðalatvinnutekjum karla og kvenna þar sem meðaltekjur kvenna séu um 74 prósent af meðaltekjum karla. Tengdar fréttir Hvatt til kvennafrís 24. október Ellefu sinnum síðan hefur sams konar kvennafrídagur verið haldinn. 18. október 2016 07:00 Stefndi í að Te & Kaffi í Kringlunni yrði sektað vegna Kvennafrídagsins Kaffihúsakeðjan Te & Kaffi hugðist loka stað sínum í Kringlunni á þriðja tímanum í dag vegna Kvennafrídagsins. Að loka búðum í Kringlunni varðar sektum og var framkvæmdarstjóri Te & Kaffi minntur á það af forsvarsmanni Kringlunnar. 24. október 2016 22:55 Franskar konur lögðu niður störf að íslenskri fyrirmynd Franskar konur voru í dag hvattar til að leggja niður störf klukkan 16:34 til að mótmæla kynbundnum launamun. 7. nóvember 2016 21:02 „Konur eru ekki óþekkar á sunnudögum“ Fjölmörg kvennasamtök standa að kvennafrídeginum, 24. október 2010. Þá verða liðin 35 ár frá fyrsta kvennafrídeginum. Þá gengu konur úr vinnu og héldu einn stærsta fjöldafund sem haldinn hefur verið hérlendis í Reykjavík. Hugmyndin er að kvennafríið nú verði með öðru sniði, segir Guðrún Jónsdóttir ein talskvenna framtaksins. 29. apríl 2010 12:53 Um 40 þúsund manns í miðbænum Lögreglan telur að um fjörutíu þúsund manns séu samankomin í miðbænum í tilefni kvennafrídagsins. Allt hefur gengið vel fyrir sig að sögn varðstjóra á vakt en tveir lögreglubílar og tveir hópar fótgangandi lögreglumanna hafa reynt að sjá til þess að allt gangi snurðulaust. 24. október 2005 17:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðunum: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Frídagurinn hefur verið haldinn síðan árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna. „Þann dag lögðu konur um land allt niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Þær vildu mótmæla og vekja athygli á launamisrétti, vanmati á störfum kvenna, skorti á virðingu og valdaleysi kvenna. Hjól atvinnulífsins og reyndar þjóðlífsins alls nánast stöðvuðust þennan dag. Fundurinn vakti athygli um allan heim og sýndi að samstaðan er sterkasta vopnið,“ segir í tilkynningu vegna dagsins. Síðastliðið ár hafi frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú sé nóg komið, konur eigi að vera óhultar heima og óhultar í vinnu!Dögg Mósesdóttir hjá Freyjafilmworks tók og leikstýrði nýju myndbandi fyrir málefnið. Í myndbandinu koma fram Vox feminae kórar undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, slagverksleikarinn Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir og söngkonurnar Salka Sól, Emilíana Torrini og Sigríður Thorlacius. Ólafur Björn Ólafsson tók upp hljóðið og hljóðblandaði. Myndbandið má sjá hér að ofan.„Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55. Með þessu áframhaldi ná konur ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047 – eftir 29 ár! Eftir því getum við ómögulega beðið!“ Að fundinum standa samtök kvenna og launafólks. „Það var 24. október 1974 sem konur um allt land lögðu niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Þær vildu mótmæla og vekja athygli á launamisrétti, vanmati á störfum kvenna, skorti á virðingu og valdaleysi kvenna. Hjól atvinnulífsins og reyndar þjóðlífsins alls nánast stöðvuðust þennan dag. Fundurinn vakti athygli um allan heim og sýndi að samstaðan er sterkasta vopnið.“ Síðan hafi konur kmið saman og krafist kjarajafnréttis og samfélags án ofbeldis fjórum sinnum, árin 1985, 2005, 2010 og 2016. Betur megi ef duga skal. „Þótt Ísland eigi að heita paradís fyrir konur í alþjóðlegu samhengi er ljóst að víða er pottur brotinn. Enn er langt í land með að ná jöfnum launum og jöfnum kjörum. Enn verða konur fyrir kynbundnu ofbeldi og áreiti á vinnustöðum sem og heima fyrir, eins og #MeToo bylgja síðasta vetrar minnti okkur öll harkalega á. Enn eru kvennastörf minna metin þegar kemur að launum, réttindum og virðingu í samfélaginu. Nú reynir á samstöðumátt kvenna en ekki síður á samfélagið sjálft sem loksins, loksins hlýtur að geta sameinast um að breyta þessu. Breytum ekki konum – breytum samfélaginu – til hins betra!“Maríanna Clara er verkefnastýra Kvennafrídagsins.Fréttablaðið/ErnirMaríanna Clara Lúthersdóttir, verkefnastýra Kvennafrís 2018, er nýkomin frá Húsavík þar sem hún ræddi við 200 kvenfélagskonur um helgina. Þá hafa verið gerð veggspjöld fyrir höfuðborgina og landsbyggðina. Þau reyni að auglýsa viðburðinn á sem flestum tungumálum. „Ef einhver hópur kvenna er viðkvæmur gagnvart misrétti á vinnustað eru það erlendar konur,“ segir Maríanna. Heimasíðan Kvennafri.is er aðgengileg á tólf tungumálum og reynt sé að safna tengiliðum út um allt land. Árið 2016 hafi komið í ljós að konur hafi mótmælt og gengið út á nítján stöðum um landið, án nokkurs samráðs við mótmælin á höfuðborgarsvæðinu. „Ef við stillum saman strengi okkar getum við verið samtaka úti um allt land.“ Árið 2016 hafi konur gengið út klukkan 14:38. „Það var miðað við tölur frá 2015. Nú töluðum við við Hagstofuna og fengum nýjar tölur. Fulltrúi frá BSRB reiknaði út að nú ættum við að ganga út klukkan 14:55,“ segir Maríanna. Miðað sé við muninn á meðalatvinnutekjum karla og kvenna þar sem meðaltekjur kvenna séu um 74 prósent af meðaltekjum karla.
Tengdar fréttir Hvatt til kvennafrís 24. október Ellefu sinnum síðan hefur sams konar kvennafrídagur verið haldinn. 18. október 2016 07:00 Stefndi í að Te & Kaffi í Kringlunni yrði sektað vegna Kvennafrídagsins Kaffihúsakeðjan Te & Kaffi hugðist loka stað sínum í Kringlunni á þriðja tímanum í dag vegna Kvennafrídagsins. Að loka búðum í Kringlunni varðar sektum og var framkvæmdarstjóri Te & Kaffi minntur á það af forsvarsmanni Kringlunnar. 24. október 2016 22:55 Franskar konur lögðu niður störf að íslenskri fyrirmynd Franskar konur voru í dag hvattar til að leggja niður störf klukkan 16:34 til að mótmæla kynbundnum launamun. 7. nóvember 2016 21:02 „Konur eru ekki óþekkar á sunnudögum“ Fjölmörg kvennasamtök standa að kvennafrídeginum, 24. október 2010. Þá verða liðin 35 ár frá fyrsta kvennafrídeginum. Þá gengu konur úr vinnu og héldu einn stærsta fjöldafund sem haldinn hefur verið hérlendis í Reykjavík. Hugmyndin er að kvennafríið nú verði með öðru sniði, segir Guðrún Jónsdóttir ein talskvenna framtaksins. 29. apríl 2010 12:53 Um 40 þúsund manns í miðbænum Lögreglan telur að um fjörutíu þúsund manns séu samankomin í miðbænum í tilefni kvennafrídagsins. Allt hefur gengið vel fyrir sig að sögn varðstjóra á vakt en tveir lögreglubílar og tveir hópar fótgangandi lögreglumanna hafa reynt að sjá til þess að allt gangi snurðulaust. 24. október 2005 17:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Hvatt til kvennafrís 24. október Ellefu sinnum síðan hefur sams konar kvennafrídagur verið haldinn. 18. október 2016 07:00
Stefndi í að Te & Kaffi í Kringlunni yrði sektað vegna Kvennafrídagsins Kaffihúsakeðjan Te & Kaffi hugðist loka stað sínum í Kringlunni á þriðja tímanum í dag vegna Kvennafrídagsins. Að loka búðum í Kringlunni varðar sektum og var framkvæmdarstjóri Te & Kaffi minntur á það af forsvarsmanni Kringlunnar. 24. október 2016 22:55
Franskar konur lögðu niður störf að íslenskri fyrirmynd Franskar konur voru í dag hvattar til að leggja niður störf klukkan 16:34 til að mótmæla kynbundnum launamun. 7. nóvember 2016 21:02
„Konur eru ekki óþekkar á sunnudögum“ Fjölmörg kvennasamtök standa að kvennafrídeginum, 24. október 2010. Þá verða liðin 35 ár frá fyrsta kvennafrídeginum. Þá gengu konur úr vinnu og héldu einn stærsta fjöldafund sem haldinn hefur verið hérlendis í Reykjavík. Hugmyndin er að kvennafríið nú verði með öðru sniði, segir Guðrún Jónsdóttir ein talskvenna framtaksins. 29. apríl 2010 12:53
Um 40 þúsund manns í miðbænum Lögreglan telur að um fjörutíu þúsund manns séu samankomin í miðbænum í tilefni kvennafrídagsins. Allt hefur gengið vel fyrir sig að sögn varðstjóra á vakt en tveir lögreglubílar og tveir hópar fótgangandi lögreglumanna hafa reynt að sjá til þess að allt gangi snurðulaust. 24. október 2005 17:10