Loftus-Cheek afgreiddi Bate með þrennu en jafntefli hjá Arnóri Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2018 20:45 Loftus-Cheek var öflugur í kvöld. Hann þakkaði traustið með þrennu. vísir/getty Chelsea lenti í engum vandræðum með Bate Borisov á heimavelli í Evrópudeildinni í kvöld en enska stórliðið vann öruggan 3-1 sigur. Staðan var 2-0 fyrir Chelsea eftir átta mínútur. Ruben Loftus-Cheek kom Chelsea yfir á annarri mínútu og hann skoraði einnig annað mark Chelsea. Loftus-Cheek var ekki hættur því hann fullkomnaði þrennuna á 54. mínútu en Aleksey Rios minnkaði muninn fyrir gestina áður en yfir lauk. Chelsea er með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina en Bate, PAOK og Vidi eru með þrjú sig í öðru til fjórða sæti riðilsins. Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn er Malmö gerði 1-1 jafntefli við Sarpsborg í I-riðlinum. Sarpsborg jafnaði metin er þrjár mínútur voru eftir. Malmö er með fjögur stig í þriðja sætinu en Sarpsborg er í öðru sætinu á betri markatöl. Genk er á toppnum með sex stig en Besiktas á botninum með þrjú. Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður er Krasnodar tapaði 2-1 fyrir Standard Liege á útivelli. Krasnodar, Sevilla og Standard eru með sex stig í riðlinum en Akhisarspor á botninum án stiga.Úrslit síðari leikja dagsins:G-riðill: Rangers - Spartak Moskva 0-0 Villareal - Rapid Wien 5-0H-riðill: Eintracht Frankfurt - Apollon Limassol 2-0 Marseille - Lazio 1-3I-riðill: Besiktas - Genk 2-4 Sarpsborg - Malmö 1-1J-riðill: Sevilla - Akhisarspor 6-0 Standard Liege - Krasnodar 2-1K-riðill: Jablonec - Astana 1-1 Rennes - Dynamo Kyiv 1-2L-riðill: Chelsea - Bate 3-1 PAOK - Vidi 0-2 Evrópudeild UEFA
Chelsea lenti í engum vandræðum með Bate Borisov á heimavelli í Evrópudeildinni í kvöld en enska stórliðið vann öruggan 3-1 sigur. Staðan var 2-0 fyrir Chelsea eftir átta mínútur. Ruben Loftus-Cheek kom Chelsea yfir á annarri mínútu og hann skoraði einnig annað mark Chelsea. Loftus-Cheek var ekki hættur því hann fullkomnaði þrennuna á 54. mínútu en Aleksey Rios minnkaði muninn fyrir gestina áður en yfir lauk. Chelsea er með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina en Bate, PAOK og Vidi eru með þrjú sig í öðru til fjórða sæti riðilsins. Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn er Malmö gerði 1-1 jafntefli við Sarpsborg í I-riðlinum. Sarpsborg jafnaði metin er þrjár mínútur voru eftir. Malmö er með fjögur stig í þriðja sætinu en Sarpsborg er í öðru sætinu á betri markatöl. Genk er á toppnum með sex stig en Besiktas á botninum með þrjú. Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður er Krasnodar tapaði 2-1 fyrir Standard Liege á útivelli. Krasnodar, Sevilla og Standard eru með sex stig í riðlinum en Akhisarspor á botninum án stiga.Úrslit síðari leikja dagsins:G-riðill: Rangers - Spartak Moskva 0-0 Villareal - Rapid Wien 5-0H-riðill: Eintracht Frankfurt - Apollon Limassol 2-0 Marseille - Lazio 1-3I-riðill: Besiktas - Genk 2-4 Sarpsborg - Malmö 1-1J-riðill: Sevilla - Akhisarspor 6-0 Standard Liege - Krasnodar 2-1K-riðill: Jablonec - Astana 1-1 Rennes - Dynamo Kyiv 1-2L-riðill: Chelsea - Bate 3-1 PAOK - Vidi 0-2
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“