Fótbolti

FIFA vill 48 þjóðir á HM í Katar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Infantino klappar HM styttunni í sumar
Infantino klappar HM styttunni í sumar Vísir/Getty
Möguleikar Íslands á að komast á tvö heimsmeistaramót í röð fengu byr undir báða vængi í dag þegar Gianni Infantino sagði alþjóðaknattspyrnusambandið vera að íhuga 48 liða HM árið 2022.

Heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026 hefur verið staðfest sem 48 þjóða mót og Infantino hefur áður talað um að stækkunin úr 32 í 48 þjóðir gæti átt sér stað fyrr.

Í dag sagði forsetinn að FIFA væri formlega að skoða möguleikan á 48 þjóða HM eftir fjögur ár.

„Ef möguleikinn er fyrir hendi, afhverju ekki?“ sagði Infantino.



Af 16 auka sætum á HM færu fjögur þeirra til asíska knattspyrnusambandsins samkvæmt Infantino. Hin átta sætin munu þá líklega deilast á álfusamböndin fimm sem eftir standa.

Evrópska knattspyrnusambandið er í dag með 13 sæti á HM 2022. Dregið verður í riðla í undankeppni HM í júlí á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×