Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 22-31 | Stórsigur Vals fyrir norðan Jón Ágúst Eyjólfsson í Höllinni á Akureyri skrifar 11. nóvember 2018 00:01 vísir/bára Leikur Akureyrar og Vals í Olísdeild karla var fjörugur frá upphafi til enda. Jafn og skemmtilegur fyrri hálfleikur en Valsmenn tóku völdin í þeim síðari og unnu öruggan 22 – 31 sigur. Mikið jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik og í upphafi var það einungis betri markvarsla Daníels Freys í marki Vals sem skildi liðin að. Þrátt fyrir jafnan leik, svona heilt yfir, hafði maður á tilfinningunni að Valsmenn hefðu yfirhöndina. Varnarleikur beggja liða var frekar slakur og skoruðu bæði lið mikið af auðveldum mörkum. Þegar fyrri hálfleiknum lauk leiddu gestirnir með tveimur mörkum, 12 – 14. Síðari hálfleikurinn var eign gestanna frá upphafi til enda og það skipti engu máli þó svo að Sverre, þjálfari Akureyrar, spilaði með sjö gegn sex í sókninni eða maður á mann vörn. Valsmenn áttu alltaf svar á reiðum höndum. Jafnt þétt juku þeir forskotið og fór svo að lokum að þeir sigruðu með níu marka mun, 22 – 31. Afhverju vann Valur? Fyrst og fremst vegna þess að þeir eru betra lið. Þrátt fyrir það hefðu Akureyringar getað strítt þeim mun meira og þeir sýndu vissulega klærnar í fyrri hálfleik en það sem gerði útslagið var markvarsla Daníels Freys í marki Vals en hann varði 23 skot sem skilaði 51% markvörslu. Hverjir stóðu uppúr? Eins og fyrr segir stóð Daníel Freyr Andrésson upp úr og var lang besti maður vallarins í dag. Anton Rúnarsson skilaði sex mörkum og Robert Aron fimm fyrir gestina. Hjá heimamönnum var Ihor Kopyshynski markahæstur með fjögur mörk. Arnar Þór Fylkisson átti góða innkomu í markinu í fyrri hálfleik en náði ekki að halda sama dampi í þeim síðari. Hvað gekk illa? Vörn beggja liða var slök í fyrri hálfleik en Valsmenn bættu úr því í þeim síðari en Akureyringum tókst það ekki. Svo verður að minnast á það að Marius Aleksejev varði aðeins fjögur skot af 21 skot sem hann fékk á sig. Það er ekki nema 19% markvarsla sem getur ekki talist gott fyrir atvinnumann. Hvað gerist næst? Akureyringar heimsækja Stjörnuna í Garðabænum í viðureign tveggja neðstu liðanna en Valsmenn fá Fh inga í heimsókn á Hlíðarenda. Gulli Arnars: Tókum þennan hálfleik með trompi Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn Akureyri í dag. ,,Ég er virkilega ánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur. Við lokuðum vörninni og Danni fór að verja vel og við náðum að refsa þeim og tókum þennan hálfleik með trompi og sýndum að við vorum betri í dag,“ sagði Guðlaugur og bætti við að hans menn hafi þrátt fyrir allt strögglað í fyrri hálfleiknum og mætt mikilli mótspyrnu af hálfu heimamanna. „Þetta var hörkuleikur og það er erfitt að koma hingað og mæta þeim. Þeir berjast og eru kröftugir þannig að ég er fyrst og fremst ánægður með seinni hálfleikinn.“ Guðlaugur var ekki nægilega sáttur með varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Þeir náðu að skjóta svolítið í gegnum okkur og slíta okkur í sundur og sérstaklega miðja vörnina, við vorum svolítið óánægðir með það hvernig færslan var á vörninni og hvar við vorum að standa og hvernig við stóðum á þá en um leið og við bættum þessa litlu forvinnu og þéttum okkur aðeins og hleyptum þeim í þau skot sem við vildum að þeir tækju þá var þetta mun auðveldara.“ Hann vildi þó ekki taka neitt af heimamönnum og sagði þá hafa gert vel í fyrri hálfleiknum. „Þeir voru búnir að skipuleggja sig vel á móti okkur og mættu vel inn í leikinn,“ bætti Guðlaugur við. Agnar Smári Jónsson spilaði ekki mínútu í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í síðari hálfleikinn og skilaði sínu hlutverki vel. „Hann (Agnar) er búinn að vera að glíma við smávægileg meiðsli í síðustu viku og við vildum leyfa Ásgeiri að byrja, enda hefur hann staðið sig vel undanfarið og gerði vel hér í fyrri hálfleiknum. Aggi kom svo mjög vel inn í síðari hálfleikinn, bæði varnar- og sóknarlega, við erum mjög ánægðir með það.“ Daníel Freyr, markvörður Valsara varði gríðarlega vel í dag og sgaði Guðlaugur það gríðarlega gott að hafa hann í markinu. „Þetta er annar leikurinn í röð sem að hann er með mjög góða markvörslu í 60 mínútur og það veitir vörninni aukið sjálfsöryggi að hafa jafn góðan mann í markinu,“ sagði Guðlaugur. „Við nýtum tímann meðan við keyrum suður og byrjum að ræða það,“ sagði Guðlaugur léttur í bragði að lokum þegar hann var spurður út í undirbúningin fyrir næsta leik í deildinni gegn Fh ingum. Sverre Jakobsson: Lendum á vegg í síðari hálfleik. Þjálfari Akureyrar, Sverre Jakobsson, var að vonum svekktur eftir slæmt tap sinna manna gegn Valsmönnum á heimavelli fyrr í dag. „Auðvitað svekkjandi að ná ekki að gera meiri leik úr þessu. Mér fannst fyrri hálfleikurinn að mörgu leyti góður og við vinnum okkur hægt og rólega inn í þann leik og förum að fá markvörslu þegar líður á hálfleikinn og við það myndast nokkuð góð stemmning og trú á verkefnið og staðan í hálfleik bara nokkuð góð,“ sagði Sverre og bætti svo við að ,,svo lendum við bara á vegg í síðari hálfleik og ég er kannski mest svekktur með að mér fannst menn bara gefast allt of fljótt upp í seinni hálfleik.“ Valsarar hófu síðari hálfleikinn á því að skora þrjú mörk í röð og virtust leikmenn Akureyrar ekki ná að bregðast við því mótlæti. „Við þurftum að reyna að vinna í lausnum, sem við höfum, en mér fannst kannski svona sjálfstraustið svona fylgja þegar þeir taka þetta 3-0 áhlaup og við náum bara ekki að vinna okkur úr því. Þetta er fyrir marga góður skóli en erfiður líka og við þurfum að halda áfram að styðja við okkar leikmenn. Þeir eru að leggja mikið á sig og það er örugglega virkilega erfitt fyrir þá að labba út af vellinum eftir svona leik en við höldum bara áfram.“ Akureyringar urðu fyrir áfalli undir lok fyrri hálfleiks þegar Valþór Atli Guðrúnarson meiðist á ökkla og tekur svo ekki frekari þátt í leiknum. „Ég er hræddur um að hann sé úr leik í einhvern tíma, því miður. Hann var búinn að stýra þessu vel og mér fannst sóknarleikurinn okkar til fyrirmyndar í fyrri hálfleik og margt mjög gott í fyrri og við ánægðir með hann heilt yfir en ég get ekki sagt alveg það sama um síðari hálfleikinn,“ sagði Sverre og bætti því við og ítrekaði að ,,það svíður svolítið þessi uppgjöf.“ Sverra og Ingimundur gerðu allt hvað þeir gátu til að snúa taflinu sér í vil í síðari hálfleik og leikur liðsins skánaði við breytingarnar. „Það þarf margt að ganga upp og hugur þarf að fylgja máli en mér fannst eins og menn væru bara búnir að veifa hvíta flagginu of snemma og þar af leiðandi er erfitt að fá það fram sem breytingarnar eiga að skila og þess vegna náðum við aldrei að koma okkur aftur almennilega inn í leikinn.“ Akureyringar mæta Stjörnunni í næstu umferð og myndu margir vilja tala um svokallaðan fjögurra stiga leik. Sverre gaf lítið fyrir það og sagði einfaldlega alla leiki vera fjögurra stiga leiki. „Okkar hlutverk er einfaldlega að gera liðið samkeppnishæft í hverjum leik hvort sem það er fjagra stiga leikur eða ekki þá eru alltaf tvö stig í boði og við þurfum bara að berjast fyrir hverjum einasta séns sem við höfum,“ sagði Sverre að lokum. Olís-deild karla
Leikur Akureyrar og Vals í Olísdeild karla var fjörugur frá upphafi til enda. Jafn og skemmtilegur fyrri hálfleikur en Valsmenn tóku völdin í þeim síðari og unnu öruggan 22 – 31 sigur. Mikið jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik og í upphafi var það einungis betri markvarsla Daníels Freys í marki Vals sem skildi liðin að. Þrátt fyrir jafnan leik, svona heilt yfir, hafði maður á tilfinningunni að Valsmenn hefðu yfirhöndina. Varnarleikur beggja liða var frekar slakur og skoruðu bæði lið mikið af auðveldum mörkum. Þegar fyrri hálfleiknum lauk leiddu gestirnir með tveimur mörkum, 12 – 14. Síðari hálfleikurinn var eign gestanna frá upphafi til enda og það skipti engu máli þó svo að Sverre, þjálfari Akureyrar, spilaði með sjö gegn sex í sókninni eða maður á mann vörn. Valsmenn áttu alltaf svar á reiðum höndum. Jafnt þétt juku þeir forskotið og fór svo að lokum að þeir sigruðu með níu marka mun, 22 – 31. Afhverju vann Valur? Fyrst og fremst vegna þess að þeir eru betra lið. Þrátt fyrir það hefðu Akureyringar getað strítt þeim mun meira og þeir sýndu vissulega klærnar í fyrri hálfleik en það sem gerði útslagið var markvarsla Daníels Freys í marki Vals en hann varði 23 skot sem skilaði 51% markvörslu. Hverjir stóðu uppúr? Eins og fyrr segir stóð Daníel Freyr Andrésson upp úr og var lang besti maður vallarins í dag. Anton Rúnarsson skilaði sex mörkum og Robert Aron fimm fyrir gestina. Hjá heimamönnum var Ihor Kopyshynski markahæstur með fjögur mörk. Arnar Þór Fylkisson átti góða innkomu í markinu í fyrri hálfleik en náði ekki að halda sama dampi í þeim síðari. Hvað gekk illa? Vörn beggja liða var slök í fyrri hálfleik en Valsmenn bættu úr því í þeim síðari en Akureyringum tókst það ekki. Svo verður að minnast á það að Marius Aleksejev varði aðeins fjögur skot af 21 skot sem hann fékk á sig. Það er ekki nema 19% markvarsla sem getur ekki talist gott fyrir atvinnumann. Hvað gerist næst? Akureyringar heimsækja Stjörnuna í Garðabænum í viðureign tveggja neðstu liðanna en Valsmenn fá Fh inga í heimsókn á Hlíðarenda. Gulli Arnars: Tókum þennan hálfleik með trompi Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn Akureyri í dag. ,,Ég er virkilega ánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur. Við lokuðum vörninni og Danni fór að verja vel og við náðum að refsa þeim og tókum þennan hálfleik með trompi og sýndum að við vorum betri í dag,“ sagði Guðlaugur og bætti við að hans menn hafi þrátt fyrir allt strögglað í fyrri hálfleiknum og mætt mikilli mótspyrnu af hálfu heimamanna. „Þetta var hörkuleikur og það er erfitt að koma hingað og mæta þeim. Þeir berjast og eru kröftugir þannig að ég er fyrst og fremst ánægður með seinni hálfleikinn.“ Guðlaugur var ekki nægilega sáttur með varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Þeir náðu að skjóta svolítið í gegnum okkur og slíta okkur í sundur og sérstaklega miðja vörnina, við vorum svolítið óánægðir með það hvernig færslan var á vörninni og hvar við vorum að standa og hvernig við stóðum á þá en um leið og við bættum þessa litlu forvinnu og þéttum okkur aðeins og hleyptum þeim í þau skot sem við vildum að þeir tækju þá var þetta mun auðveldara.“ Hann vildi þó ekki taka neitt af heimamönnum og sagði þá hafa gert vel í fyrri hálfleiknum. „Þeir voru búnir að skipuleggja sig vel á móti okkur og mættu vel inn í leikinn,“ bætti Guðlaugur við. Agnar Smári Jónsson spilaði ekki mínútu í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í síðari hálfleikinn og skilaði sínu hlutverki vel. „Hann (Agnar) er búinn að vera að glíma við smávægileg meiðsli í síðustu viku og við vildum leyfa Ásgeiri að byrja, enda hefur hann staðið sig vel undanfarið og gerði vel hér í fyrri hálfleiknum. Aggi kom svo mjög vel inn í síðari hálfleikinn, bæði varnar- og sóknarlega, við erum mjög ánægðir með það.“ Daníel Freyr, markvörður Valsara varði gríðarlega vel í dag og sgaði Guðlaugur það gríðarlega gott að hafa hann í markinu. „Þetta er annar leikurinn í röð sem að hann er með mjög góða markvörslu í 60 mínútur og það veitir vörninni aukið sjálfsöryggi að hafa jafn góðan mann í markinu,“ sagði Guðlaugur. „Við nýtum tímann meðan við keyrum suður og byrjum að ræða það,“ sagði Guðlaugur léttur í bragði að lokum þegar hann var spurður út í undirbúningin fyrir næsta leik í deildinni gegn Fh ingum. Sverre Jakobsson: Lendum á vegg í síðari hálfleik. Þjálfari Akureyrar, Sverre Jakobsson, var að vonum svekktur eftir slæmt tap sinna manna gegn Valsmönnum á heimavelli fyrr í dag. „Auðvitað svekkjandi að ná ekki að gera meiri leik úr þessu. Mér fannst fyrri hálfleikurinn að mörgu leyti góður og við vinnum okkur hægt og rólega inn í þann leik og förum að fá markvörslu þegar líður á hálfleikinn og við það myndast nokkuð góð stemmning og trú á verkefnið og staðan í hálfleik bara nokkuð góð,“ sagði Sverre og bætti svo við að ,,svo lendum við bara á vegg í síðari hálfleik og ég er kannski mest svekktur með að mér fannst menn bara gefast allt of fljótt upp í seinni hálfleik.“ Valsarar hófu síðari hálfleikinn á því að skora þrjú mörk í röð og virtust leikmenn Akureyrar ekki ná að bregðast við því mótlæti. „Við þurftum að reyna að vinna í lausnum, sem við höfum, en mér fannst kannski svona sjálfstraustið svona fylgja þegar þeir taka þetta 3-0 áhlaup og við náum bara ekki að vinna okkur úr því. Þetta er fyrir marga góður skóli en erfiður líka og við þurfum að halda áfram að styðja við okkar leikmenn. Þeir eru að leggja mikið á sig og það er örugglega virkilega erfitt fyrir þá að labba út af vellinum eftir svona leik en við höldum bara áfram.“ Akureyringar urðu fyrir áfalli undir lok fyrri hálfleiks þegar Valþór Atli Guðrúnarson meiðist á ökkla og tekur svo ekki frekari þátt í leiknum. „Ég er hræddur um að hann sé úr leik í einhvern tíma, því miður. Hann var búinn að stýra þessu vel og mér fannst sóknarleikurinn okkar til fyrirmyndar í fyrri hálfleik og margt mjög gott í fyrri og við ánægðir með hann heilt yfir en ég get ekki sagt alveg það sama um síðari hálfleikinn,“ sagði Sverre og bætti því við og ítrekaði að ,,það svíður svolítið þessi uppgjöf.“ Sverra og Ingimundur gerðu allt hvað þeir gátu til að snúa taflinu sér í vil í síðari hálfleik og leikur liðsins skánaði við breytingarnar. „Það þarf margt að ganga upp og hugur þarf að fylgja máli en mér fannst eins og menn væru bara búnir að veifa hvíta flagginu of snemma og þar af leiðandi er erfitt að fá það fram sem breytingarnar eiga að skila og þess vegna náðum við aldrei að koma okkur aftur almennilega inn í leikinn.“ Akureyringar mæta Stjörnunni í næstu umferð og myndu margir vilja tala um svokallaðan fjögurra stiga leik. Sverre gaf lítið fyrir það og sagði einfaldlega alla leiki vera fjögurra stiga leiki. „Okkar hlutverk er einfaldlega að gera liðið samkeppnishæft í hverjum leik hvort sem það er fjagra stiga leikur eða ekki þá eru alltaf tvö stig í boði og við þurfum bara að berjast fyrir hverjum einasta séns sem við höfum,“ sagði Sverre að lokum.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti