Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2018 14:37 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti Borgarstjórnar. visir/jói k Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Breytingatillaga minnihlutans um að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt var felld í borgarráði í morgun. Forseti borgarstjórnar segir að borgin muni ekki verja krónu í viðbót í verkefnið. Framkvæmdirnar sem upphaflega áttu að kosta 158 milljónir hafa kostað borgarsjóð vel yfir 400 milljónir en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir á sæti í borgarráði en hún hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í meirihluta síðan á síðasta kjörtímabili.Hvað fór úrskeiðis? „Þetta er auðvitað ótrúlega leiðinlegt og alvarlegt mál. Þarna er um að ræða endurgerð gamalla minja og um það giltu ákveðin lög og verkferlar sem að bara hreinlega þarf að endurskoða,“ segir Heiða Björg, spurð hvernig framúrkeyrslan gat farið fram hjá kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Það sé hlutverk ákveðinna aðila innan borgarkerfisins að fylgjast með framkvæmdum og vonar Heiða að í ljós komi í þeirri skoðun sem framundan sé hjá innri endurskoðun hvað nákvæmlega fór úrskeiðis. Hún kveðst ekki sjá ástæðu til þess að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð á þessu stigi málsins. „Það er ekkert sem bendir til þess í dag að þetta mál hafi nokkurs staðar verið á borði kjörinna fulltrúa en við skorumst ekki undan ábyrgð komi það í ljós að við höfum átt að hanna ferlið öðruvísi eða leggja þetta upp með öðrum hætti,“ segir Heiða.Nóg á könnu innri endurskoðanda Samþykkt var á fundinum tillaga meirihlutans um að innri endurskoðun verði falið að skoða alla anga málsins. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir viðvörunarbjöllur hafa verið virtar að vettugi. „Við lögðum hins vegar fram breytingatillögu um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn, ekki síst vegna þess að innri endurskoðandi er störfum hlaðinn. Hann hefur fengið mikla rannsókn á Orkuveitunni sem er ekki lokið þannig við hefðum talið að þetta þyrfti meiri forgang,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, fullyrðir að Reykjavíkurborg muni ekki leggja krónu til viðbótar til verkefnisins en verkefninu við braggann og nærliggjandi hús er ekki full lokið. Að sögn Dóru hefur öllum framkvæmdum við braggann á vegum borgarinnar verið hætt. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni,“ segir Dóra. Braggamálið Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Breytingatillaga minnihlutans um að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt var felld í borgarráði í morgun. Forseti borgarstjórnar segir að borgin muni ekki verja krónu í viðbót í verkefnið. Framkvæmdirnar sem upphaflega áttu að kosta 158 milljónir hafa kostað borgarsjóð vel yfir 400 milljónir en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir á sæti í borgarráði en hún hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í meirihluta síðan á síðasta kjörtímabili.Hvað fór úrskeiðis? „Þetta er auðvitað ótrúlega leiðinlegt og alvarlegt mál. Þarna er um að ræða endurgerð gamalla minja og um það giltu ákveðin lög og verkferlar sem að bara hreinlega þarf að endurskoða,“ segir Heiða Björg, spurð hvernig framúrkeyrslan gat farið fram hjá kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Það sé hlutverk ákveðinna aðila innan borgarkerfisins að fylgjast með framkvæmdum og vonar Heiða að í ljós komi í þeirri skoðun sem framundan sé hjá innri endurskoðun hvað nákvæmlega fór úrskeiðis. Hún kveðst ekki sjá ástæðu til þess að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð á þessu stigi málsins. „Það er ekkert sem bendir til þess í dag að þetta mál hafi nokkurs staðar verið á borði kjörinna fulltrúa en við skorumst ekki undan ábyrgð komi það í ljós að við höfum átt að hanna ferlið öðruvísi eða leggja þetta upp með öðrum hætti,“ segir Heiða.Nóg á könnu innri endurskoðanda Samþykkt var á fundinum tillaga meirihlutans um að innri endurskoðun verði falið að skoða alla anga málsins. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir viðvörunarbjöllur hafa verið virtar að vettugi. „Við lögðum hins vegar fram breytingatillögu um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn, ekki síst vegna þess að innri endurskoðandi er störfum hlaðinn. Hann hefur fengið mikla rannsókn á Orkuveitunni sem er ekki lokið þannig við hefðum talið að þetta þyrfti meiri forgang,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, fullyrðir að Reykjavíkurborg muni ekki leggja krónu til viðbótar til verkefnisins en verkefninu við braggann og nærliggjandi hús er ekki full lokið. Að sögn Dóru hefur öllum framkvæmdum við braggann á vegum borgarinnar verið hætt. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni,“ segir Dóra.
Braggamálið Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira