Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 19:00 Ronaldo hefur verið ein stærsta stjarna íþróttaheimsins undanfarin ár. Vísir/AP Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. BBC greinir frá. Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Maoyrga steig fram á dögunum í Der Spiegel þar sem hún ræddi í smáatriðum um ásakinar hennar á hendur Ronaldo. Hún segir að knattspyrnustjarnan hafi nauðgað henni í Las Vegas í júní árið 2009. Hefur hún höfðað einkamál á hendur Ronaldo þar sem hún krefst þess að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi aldrei tjá sig um atburðina umrædda nótt verði dæmt ógilt.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illaRonaldo hefur sagt að ásakanir Mayorga séu ekkert nema falsfréttir og að það sem gerðist umrædda nótt hafi verið með samþykki beggja aðila. Der Spiegel birti þó gögn sem þykja koma sér illa fyrir Ronaldo en þar á meðal er spurningalisti sem Ronaldo á að hafa svarað er lögfræðingar hans og Mayorga voru í samningaviðræðum vegna samkomulagsins sem Mayorga vill ógilda.Ronaldo og Mayorga saman á næturklúbbi í júní árið 2009.Vísir/APÍ gögnunum má finna útgáfu af spurningalistanum sem dagsettur er í september 2009. Þar er spurt að því hvort að ungfrú C, sem er Mayorga, hafi á einhverjum tímapunkti hækkað róm sinn, öskrað eða kallað, er atburðir kvöldsins áttu sér stað.„Hún sagði nei og hættu margoft,“ er svar Ronaldo eða Hr. X í þessari útgáfu spurningalistans. Þessum svörum átti Ronaldo eftir að breyta ef marka má gögnin sem Mayorga hefur undir höndum. Í útgáfu listans frá desember árið 2009 segir hann að það sem gerðist hafi verið með samþykki beggja aðila.Segir að hakkari hafi stolið og breytt umræddum gögnum Virðast þessi gögn vera miðpunktur yfirlýsingar Ronaldo sem eins og áður segir var gefin út í dag. Þar er því haldið fram að málsókn Mayorga byggist á stafrænum gögnum sem hafi verið stolið sem þar að auki sé auðvelt að eiga við.„Skjölin sem eru sögð innihalda yfirlýsingar frá Ronaldo birt hafa verið í fjölmiðlum eru algjör tilbúningir,“ segir í yfirlýsingu Ronaldo. Þar segir einnig að árið 2015 hafi fjölmörg fyrirtæki og stofnanir orðið fyrir barðinu á tölvuárás þar sem miklu magni gagna var stolið. Í yfirlýsingunni er harmað að Der Spiegel hafi fallið í gildru tölvuþrjótanna.Lögfræðingur Mayorga á blaðamannafundi um málið fyrr í mánuðinum.Vísir/AP„Þessi hakkari reyndi að selja upplýsingarnar og fjölmiðill birti sum þessara gagna á óábyrgan hátt. Búið var að eiga við stóran hluta þessara gagna eða þau voru algjörlega uppskálduð,“ segir í yfirlýsingunni en Der Spiegel birti ítarlega umfjöllun um ásakanirnar á hendur Ronaldo árið 2017. Segir einnig í yfirlýsingunni að sú staðreynd að Ronaldo og Mayorga hafi gert með sér samkomulag þýði ekki að hann sé sekur, með því hafi Ronaldo aðeins verið að fylgja ráðum ráðgjafa sinna til þess að losa hann undan ásökunum í eitt skipti fyrir öll. „Svo það sé á kristaltæru þá er það, og hefur alltaf verið, afstaða Cristiano Ronaldo, að það sem gerðist árið 2009 í Las Vegas hafi verið með samþykki beggja aðila“ Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46 Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. BBC greinir frá. Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Maoyrga steig fram á dögunum í Der Spiegel þar sem hún ræddi í smáatriðum um ásakinar hennar á hendur Ronaldo. Hún segir að knattspyrnustjarnan hafi nauðgað henni í Las Vegas í júní árið 2009. Hefur hún höfðað einkamál á hendur Ronaldo þar sem hún krefst þess að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi aldrei tjá sig um atburðina umrædda nótt verði dæmt ógilt.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illaRonaldo hefur sagt að ásakanir Mayorga séu ekkert nema falsfréttir og að það sem gerðist umrædda nótt hafi verið með samþykki beggja aðila. Der Spiegel birti þó gögn sem þykja koma sér illa fyrir Ronaldo en þar á meðal er spurningalisti sem Ronaldo á að hafa svarað er lögfræðingar hans og Mayorga voru í samningaviðræðum vegna samkomulagsins sem Mayorga vill ógilda.Ronaldo og Mayorga saman á næturklúbbi í júní árið 2009.Vísir/APÍ gögnunum má finna útgáfu af spurningalistanum sem dagsettur er í september 2009. Þar er spurt að því hvort að ungfrú C, sem er Mayorga, hafi á einhverjum tímapunkti hækkað róm sinn, öskrað eða kallað, er atburðir kvöldsins áttu sér stað.„Hún sagði nei og hættu margoft,“ er svar Ronaldo eða Hr. X í þessari útgáfu spurningalistans. Þessum svörum átti Ronaldo eftir að breyta ef marka má gögnin sem Mayorga hefur undir höndum. Í útgáfu listans frá desember árið 2009 segir hann að það sem gerðist hafi verið með samþykki beggja aðila.Segir að hakkari hafi stolið og breytt umræddum gögnum Virðast þessi gögn vera miðpunktur yfirlýsingar Ronaldo sem eins og áður segir var gefin út í dag. Þar er því haldið fram að málsókn Mayorga byggist á stafrænum gögnum sem hafi verið stolið sem þar að auki sé auðvelt að eiga við.„Skjölin sem eru sögð innihalda yfirlýsingar frá Ronaldo birt hafa verið í fjölmiðlum eru algjör tilbúningir,“ segir í yfirlýsingu Ronaldo. Þar segir einnig að árið 2015 hafi fjölmörg fyrirtæki og stofnanir orðið fyrir barðinu á tölvuárás þar sem miklu magni gagna var stolið. Í yfirlýsingunni er harmað að Der Spiegel hafi fallið í gildru tölvuþrjótanna.Lögfræðingur Mayorga á blaðamannafundi um málið fyrr í mánuðinum.Vísir/AP„Þessi hakkari reyndi að selja upplýsingarnar og fjölmiðill birti sum þessara gagna á óábyrgan hátt. Búið var að eiga við stóran hluta þessara gagna eða þau voru algjörlega uppskálduð,“ segir í yfirlýsingunni en Der Spiegel birti ítarlega umfjöllun um ásakanirnar á hendur Ronaldo árið 2017. Segir einnig í yfirlýsingunni að sú staðreynd að Ronaldo og Mayorga hafi gert með sér samkomulag þýði ekki að hann sé sekur, með því hafi Ronaldo aðeins verið að fylgja ráðum ráðgjafa sinna til þess að losa hann undan ásökunum í eitt skipti fyrir öll. „Svo það sé á kristaltæru þá er það, og hefur alltaf verið, afstaða Cristiano Ronaldo, að það sem gerðist árið 2009 í Las Vegas hafi verið með samþykki beggja aðila“
Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46 Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00
Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46
Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30