Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍR 24-25 | Breiðhyltinga unnu botnslaginn Guðlaugur Valgeirsson í Framhúsinu í Safamýri skrifar 11. nóvember 2018 19:45 ÍR unnu mikilvægan sigur vísir/bára Framarar tóku á móti ÍR í Safamýrinni í dag. Leikurinn var í 8.umferð Olís deildar karla sem hófst í dag. Bæði lið í neðri hlutanum og því um mikilvægan leik að ræða. ÍR-ingar náðu að kreista fram sigur 25-24 í hörkuleik. Leikurinn fór rólega af stað og voru Framarar skrefinu á undan til að byrja með en ÍR-ingar þó alltaf bara 1 marki á eftir þeim. Það var síðan eftir um 20 mínútna leik þegar ÍR-ingar komust yfir í fyrsta sinn og þeir héldu þeirri forystu út hálfleikinn. Á 21.mínútu fékk Svavar Kári Grétarsson leikmaður Fram beint rautt spjald, Arnar Freyr Guðmundsson leikmaður ÍR rann þá til á vellinum og þegar hann dettur, fer Svavar Kári í andlitið á honum, algjört óviljaverk en dómararnir samt sem áður vissir í sinni sök. Eins og sagði áður þá leiddu ÍR-ingar í hálfleik, 11-9. Arnar Freyr endaði hálfleikinn á stórkostlegu marki beint úr aukakasti! Mjög klaufalegt hjá Framvörninni og Viktori í markinu. ÍR-ingar héldu áfram að leiða með 2 mörkum þar til Fram jafnaði leikinn eftir 8 mínútna leik í síðari hálfleik. Framarar voru ívið sterkari í seinni hálfleik þrátt fyrir að missa annan leikmann útaf með rautt spjald en það var Andri Heimir Friðriksson. Hann braut á Kristjáni Orra í hraðaupphlaupi og ég held að það hafi verið fullkomlega réttlætanlegt rautt spjald. Framarar létu það þó ekki hafa of mikil áhrif á sig og komust 2 mörkum yfir þegar 10 mínútur voru eftir. Sigurður Örn Þorsteinsson með frábæra innkomu í sóknina. ÍR-ingar svöruðu síðan með 3-0 kafla og leiddu þar til Sigurður Örn jafnaði rétt fyrir leikslok. ÍR-ingar skoruðu í lokasókn sinni en Fram hafði tíma til að jafna en tókst það því miður ekki! ÍR-ingar fögnuðu vel og innilega í leikslok enda mjög mikilvægur sigur. Af hverju vann ÍR? Seigla ÍR-inga! Þrátt fyrir að vanta um hálft byrjunarliðið þá tókst liðinu að landa sigrinum. Breidd þeirra sýndi sig í þessum leik en Björgvin Hólmgeirsson meiddist í fyrri hálfleik og spilaði ekkert í þeim síðari. Þrándur leysti Svein Jóhannsson vel af hólmi á línunni og Arnar Freyr var frábær. Hverjir stóðu uppúr? Arnar Freyr Guðmundsson var frábær í liði ÍR! Hann lenti í smá vandræðum til að byrja en hann var kominn með tvær brottvísanir eftir 9 mínútna leik. Hann hinsvegar fór á kostum eftir það og endaði með 9 mörk úr 11 skotum. Stephen Nielsen átti einnig góðan leik fyrir ÍR en hann varði 40% þar af 1 víti. Í liði Fram var Valdimar Sigurðsson markahæstur með 6 mörk þar af 4 úr vítum. Sigurður Örn Þorsteinsson átti svo frábæra innkomu í sóknina í seinni hálfleik og skoraði 5 mörk úr 6 skotum. Hvað gekk illa? Andri Heimir Friðriksson vill væntanlega gleyma þessum leik sem fyrst, hann skoraði ekkert mark úr 4 tilraunum og kórónaði síðan slakan leik með því að fá rautt spjald snemma í síðari hálfleik. Svavar Kári var óheppinn en fékk þó rautt spjald í fyrri hálfleik. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var í vandræðum en hann endaði með 4 mörk úr 11 skotum og að lokum var Viktor Gísli með einungis 25% markvörslu en hann verður að gera betur ef Fram á að vinna leiki eins og þennan. Hjá ÍR-ingum var Sveinn Andri Sveinsson í allskonar vandræðum en hann átti nokkra tapaða bolta og var með 1 mark úr 6 skotum. Bjarni Fritzson talaði reyndar um það í viðtali að hann hafi verið á annarri löppinni í leiknum. Hvað gerist næst? ÍR-ingar taka á móti Gróttu í Austurbergið í öðrum mikilvægum leik en með sigri þar ná ÍR-ingar að slíta sig aðeins frá fallsætunum. Framarar fara hinsvegar í ferðalag á Selfoss og mæta þar Selfyssingum í gífurlega erfiðum leik. Bjarni Fritzson: Gáfumst ekki upp þrátt fyrir áföll Bjarni Fritzson var gífurlega sáttur með sigur sinna manna á Fram í dag en þeir náðu að kreista fram sigur, 25-24 í hörkuleik í dag. „Ég er bara ótrúlega glaður með strákana, þeir gáfust aldrei upp sama hvaða áföll dundu á okkur í dag. Menn héldu áfram, héldu haus og lokuðu þessu síðan ágætlega.” Varðandi áföllin segir Bjarni að Björgvin Hólmgeirsson hafi farið útaf meiddur en gat ekki sagt fyrir víst hversu alvarlegt það væri. „Hann fær einhvern slink á nárann í hreyfingu held ég en ég veit það ekki alveg, það var allavega nógu alvarlegt að hann gat ekki spilað seinni hálfleikinn og það eru aldrei góðar fréttir og síðan er Sveinn Andri á annarri löppinni og þess vegna var þetta ótrúlega dýrmætur sigur.” „Líka útaf því að við höfum verið að tapa jöfnum leikjum á lokamínútunum en núna klárum við einn slíkan og það gefur okkur mjög mikið.” Hann viðurkenndi það að hafa verið áhyggjufullur þegar liðið var 2 mörkum undir og einungis um 10 mínútur eftir af leiknum. „Það hafa allir áhyggjur þegar þeir eru að tapa en mér fannst rosa lítið eftir og við vorum búnir að standa góða vörn. Auðvitað fannst mér ekkert frábært að vera undir en strákarnir sýndu góðan karakter, við tökum leikhlé og strákarnir stigu bara upp í lokin.” Bjarni segir að tímabilið þeirra sé ekkert búið að vera neitt hrikalegt þrátt fyrir dræma stigasöfnun í byrjun vetrar. „Mér finnst tímabilið hjá okkur ekkert búið að vera neitt slæmt þrátt fyrir það hvað aðrir segja, það þarf engu að snúa. Við spiluðum vel gegn Haukum þrátt fyrir að það vantaði menn og það var ansi sterkt stig þar. Það vantar menn hérna í dag líka og Björgvin dettur út.” „Mér finnst við bara góðir og við þurfum bara halda áfram að vinna í okkar málum, við verðum stórhættulegir í vetur.” Varðandi framhaldið með Bergvin Þór Gíslason sagði hann stöðuna ekki nógu góða. „Staðan er ekki alveg nógu góð, hann verður pottþétt ekki með í næsta leik,” sagði Bjarni að lokum glottandi. Guðmundur Helgi: Stöngin út í dag Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Fram var gífurlega svekktur í leikslok eftir að lið hans tapaði með einu marki fyrir ÍR í dag! „Ég er bara drullusvekktur, hörkuleikur sem gat endað á báða bóga og ég er mjög svekktur að við skyldum ekki náð að klára þetta.” Hann segist þurfa sjá rauðu spjöldin aftur en var samt ekki sáttur með hvorugt spjaldið. „Ég þarf að sjá þetta aftur, ég er ekki sammála þessu, báðum tilfellum. Ég þarf að sjá þetta aftur áður en ég tjái mig meira um þetta en þetta var mjög dýrt fyrir okkar lið. Fram leiddi með 2 mörkum þgar stutt var eftiren fengu svo á sig 3-0 kafla. Guðmundur Helgi sagði þetta hafa verið stöngin út hjá sínum mönnum. „Svona bara gerist stundum, Viktor fær boltann í bakið og inn, við erum óheppnir. Stöngin inn hjá þeim og stöngin út hjá okkur. Þannig í rauninni töpum við þessum leik en baráttan var til staðar og við erum að halda þeim í 25 mörkum en ég hefði viljað sjá 26 okkar megin,” sagði svekktur Guðmundur Helgi. Arnar Freyr: Ég er prúðasti leikmaður ever Arnar Freyr Guðmundsson leikmaður ÍR var gjörsamlega frábær í dag og án nokkurs vafa maður leiksins í sigri liðsins. Hann skoraði 9 mörk úr 11 skotum. „Rosalega kærkomið, 4 stiga leikur. Við erum búnir að vera í miklu brasi og erfiðu prógrammi. Þetta var risaleikur fyrir okkur og menn í meiðslum. Missum svo að auki Bjögga (Björgvin Hólmgeirsson) en hann tognar í læri. Geggjaður sigur, liðssigur,” sagði Arnar Freyr varðandi mikilvægi sigursins. Það gekk nánast allt upp hjá Arnari Frey í dag en hann var frábær í sókninni. „Já það gekk eiginlega allt upp sem ég gerði, gott að fá tækifæri en leiðinlegt að hinir séu meiddir. Kærkomið tækifæri sem ég er búinn að vera bíða eftir og gott að grípa það.” Hann þurfti samt að passa sig í vörninni en hann var kominn með tvær brottvísanir mjög snemma leiks. „Ég er nú einhver prúðasti leikmaður ever en ég var bara óheppinn, rangur maður á röngum tíma má segja.” Varðandi rauða spaldið sagði hann þetta vera óviljaverk þrátt fyrir að Svavar Kári hafi farið í andlitið á sér en hann var með blóð á treyjunni til að sanna það. „Hann fer vissulega í andlitið á mér, ég renn eitthvað til og hann ætlar ekki í andlitið á mér. Þetta var óviljaverk.” Hann segist að sjálfsögðu ætla halda þessu áfram í næstu leikjum. „Það væri óskandi, hörkuleikur í næstu umferð á móti Gróttu, annar 4 stiga leikur sem við þurfum að vinna,” sagði Arnar Freyr að lokum. Olís-deild karla
Framarar tóku á móti ÍR í Safamýrinni í dag. Leikurinn var í 8.umferð Olís deildar karla sem hófst í dag. Bæði lið í neðri hlutanum og því um mikilvægan leik að ræða. ÍR-ingar náðu að kreista fram sigur 25-24 í hörkuleik. Leikurinn fór rólega af stað og voru Framarar skrefinu á undan til að byrja með en ÍR-ingar þó alltaf bara 1 marki á eftir þeim. Það var síðan eftir um 20 mínútna leik þegar ÍR-ingar komust yfir í fyrsta sinn og þeir héldu þeirri forystu út hálfleikinn. Á 21.mínútu fékk Svavar Kári Grétarsson leikmaður Fram beint rautt spjald, Arnar Freyr Guðmundsson leikmaður ÍR rann þá til á vellinum og þegar hann dettur, fer Svavar Kári í andlitið á honum, algjört óviljaverk en dómararnir samt sem áður vissir í sinni sök. Eins og sagði áður þá leiddu ÍR-ingar í hálfleik, 11-9. Arnar Freyr endaði hálfleikinn á stórkostlegu marki beint úr aukakasti! Mjög klaufalegt hjá Framvörninni og Viktori í markinu. ÍR-ingar héldu áfram að leiða með 2 mörkum þar til Fram jafnaði leikinn eftir 8 mínútna leik í síðari hálfleik. Framarar voru ívið sterkari í seinni hálfleik þrátt fyrir að missa annan leikmann útaf með rautt spjald en það var Andri Heimir Friðriksson. Hann braut á Kristjáni Orra í hraðaupphlaupi og ég held að það hafi verið fullkomlega réttlætanlegt rautt spjald. Framarar létu það þó ekki hafa of mikil áhrif á sig og komust 2 mörkum yfir þegar 10 mínútur voru eftir. Sigurður Örn Þorsteinsson með frábæra innkomu í sóknina. ÍR-ingar svöruðu síðan með 3-0 kafla og leiddu þar til Sigurður Örn jafnaði rétt fyrir leikslok. ÍR-ingar skoruðu í lokasókn sinni en Fram hafði tíma til að jafna en tókst það því miður ekki! ÍR-ingar fögnuðu vel og innilega í leikslok enda mjög mikilvægur sigur. Af hverju vann ÍR? Seigla ÍR-inga! Þrátt fyrir að vanta um hálft byrjunarliðið þá tókst liðinu að landa sigrinum. Breidd þeirra sýndi sig í þessum leik en Björgvin Hólmgeirsson meiddist í fyrri hálfleik og spilaði ekkert í þeim síðari. Þrándur leysti Svein Jóhannsson vel af hólmi á línunni og Arnar Freyr var frábær. Hverjir stóðu uppúr? Arnar Freyr Guðmundsson var frábær í liði ÍR! Hann lenti í smá vandræðum til að byrja en hann var kominn með tvær brottvísanir eftir 9 mínútna leik. Hann hinsvegar fór á kostum eftir það og endaði með 9 mörk úr 11 skotum. Stephen Nielsen átti einnig góðan leik fyrir ÍR en hann varði 40% þar af 1 víti. Í liði Fram var Valdimar Sigurðsson markahæstur með 6 mörk þar af 4 úr vítum. Sigurður Örn Þorsteinsson átti svo frábæra innkomu í sóknina í seinni hálfleik og skoraði 5 mörk úr 6 skotum. Hvað gekk illa? Andri Heimir Friðriksson vill væntanlega gleyma þessum leik sem fyrst, hann skoraði ekkert mark úr 4 tilraunum og kórónaði síðan slakan leik með því að fá rautt spjald snemma í síðari hálfleik. Svavar Kári var óheppinn en fékk þó rautt spjald í fyrri hálfleik. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var í vandræðum en hann endaði með 4 mörk úr 11 skotum og að lokum var Viktor Gísli með einungis 25% markvörslu en hann verður að gera betur ef Fram á að vinna leiki eins og þennan. Hjá ÍR-ingum var Sveinn Andri Sveinsson í allskonar vandræðum en hann átti nokkra tapaða bolta og var með 1 mark úr 6 skotum. Bjarni Fritzson talaði reyndar um það í viðtali að hann hafi verið á annarri löppinni í leiknum. Hvað gerist næst? ÍR-ingar taka á móti Gróttu í Austurbergið í öðrum mikilvægum leik en með sigri þar ná ÍR-ingar að slíta sig aðeins frá fallsætunum. Framarar fara hinsvegar í ferðalag á Selfoss og mæta þar Selfyssingum í gífurlega erfiðum leik. Bjarni Fritzson: Gáfumst ekki upp þrátt fyrir áföll Bjarni Fritzson var gífurlega sáttur með sigur sinna manna á Fram í dag en þeir náðu að kreista fram sigur, 25-24 í hörkuleik í dag. „Ég er bara ótrúlega glaður með strákana, þeir gáfust aldrei upp sama hvaða áföll dundu á okkur í dag. Menn héldu áfram, héldu haus og lokuðu þessu síðan ágætlega.” Varðandi áföllin segir Bjarni að Björgvin Hólmgeirsson hafi farið útaf meiddur en gat ekki sagt fyrir víst hversu alvarlegt það væri. „Hann fær einhvern slink á nárann í hreyfingu held ég en ég veit það ekki alveg, það var allavega nógu alvarlegt að hann gat ekki spilað seinni hálfleikinn og það eru aldrei góðar fréttir og síðan er Sveinn Andri á annarri löppinni og þess vegna var þetta ótrúlega dýrmætur sigur.” „Líka útaf því að við höfum verið að tapa jöfnum leikjum á lokamínútunum en núna klárum við einn slíkan og það gefur okkur mjög mikið.” Hann viðurkenndi það að hafa verið áhyggjufullur þegar liðið var 2 mörkum undir og einungis um 10 mínútur eftir af leiknum. „Það hafa allir áhyggjur þegar þeir eru að tapa en mér fannst rosa lítið eftir og við vorum búnir að standa góða vörn. Auðvitað fannst mér ekkert frábært að vera undir en strákarnir sýndu góðan karakter, við tökum leikhlé og strákarnir stigu bara upp í lokin.” Bjarni segir að tímabilið þeirra sé ekkert búið að vera neitt hrikalegt þrátt fyrir dræma stigasöfnun í byrjun vetrar. „Mér finnst tímabilið hjá okkur ekkert búið að vera neitt slæmt þrátt fyrir það hvað aðrir segja, það þarf engu að snúa. Við spiluðum vel gegn Haukum þrátt fyrir að það vantaði menn og það var ansi sterkt stig þar. Það vantar menn hérna í dag líka og Björgvin dettur út.” „Mér finnst við bara góðir og við þurfum bara halda áfram að vinna í okkar málum, við verðum stórhættulegir í vetur.” Varðandi framhaldið með Bergvin Þór Gíslason sagði hann stöðuna ekki nógu góða. „Staðan er ekki alveg nógu góð, hann verður pottþétt ekki með í næsta leik,” sagði Bjarni að lokum glottandi. Guðmundur Helgi: Stöngin út í dag Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Fram var gífurlega svekktur í leikslok eftir að lið hans tapaði með einu marki fyrir ÍR í dag! „Ég er bara drullusvekktur, hörkuleikur sem gat endað á báða bóga og ég er mjög svekktur að við skyldum ekki náð að klára þetta.” Hann segist þurfa sjá rauðu spjöldin aftur en var samt ekki sáttur með hvorugt spjaldið. „Ég þarf að sjá þetta aftur, ég er ekki sammála þessu, báðum tilfellum. Ég þarf að sjá þetta aftur áður en ég tjái mig meira um þetta en þetta var mjög dýrt fyrir okkar lið. Fram leiddi með 2 mörkum þgar stutt var eftiren fengu svo á sig 3-0 kafla. Guðmundur Helgi sagði þetta hafa verið stöngin út hjá sínum mönnum. „Svona bara gerist stundum, Viktor fær boltann í bakið og inn, við erum óheppnir. Stöngin inn hjá þeim og stöngin út hjá okkur. Þannig í rauninni töpum við þessum leik en baráttan var til staðar og við erum að halda þeim í 25 mörkum en ég hefði viljað sjá 26 okkar megin,” sagði svekktur Guðmundur Helgi. Arnar Freyr: Ég er prúðasti leikmaður ever Arnar Freyr Guðmundsson leikmaður ÍR var gjörsamlega frábær í dag og án nokkurs vafa maður leiksins í sigri liðsins. Hann skoraði 9 mörk úr 11 skotum. „Rosalega kærkomið, 4 stiga leikur. Við erum búnir að vera í miklu brasi og erfiðu prógrammi. Þetta var risaleikur fyrir okkur og menn í meiðslum. Missum svo að auki Bjögga (Björgvin Hólmgeirsson) en hann tognar í læri. Geggjaður sigur, liðssigur,” sagði Arnar Freyr varðandi mikilvægi sigursins. Það gekk nánast allt upp hjá Arnari Frey í dag en hann var frábær í sókninni. „Já það gekk eiginlega allt upp sem ég gerði, gott að fá tækifæri en leiðinlegt að hinir séu meiddir. Kærkomið tækifæri sem ég er búinn að vera bíða eftir og gott að grípa það.” Hann þurfti samt að passa sig í vörninni en hann var kominn með tvær brottvísanir mjög snemma leiks. „Ég er nú einhver prúðasti leikmaður ever en ég var bara óheppinn, rangur maður á röngum tíma má segja.” Varðandi rauða spaldið sagði hann þetta vera óviljaverk þrátt fyrir að Svavar Kári hafi farið í andlitið á sér en hann var með blóð á treyjunni til að sanna það. „Hann fer vissulega í andlitið á mér, ég renn eitthvað til og hann ætlar ekki í andlitið á mér. Þetta var óviljaverk.” Hann segist að sjálfsögðu ætla halda þessu áfram í næstu leikjum. „Það væri óskandi, hörkuleikur í næstu umferð á móti Gróttu, annar 4 stiga leikur sem við þurfum að vinna,” sagði Arnar Freyr að lokum.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti