Fótbolti

Real lætur Lopetegui fara eftir skellinn gegn Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Julen Lopetegui er án starfs.
Julen Lopetegui er án starfs. vísir/getty
Real Madrid er búið að reka Julen Lopetegui úr starfi sínu sem stjóri liðsins eftir skelfilega byrjun á tímabilinu.

Hinn 52 ára gamli Spánverji tók við liðinu af Zinedine Zidane í sumar og hefur ekki árangurinn verið sá sem vonast var eftir.

Liðið var niðurlægt af erkifjéndunum í Barcelona í gær, 5-1. Það var kornið sem fyllti mælinn en flestir bjuggust við að Lopetegui yrði rekinn strax eftir leik.

Forráðmenn Real hittust í dag og í kvöld var svo tilkynnt að Lopetegui hafi fengið stígvélið eftir fimmta tapið í sex leikjum.

Santiago Solari, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi stjóri B-liðs Real Madrid, mun taka að minnsta kosti tímabundið við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×