Auðvelt hjá City og Real Madrid │Öll úrslit kvöldsins Anton Ingi Leifsson skrifar 7. nóvember 2018 22:00 Jesus fagnar þrennunni í kvöld. vísir/getty Manchester City rótburstaði Shaktar Donetsk, 6-0, í leik liðanna á Etihad í kvöld. Gabriel Jesus var á skotskónum og skoraði þrjú mörk. Veislan hófst snemma á Etihad því David Silva kom City yfir á 13. mínútu og ellefu mínútum síðar tvöfaldaði Gabriel Jesus forystuna af vítapunktinum eftir ótrúlegan vítaspyrnudóm. Raheem Sterling skoraði þriðja markið á 49. mínútu og áður en yfir lauk bætti Gabriel Jesus við tveimur mörkum og Alsíringurinn Riyad Mahrez eitt. Lokatölur 6-0. Í hinum leik riðilsins var mikil spenna þar sem Lyon og Hoffenheim gerðu 2-2 jafntefli. Lyon komst í 2-0 og Hoffenheim missti mann af velli en þeir náðu að skora tvö mörk og það síðari í uppbótartíma. Ótrúleg endurkoma. City er á toppi riðilsins með níu stig, Lyon er með sex, Hoffenheim þrjú og Shaktar botninum með tvö. Allt opið í þessum riðli en City Í E-riðlinum vann Bayern Munchen nokkuð þægilegan sigur á AEK Aþenu, 2-0, með tveimur mörkum frá Robert Lewandowski en sigurinn var síst of stór. Þeir þýsku óðu gjörsamlega í færum. Ajax og Benfica gerðu svo 1-1 jafntefli sem gerir það að verkum að þeir þýsku eru á toppnum með tíu stig. Ajax er með átta stig, Benfica fjögur og AEK án stiga. Real Madrid bauð til veislu í Tékklandi þar sem liðið rúllaði yfir Viktoria Plzen. Karim Benzema (2), Casemiro, Gareth Bale og Toni Kroos skoruðu mörk þeirra spænsku í kvöld. Real er á toppi riðilsins með níu stig eftir tap í fyrsta leik riðilsins. Roma er einnig með níu stig en Íslendingaliðið CSKA Moskva er með fjögur og Plzen er á botninum með núll stig.Öll úrslit dagsins:E-riðill: Bayern München - AEK Arena 2-0 Benfica - Ajax 1-1F-riðill: Lyon - Hoffenheim 2-2 Man. City - Shaktar 6-0G-riðill: CSKA Moskva - Roma 1-2 Viktoria Plzen - Real Madrid 0-5H-riðill: Valencia - Young Boys 3-1 Juventus - Man. Utd 1-2 Meistaradeild Evrópu
Manchester City rótburstaði Shaktar Donetsk, 6-0, í leik liðanna á Etihad í kvöld. Gabriel Jesus var á skotskónum og skoraði þrjú mörk. Veislan hófst snemma á Etihad því David Silva kom City yfir á 13. mínútu og ellefu mínútum síðar tvöfaldaði Gabriel Jesus forystuna af vítapunktinum eftir ótrúlegan vítaspyrnudóm. Raheem Sterling skoraði þriðja markið á 49. mínútu og áður en yfir lauk bætti Gabriel Jesus við tveimur mörkum og Alsíringurinn Riyad Mahrez eitt. Lokatölur 6-0. Í hinum leik riðilsins var mikil spenna þar sem Lyon og Hoffenheim gerðu 2-2 jafntefli. Lyon komst í 2-0 og Hoffenheim missti mann af velli en þeir náðu að skora tvö mörk og það síðari í uppbótartíma. Ótrúleg endurkoma. City er á toppi riðilsins með níu stig, Lyon er með sex, Hoffenheim þrjú og Shaktar botninum með tvö. Allt opið í þessum riðli en City Í E-riðlinum vann Bayern Munchen nokkuð þægilegan sigur á AEK Aþenu, 2-0, með tveimur mörkum frá Robert Lewandowski en sigurinn var síst of stór. Þeir þýsku óðu gjörsamlega í færum. Ajax og Benfica gerðu svo 1-1 jafntefli sem gerir það að verkum að þeir þýsku eru á toppnum með tíu stig. Ajax er með átta stig, Benfica fjögur og AEK án stiga. Real Madrid bauð til veislu í Tékklandi þar sem liðið rúllaði yfir Viktoria Plzen. Karim Benzema (2), Casemiro, Gareth Bale og Toni Kroos skoruðu mörk þeirra spænsku í kvöld. Real er á toppi riðilsins með níu stig eftir tap í fyrsta leik riðilsins. Roma er einnig með níu stig en Íslendingaliðið CSKA Moskva er með fjögur og Plzen er á botninum með núll stig.Öll úrslit dagsins:E-riðill: Bayern München - AEK Arena 2-0 Benfica - Ajax 1-1F-riðill: Lyon - Hoffenheim 2-2 Man. City - Shaktar 6-0G-riðill: CSKA Moskva - Roma 1-2 Viktoria Plzen - Real Madrid 0-5H-riðill: Valencia - Young Boys 3-1 Juventus - Man. Utd 1-2
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti