700 fermetra hús kínverska sendiráðsins við Víðimel komið á sölu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. nóvember 2018 10:30 Húsið stendur við Víðimel 29. Fasteignasalan Miklaborg hefur hafið sölumeðferð á Víðimel 29 sem er í eigu kínverska sendiráðsins. Um er að ræða eina af glæsilegri byggingum Vesturbæjar Reykjavíkur hönnuð af Einari Sveinssyni arkitekt. Húsið hefur staðið autt um árabil og má muna fífil sinn fegurri. „Miðað við þann áhuga sem hefur verið sýndur og byggt út frá því ætti húsið að seljast á 250-300 milljónir ,“ segir Jón Rafn Valdimarsson sem sér um fasteignasöluferlið sjálft. „Ástand hússins er mjög misjafnt. Það hefur til að mynda ekki verið nein kynding í húsinu í sex ár og því er allt gólfefni ónýtt. Parkteið bólgnar upp við slíkar aðstæður. Það er leki á nokkrum stöðum.“ Hann segir að húsið hafi tekið miklum breytingum eftir að það varð að sendiráði. „Það þarf auðvitað að koma því í gott stand og jafnvel setja upp fimm íbúðir eins og það var upphaflega. Svo er reyndar hægt að hafa það sem eitt stórt fjölskylduhús.“ Fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2 í fyrra að nágrannar væru uggandi yfir vanhirðu á húsinu. Það hefði staðið autt síðan árið 2012. Samkvæmt fasteignaskrá er húsbyggingin 724,5 fermetrar að stærð en einhverjir fermetrar eru óskráðir þar sem áður var sameiginlegt rými. Skipulag hússins hefur verið breytt frá upprunalegri teikningu og skráningu fasteignaskrár en samkvæmt þeirri skrá er gert ráð fyrir 5 íbúðum í húsinu ásamt bílskúr. Íbúðirnar eru í mismunandi stærðum og eru meðal annars tvær glæsilegar hæðir, hvor þeirra rúmlega 200 fermetrar að stærð. Alls eru 19 herbergi í húsinu og fimm baðherbergi en fasteignamat eignarinnar er 253 milljónir.Hér má sjá yfirlitsmynd af bakgarðinum.Húsið stendur á besta stað í Vesturbænum. Hús og heimili Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Fasteignasalan Miklaborg hefur hafið sölumeðferð á Víðimel 29 sem er í eigu kínverska sendiráðsins. Um er að ræða eina af glæsilegri byggingum Vesturbæjar Reykjavíkur hönnuð af Einari Sveinssyni arkitekt. Húsið hefur staðið autt um árabil og má muna fífil sinn fegurri. „Miðað við þann áhuga sem hefur verið sýndur og byggt út frá því ætti húsið að seljast á 250-300 milljónir ,“ segir Jón Rafn Valdimarsson sem sér um fasteignasöluferlið sjálft. „Ástand hússins er mjög misjafnt. Það hefur til að mynda ekki verið nein kynding í húsinu í sex ár og því er allt gólfefni ónýtt. Parkteið bólgnar upp við slíkar aðstæður. Það er leki á nokkrum stöðum.“ Hann segir að húsið hafi tekið miklum breytingum eftir að það varð að sendiráði. „Það þarf auðvitað að koma því í gott stand og jafnvel setja upp fimm íbúðir eins og það var upphaflega. Svo er reyndar hægt að hafa það sem eitt stórt fjölskylduhús.“ Fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2 í fyrra að nágrannar væru uggandi yfir vanhirðu á húsinu. Það hefði staðið autt síðan árið 2012. Samkvæmt fasteignaskrá er húsbyggingin 724,5 fermetrar að stærð en einhverjir fermetrar eru óskráðir þar sem áður var sameiginlegt rými. Skipulag hússins hefur verið breytt frá upprunalegri teikningu og skráningu fasteignaskrár en samkvæmt þeirri skrá er gert ráð fyrir 5 íbúðum í húsinu ásamt bílskúr. Íbúðirnar eru í mismunandi stærðum og eru meðal annars tvær glæsilegar hæðir, hvor þeirra rúmlega 200 fermetrar að stærð. Alls eru 19 herbergi í húsinu og fimm baðherbergi en fasteignamat eignarinnar er 253 milljónir.Hér má sjá yfirlitsmynd af bakgarðinum.Húsið stendur á besta stað í Vesturbænum.
Hús og heimili Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira