Reynir Pétur segist vel geta orðið 100 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2018 19:45 Það var mikið stuð og stemming á Sólheimum í Grímsnesi í gærkvöldi þegar göngu og hjólagarpurinn, Reynir Pétur Ingvarsson fagnaði sjötíu ára afmæli sínu. Reynir Pétur segist vel geta orðið hundrað ára haldi hann áfram að hjóla og hreyfa sig. Reynir Pétur bauð fjölskyldu og bestu vinum sínum í afmælisveisluna í gærkvöldi í Vigdísarhúsi. Boðið var upp á uppáhalds matinn hans, hangikjöt með öllu tilheyrandi og köku og ístertu á eftir. Nokkrar tækifærisræður voru haldnar og heimilismenn voru með skemmtiatriði. Reynir Pétur er mjög vel liðinn á Sólheimum og hrókur alls fagnaðar á staðnum. Frægastur var hann þegar hann gekk Íslandsgönguna 1985 hringinn í kringum landið á 32 dögum. Í dag heldur hann sér í formi með að ganga og hjóla á hverjum degi. „Hann er bara einstakur maður, ég held að hver fruma í honum sé svo heil og hrein og svo falleg og flott og hann er bara svo yndislegur maður. Alltaf glaður og alltaf brosandi. Hérna hjólar hann Sólheimahringinn reglulega, nýkomin á rafmagnshjól, hann er virkur í öllu sem er að gerst. Reynir Pétur er enn að vinna á fullu í gróðurhúsinu, þetta er einstakur maður“, segir Sveinn AlfreðssonÓmar Ragnarsson mætti í afmælið og fór með gamanmál.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvernig finnst Reynir Pétri að vera orðinn 70 ára gamall? „Ég hugsa að ég verði bara áfram minn karakter, Reynir Pétur. Ég ætla að fá að halda áfram að vinna næstu misseri, ekkert að breyta um karakter“, segir Reynir Pétur. „Ef ég held áfram að hreyfa mig og hjóla og allt þetta þá get ég hjólað alveg fram í gröfina, þó ég verð 100 ára“, bætir hann við. Reynir Pétur er mikill stærðfræðisnillingur, hann gaf afmælisgestum smá dæmi um nöfnin á nokkrum tölum.Reynir Pétur með hluta af systkinum sínum í afmælisveislunniMagnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Það var mikið stuð og stemming á Sólheimum í Grímsnesi í gærkvöldi þegar göngu og hjólagarpurinn, Reynir Pétur Ingvarsson fagnaði sjötíu ára afmæli sínu. Reynir Pétur segist vel geta orðið hundrað ára haldi hann áfram að hjóla og hreyfa sig. Reynir Pétur bauð fjölskyldu og bestu vinum sínum í afmælisveisluna í gærkvöldi í Vigdísarhúsi. Boðið var upp á uppáhalds matinn hans, hangikjöt með öllu tilheyrandi og köku og ístertu á eftir. Nokkrar tækifærisræður voru haldnar og heimilismenn voru með skemmtiatriði. Reynir Pétur er mjög vel liðinn á Sólheimum og hrókur alls fagnaðar á staðnum. Frægastur var hann þegar hann gekk Íslandsgönguna 1985 hringinn í kringum landið á 32 dögum. Í dag heldur hann sér í formi með að ganga og hjóla á hverjum degi. „Hann er bara einstakur maður, ég held að hver fruma í honum sé svo heil og hrein og svo falleg og flott og hann er bara svo yndislegur maður. Alltaf glaður og alltaf brosandi. Hérna hjólar hann Sólheimahringinn reglulega, nýkomin á rafmagnshjól, hann er virkur í öllu sem er að gerst. Reynir Pétur er enn að vinna á fullu í gróðurhúsinu, þetta er einstakur maður“, segir Sveinn AlfreðssonÓmar Ragnarsson mætti í afmælið og fór með gamanmál.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvernig finnst Reynir Pétri að vera orðinn 70 ára gamall? „Ég hugsa að ég verði bara áfram minn karakter, Reynir Pétur. Ég ætla að fá að halda áfram að vinna næstu misseri, ekkert að breyta um karakter“, segir Reynir Pétur. „Ef ég held áfram að hreyfa mig og hjóla og allt þetta þá get ég hjólað alveg fram í gröfina, þó ég verð 100 ára“, bætir hann við. Reynir Pétur er mikill stærðfræðisnillingur, hann gaf afmælisgestum smá dæmi um nöfnin á nokkrum tölum.Reynir Pétur með hluta af systkinum sínum í afmælisveislunniMagnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira