Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 25-27 | Sterkur sigur Stjörnunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 11. nóvember 2018 21:45 vísir/bára Stjarnan hefndi fyrir ófarirnar gegn Gróttu í bikarkeppninni í miðri viku með því að vinna Seltirninga 27-25 í áttundu umferð Olísdeildar karla í kvöld. Leikurinn fór afar hægt af stað og áttu markmennirnir fyrstu mínúturnar. Þeir vörðu hvern boltann á fætur öðrum og eftir tíu mínútna leik hafði hvort lið skorað tvö mörk. Síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik náðu gestirnir að stíga fram úr og þeir fóru með fjögurra marka forskot inn í hálfleikinn 9-13. Í seinni hálfleik sýndu heimamenn karakter í því að koma aðeins til baka en Stjarnan var samt alltaf með yfirhöndina. Gestirnir virtust hafa gert út um leikinn þegar staðan var orðin 22-26 og aðeins fjórar mínútur eftir af leiknum. Þá tók Einar Jónsson hins vegar leikhlé og las yfir sínum mönnum. Hann náði að kveikja í Seltirningum og þeim tókst að minnka muninn niður í eitt mark þegar örfáar sekúndur voru eftir. Stjörnumönnum tókst að spila sig í gegnum hápressu Gróttu og Egill Magnússon kláraði leikinn með lokamarkinu, lokatölur 25-27.Af hverju vann Stjarnan? Garðbæingar voru betri aðilinn í leiknum, heilt yfir. Þeir voru yfir lengst af og áttu í raun skilið að taka stigin tvö, þó þeir hefðu engum öðrum en sjálfum sér getað kennt um ef Grótta hefði náð að jafna í lokinn þar sem þeir glutruðu niður góðu forskoti.Hverjir stóðu upp úr? Markmenn beggja liða áttu sviðsljósið í dag. Sverrir Andrésson stóð vaktina allan leikinn fyrir Gróttu og þó Hreiðar Levý Guðmundsson væri á skýrslu var hann hvergi sjáanlegur á bekknum vegna veikinda. Sverrir nýtti sér svo sannarlega tækifærið til þess að sanna sig og varði oft á tíðum frábærlega í liði Gróttu. Sveinbjörn Pétursson var einnig frábær í markinu hinu megin og reyndist sóknarmönnum Gróttu erfiður ljár í þúfu.Hvað gekk illa? Markaskorun gekk illa. Markverðirnir voru jú að standa sig mjög vel en skotin voru oft á tíðum ekki mjög góð og bæði lið áttu á tímum í vandræðum með að koma sér í almennileg færi.Hvað gerist næst? Stjarnan fær botnlið Akureyrar í heimsókn í næsta leik um næstu helgi. Grótta fer í Breiðholtið og sækir ÍR heim.Einar er þjálfari Gróttuvísir/daníelEinar: Glórulausar skotákvarðanir og algjörir klaufar „Ég er bara drullu svekktur,“ sagði Einar Jónsson. „Ég hefði viljað ná stigi úr því sem komið var en auðvitað ætluðum við að vinna þetta. Við erum klaufar.“ Hver er munurinn á þessum leik og leik sömu liða á miðvikudaginn í bikarnum? „Fyrst og fremst vantar leikmenn.“ „Í öðru lagi erum við bara rosalegir klaufar. Við erum með allt of marga tæknifeila, glórulausar ákvarðanir á köflum og svo var Bubbi helvíti góður í markinu hjá þeim.“ „Svona er þetta bara stundum, við þurfum bara að skoða þennan leik og reyna að bæta okkur.“ „Skotákvarðanir hérna, við erum skjótandi upp í klukkuna og svona sem er algjörlega glórulaust. Við fórum aðeins út úr okkar leik á köflum en við sýnum mikinn karakter í að koma til baka. Ég hafði á tilfinningunni að við hefðum getað náð að sigla aðeins fram úr þeim þá en við náðum aldrei að komast yfir.“ „Margt jákvætt, sérstaklega karakterinn, en það er margt sem við getum lagað líka, það er ljóst,“ sagði Einar Jónsson.Rúnar Sigtryggsson kom heim í sumar og tók við Stjörnunnivísir/báraRúnar: Næstum heimsmet að gera leikinn spennandi „Ánægður með stigin tvö. Mér fannst það það mikilvægasta í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar. „Slúttin hjá okkur voru frekar döpur hjá okkur. Markmaðurinn þeirra varði vel en að sama skapi þá voru skotin ekki mjög góð, millihæð beint út frá hendi og það vantaði aðeins einbeitingu fannst mér.“ Hvað var það sem skilaði sigrinum fyrir Stjörnuna? „Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum. En við gáfum þeim alltaf færi á að komast aftur inn í leikinn. Klúðrum allt of mikið af dauðafærum. Svo lengi sem við gerum ekki betur en þetta þá stingum við engin lið af, það er klárt.“ „Þetta var ströggl en ég er ánægður með að við náðum í sigurinn þrátt fyrir það. Í næstu umferð ættum við að vera orðnir betri, mér fannst þetta vera mikið hugarfarslegt hjá okkur sem klikkar. Við erum komnir með fjögurra marka forystu hérna í lokin og að við skulum gera leikinn spennandi, það er næstum því heimsmet.“ „Þeir spila alveg hrikalega langar sóknir, skelfilega langar, en gera það vel og berjast vel í vörninni. Það sem þeir gera þeir gera það vel en það reynir rosalega á þolinmæðina. Við erum mjög háðir dómurum hvenær er leiktöf og hvenær ekki og það reynir á þolinmæðina. Það er greinilegt að við erum ekki með mikla þolinmæði og það þarf að laga,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Olís-deild karla
Stjarnan hefndi fyrir ófarirnar gegn Gróttu í bikarkeppninni í miðri viku með því að vinna Seltirninga 27-25 í áttundu umferð Olísdeildar karla í kvöld. Leikurinn fór afar hægt af stað og áttu markmennirnir fyrstu mínúturnar. Þeir vörðu hvern boltann á fætur öðrum og eftir tíu mínútna leik hafði hvort lið skorað tvö mörk. Síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik náðu gestirnir að stíga fram úr og þeir fóru með fjögurra marka forskot inn í hálfleikinn 9-13. Í seinni hálfleik sýndu heimamenn karakter í því að koma aðeins til baka en Stjarnan var samt alltaf með yfirhöndina. Gestirnir virtust hafa gert út um leikinn þegar staðan var orðin 22-26 og aðeins fjórar mínútur eftir af leiknum. Þá tók Einar Jónsson hins vegar leikhlé og las yfir sínum mönnum. Hann náði að kveikja í Seltirningum og þeim tókst að minnka muninn niður í eitt mark þegar örfáar sekúndur voru eftir. Stjörnumönnum tókst að spila sig í gegnum hápressu Gróttu og Egill Magnússon kláraði leikinn með lokamarkinu, lokatölur 25-27.Af hverju vann Stjarnan? Garðbæingar voru betri aðilinn í leiknum, heilt yfir. Þeir voru yfir lengst af og áttu í raun skilið að taka stigin tvö, þó þeir hefðu engum öðrum en sjálfum sér getað kennt um ef Grótta hefði náð að jafna í lokinn þar sem þeir glutruðu niður góðu forskoti.Hverjir stóðu upp úr? Markmenn beggja liða áttu sviðsljósið í dag. Sverrir Andrésson stóð vaktina allan leikinn fyrir Gróttu og þó Hreiðar Levý Guðmundsson væri á skýrslu var hann hvergi sjáanlegur á bekknum vegna veikinda. Sverrir nýtti sér svo sannarlega tækifærið til þess að sanna sig og varði oft á tíðum frábærlega í liði Gróttu. Sveinbjörn Pétursson var einnig frábær í markinu hinu megin og reyndist sóknarmönnum Gróttu erfiður ljár í þúfu.Hvað gekk illa? Markaskorun gekk illa. Markverðirnir voru jú að standa sig mjög vel en skotin voru oft á tíðum ekki mjög góð og bæði lið áttu á tímum í vandræðum með að koma sér í almennileg færi.Hvað gerist næst? Stjarnan fær botnlið Akureyrar í heimsókn í næsta leik um næstu helgi. Grótta fer í Breiðholtið og sækir ÍR heim.Einar er þjálfari Gróttuvísir/daníelEinar: Glórulausar skotákvarðanir og algjörir klaufar „Ég er bara drullu svekktur,“ sagði Einar Jónsson. „Ég hefði viljað ná stigi úr því sem komið var en auðvitað ætluðum við að vinna þetta. Við erum klaufar.“ Hver er munurinn á þessum leik og leik sömu liða á miðvikudaginn í bikarnum? „Fyrst og fremst vantar leikmenn.“ „Í öðru lagi erum við bara rosalegir klaufar. Við erum með allt of marga tæknifeila, glórulausar ákvarðanir á köflum og svo var Bubbi helvíti góður í markinu hjá þeim.“ „Svona er þetta bara stundum, við þurfum bara að skoða þennan leik og reyna að bæta okkur.“ „Skotákvarðanir hérna, við erum skjótandi upp í klukkuna og svona sem er algjörlega glórulaust. Við fórum aðeins út úr okkar leik á köflum en við sýnum mikinn karakter í að koma til baka. Ég hafði á tilfinningunni að við hefðum getað náð að sigla aðeins fram úr þeim þá en við náðum aldrei að komast yfir.“ „Margt jákvætt, sérstaklega karakterinn, en það er margt sem við getum lagað líka, það er ljóst,“ sagði Einar Jónsson.Rúnar Sigtryggsson kom heim í sumar og tók við Stjörnunnivísir/báraRúnar: Næstum heimsmet að gera leikinn spennandi „Ánægður með stigin tvö. Mér fannst það það mikilvægasta í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar. „Slúttin hjá okkur voru frekar döpur hjá okkur. Markmaðurinn þeirra varði vel en að sama skapi þá voru skotin ekki mjög góð, millihæð beint út frá hendi og það vantaði aðeins einbeitingu fannst mér.“ Hvað var það sem skilaði sigrinum fyrir Stjörnuna? „Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum. En við gáfum þeim alltaf færi á að komast aftur inn í leikinn. Klúðrum allt of mikið af dauðafærum. Svo lengi sem við gerum ekki betur en þetta þá stingum við engin lið af, það er klárt.“ „Þetta var ströggl en ég er ánægður með að við náðum í sigurinn þrátt fyrir það. Í næstu umferð ættum við að vera orðnir betri, mér fannst þetta vera mikið hugarfarslegt hjá okkur sem klikkar. Við erum komnir með fjögurra marka forystu hérna í lokin og að við skulum gera leikinn spennandi, það er næstum því heimsmet.“ „Þeir spila alveg hrikalega langar sóknir, skelfilega langar, en gera það vel og berjast vel í vörninni. Það sem þeir gera þeir gera það vel en það reynir rosalega á þolinmæðina. Við erum mjög háðir dómurum hvenær er leiktöf og hvenær ekki og það reynir á þolinmæðina. Það er greinilegt að við erum ekki með mikla þolinmæði og það þarf að laga,“ sagði Rúnar Sigtryggsson.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti