Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 28-28 │Jafnt í Breiðholti Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 5. nóvember 2018 22:00 vísir/bára ÍR og Haukar gerðu 28-28 jafntefli í Olís deild karla í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi en ÍRingar komust í sókn þegar aðeins 18 sekúndur voru eftir þar sem þeir hefðu getað komist yfir. Með stiginu í kvöld fara Haukar upp í annað sæti deildarinnar á meðan ÍR fara úr tólfta upp í ellefta sæti. ÍR komu ákveðnari til leiks í upphafi fyrri hálfleiks og komust nokkrum sinnum yfir með þremur mörkum. Haukar komust betur inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks þegar þeir settu inn Andra Scheving og Atla Má Báruson en það munar um að hafa svona menn tilbúna til að koma inn af bekknum. Í upphafi síðari hálfleiks komust Haukar yfir í fyrsta skipti síðan í stöðunni 0-1. Liðin skiptust síðan á forystum restina af leiknum en hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu. ÍR fengu lokasóknina og tóku leikhlé þegar átján sekúndur voru eftir. Haukar vörðust lokasókninni gríðarlega vel og létu Björgvin Hólmgeirsson taka gríðarlega erfitt skot í lok leiks.Af hverju endaði leikurinn jafntefli? Hvorugt liðið spilaði vel í kvöld og því var jafntefli svo sem sanngjörn niðurstaða. Haukar spiluðu ekki nægilega vel varnarlega á meðan ÍR fengu eiginlega enga markvörslu.Hverjir stóðu upp úr? Atli Már Báruson var góður sóknarlega fyrir Hauka í þessum leik, náði oft að skapa mörk þegar það var ekkert að gerast sóknarlega. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti ekki góðan fyrri hálfleik sóknarlega en náði að rífa sig upp í seinni hálfleik til að hjálpa Haukum að tryggja jafnteflið í dag. Andri Scheving varði ágætlega í marki Hauka í dag. Aron Örn Ægisson var flottur varnarlega fyrir ÍR með 8 löglegar stöðvanir og náði oft að gera lífið leitt fyrir sóknarmenn Hauka. Sveinn Jóhannsson var öflugur á línunni fyrir ÍR. Kláraði öll sín færi og náði í nokkur góð fráköst. Skilaði líka sínu varnarlega. Hvað gekk illa? Haukar spiluðu ekki vel varnarlega mest allan leikinn. Náðu að tengja saman nokkrar góðar varnir í lok leiks til að tryggja stigið. Stephen Nielsen markmaður ÍR hefur átt töluvert betri leiki en hann var einungis með 23% markvörslu og var oft að hleypa fram hjá sér skotum sem hann á að verja. Sóknarleikur Hauka var mjög klaufalegur í fyrri hálfleik, þeir voru að kasta boltanum frá sér og tóku erfið skot.Hvað gerist næst? ÍR heimsækja Fram næsta sunnudag í mikilvægum leik í baráttunni um sæti úrslitakeppninni. Haukar skella sér til Akureyrar næsta fimmtudag og spila þar bikarleik gegn KA. Haukar fá síðan Selfoss í heimsókn næsta mánudag í toppslag í Olís deildinni, sá leikur er eins og við mátti búast í beinni á Stöð 2 Sport.Bjarni var sáttur með sína menn í kvöld.vísir/báraBjarni: Óttumst ekkert mótlæti Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð sáttur eftir jafntefli, 28-28, gegn Haukum í Olís-deild karla í kvöld. „Já. Ég er bara nokkuð sáttur,” sagði Bjarni í samtali við Vísi í leikslok. Bjarni tók leikhlé fyrir lokasókn leiksins en sóknin endaði með að Andri Scheving varði skot frá Björgvin Hólmgeirssyni. „Ég er ekkert eitthvað geggjað sáttur. Ég var að vonast til þess að við myndum komast í betri stöðu. Við hikum svolítið þegar þeir rjúka út og við spilum ekki það sem við settum upp í kjölfarið.” „Við erum búnir að vera að tapa mikið af stigum á lokasekúndunum þannig að kannski vildu menn slútta bara og fá ekki mark í bakið. Ég er ánægður með það bara að fá allavega eitt stig og svo vinnum við í því að klára svona sóknir aðeins betur.” „Ég er bara frábærlega ánægður með stuðninginn. Við erum búnir að vera í smá brekku, við erum búnir að vera að tapa jöfnum leikjum og við erum búnir að vera að lenda í smá meiðslum.” „Þetta er ég mjög ánægður að sjá hjá ÍRingum að styðja við liðið sitt þegar það þarf á því að halda,” sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR um stuðninginn sem hans lið fékk í kvöld úr stúkunni. ÍR eru ennþá í fallsæti þrátt fyrir að vinna eitt stig í kvöld. ÍR er í ellefta sæti með „Við erum komnir með fjögur stig, það er ekki alveg það sem við ætluðum okkur en við erum búnir að vera í smá brekku. Við erum í heildina ekkert búnir að vera að spila hræðilegan handbolta.” „Við erum búnir að vera að spila ágætlega. Það vantar smá uppá gæði hjá okkur og það vantar smá uppá lukku og svona. Við óttumst ekkert mótlæti, mótlæti er það sem gerir mann sterkan þannig að við komum bara geggjaðir út úr þessum kafla og förum á blússandi gír núna.”Gunnar Magnússon stýrir Hauka-skútunni.vísir/ernirGunni Magg: Fáum ekki það sem við áttum skilið Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var ekki nægilega ánægður með leik sinna manna en liðið náði í eitt stig í Breiðholtinu eftir 28-28 jafntefli við ÍR. „Ég er ekki nógu ánægður með varnarleikinn, sérstaklega fyrstu 45 mínúturnar. Við fengum mikið af mörkum og náðum ekki að leika almennilega á þá.“ „Erfitt að koma hingað ÍR er með frábært lið og staðan í deildinni segir ekki til um þeirra styrkleika þeir eru með hörku mannskap en svona heilt yfir ekki nógu gott.” „Það voru nokkur atriði í lok leiksins sem ég þarf að skoða betur sem féllu ekki fyrir okkur þar sem mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið síðustu fimm mínúturnar.” Haukar töpuðu 11 boltum í kvöld. Þetta er töluvert meira en þeir 8,7 sem þeir tapa vanalega skv. HBstatz. „Í fyrri hálfleik vorum við óvenju agalausir sóknarlega og töpuðum boltann óvenju oft. Miðað við okkar reynslumenn. Löguðum það aðeins í hálfleik og töpuðum færri boltum í seinni hálfleik.“ „Náðum að loka vörninni síðustu 10-15 en þá kom þarna sóknarlega sem féll ekki fyrir okkur og við fengum þarna skref á Atla sem ég þarf að skoða betur. Þeir fara í hálsinn á Atla, markmaðurinn ver og mér fannst boltinn fara á bakvið markið en þeir fá innkast.“ „Svo mér fannst svona 3-4 hlutir seinustu fimm mínúturnar ekki falla með okkur en engu að síður hefðum við unnið leikinn með betri vörn í 60 mínútur.” Þið fáið Selfoss í heimsókn næsta mánudag, á að taka toppsætið þá? „Af sjálfsögðu. Það er alvöru verkefni, það er reyndar bikarinn fyrst á fimmtudaginn og svo fáum við Selfoss í heimsókn.“ „Það er bara nóg að gera og gaman að taka þátt í þessu öllu. Við fáum stig í dag og við virðum það, þetta er allt mikilvægt þegar uppi er staðið.” Olís-deild karla
ÍR og Haukar gerðu 28-28 jafntefli í Olís deild karla í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi en ÍRingar komust í sókn þegar aðeins 18 sekúndur voru eftir þar sem þeir hefðu getað komist yfir. Með stiginu í kvöld fara Haukar upp í annað sæti deildarinnar á meðan ÍR fara úr tólfta upp í ellefta sæti. ÍR komu ákveðnari til leiks í upphafi fyrri hálfleiks og komust nokkrum sinnum yfir með þremur mörkum. Haukar komust betur inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks þegar þeir settu inn Andra Scheving og Atla Má Báruson en það munar um að hafa svona menn tilbúna til að koma inn af bekknum. Í upphafi síðari hálfleiks komust Haukar yfir í fyrsta skipti síðan í stöðunni 0-1. Liðin skiptust síðan á forystum restina af leiknum en hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu. ÍR fengu lokasóknina og tóku leikhlé þegar átján sekúndur voru eftir. Haukar vörðust lokasókninni gríðarlega vel og létu Björgvin Hólmgeirsson taka gríðarlega erfitt skot í lok leiks.Af hverju endaði leikurinn jafntefli? Hvorugt liðið spilaði vel í kvöld og því var jafntefli svo sem sanngjörn niðurstaða. Haukar spiluðu ekki nægilega vel varnarlega á meðan ÍR fengu eiginlega enga markvörslu.Hverjir stóðu upp úr? Atli Már Báruson var góður sóknarlega fyrir Hauka í þessum leik, náði oft að skapa mörk þegar það var ekkert að gerast sóknarlega. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti ekki góðan fyrri hálfleik sóknarlega en náði að rífa sig upp í seinni hálfleik til að hjálpa Haukum að tryggja jafnteflið í dag. Andri Scheving varði ágætlega í marki Hauka í dag. Aron Örn Ægisson var flottur varnarlega fyrir ÍR með 8 löglegar stöðvanir og náði oft að gera lífið leitt fyrir sóknarmenn Hauka. Sveinn Jóhannsson var öflugur á línunni fyrir ÍR. Kláraði öll sín færi og náði í nokkur góð fráköst. Skilaði líka sínu varnarlega. Hvað gekk illa? Haukar spiluðu ekki vel varnarlega mest allan leikinn. Náðu að tengja saman nokkrar góðar varnir í lok leiks til að tryggja stigið. Stephen Nielsen markmaður ÍR hefur átt töluvert betri leiki en hann var einungis með 23% markvörslu og var oft að hleypa fram hjá sér skotum sem hann á að verja. Sóknarleikur Hauka var mjög klaufalegur í fyrri hálfleik, þeir voru að kasta boltanum frá sér og tóku erfið skot.Hvað gerist næst? ÍR heimsækja Fram næsta sunnudag í mikilvægum leik í baráttunni um sæti úrslitakeppninni. Haukar skella sér til Akureyrar næsta fimmtudag og spila þar bikarleik gegn KA. Haukar fá síðan Selfoss í heimsókn næsta mánudag í toppslag í Olís deildinni, sá leikur er eins og við mátti búast í beinni á Stöð 2 Sport.Bjarni var sáttur með sína menn í kvöld.vísir/báraBjarni: Óttumst ekkert mótlæti Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð sáttur eftir jafntefli, 28-28, gegn Haukum í Olís-deild karla í kvöld. „Já. Ég er bara nokkuð sáttur,” sagði Bjarni í samtali við Vísi í leikslok. Bjarni tók leikhlé fyrir lokasókn leiksins en sóknin endaði með að Andri Scheving varði skot frá Björgvin Hólmgeirssyni. „Ég er ekkert eitthvað geggjað sáttur. Ég var að vonast til þess að við myndum komast í betri stöðu. Við hikum svolítið þegar þeir rjúka út og við spilum ekki það sem við settum upp í kjölfarið.” „Við erum búnir að vera að tapa mikið af stigum á lokasekúndunum þannig að kannski vildu menn slútta bara og fá ekki mark í bakið. Ég er ánægður með það bara að fá allavega eitt stig og svo vinnum við í því að klára svona sóknir aðeins betur.” „Ég er bara frábærlega ánægður með stuðninginn. Við erum búnir að vera í smá brekku, við erum búnir að vera að tapa jöfnum leikjum og við erum búnir að vera að lenda í smá meiðslum.” „Þetta er ég mjög ánægður að sjá hjá ÍRingum að styðja við liðið sitt þegar það þarf á því að halda,” sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR um stuðninginn sem hans lið fékk í kvöld úr stúkunni. ÍR eru ennþá í fallsæti þrátt fyrir að vinna eitt stig í kvöld. ÍR er í ellefta sæti með „Við erum komnir með fjögur stig, það er ekki alveg það sem við ætluðum okkur en við erum búnir að vera í smá brekku. Við erum í heildina ekkert búnir að vera að spila hræðilegan handbolta.” „Við erum búnir að vera að spila ágætlega. Það vantar smá uppá gæði hjá okkur og það vantar smá uppá lukku og svona. Við óttumst ekkert mótlæti, mótlæti er það sem gerir mann sterkan þannig að við komum bara geggjaðir út úr þessum kafla og förum á blússandi gír núna.”Gunnar Magnússon stýrir Hauka-skútunni.vísir/ernirGunni Magg: Fáum ekki það sem við áttum skilið Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var ekki nægilega ánægður með leik sinna manna en liðið náði í eitt stig í Breiðholtinu eftir 28-28 jafntefli við ÍR. „Ég er ekki nógu ánægður með varnarleikinn, sérstaklega fyrstu 45 mínúturnar. Við fengum mikið af mörkum og náðum ekki að leika almennilega á þá.“ „Erfitt að koma hingað ÍR er með frábært lið og staðan í deildinni segir ekki til um þeirra styrkleika þeir eru með hörku mannskap en svona heilt yfir ekki nógu gott.” „Það voru nokkur atriði í lok leiksins sem ég þarf að skoða betur sem féllu ekki fyrir okkur þar sem mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið síðustu fimm mínúturnar.” Haukar töpuðu 11 boltum í kvöld. Þetta er töluvert meira en þeir 8,7 sem þeir tapa vanalega skv. HBstatz. „Í fyrri hálfleik vorum við óvenju agalausir sóknarlega og töpuðum boltann óvenju oft. Miðað við okkar reynslumenn. Löguðum það aðeins í hálfleik og töpuðum færri boltum í seinni hálfleik.“ „Náðum að loka vörninni síðustu 10-15 en þá kom þarna sóknarlega sem féll ekki fyrir okkur og við fengum þarna skref á Atla sem ég þarf að skoða betur. Þeir fara í hálsinn á Atla, markmaðurinn ver og mér fannst boltinn fara á bakvið markið en þeir fá innkast.“ „Svo mér fannst svona 3-4 hlutir seinustu fimm mínúturnar ekki falla með okkur en engu að síður hefðum við unnið leikinn með betri vörn í 60 mínútur.” Þið fáið Selfoss í heimsókn næsta mánudag, á að taka toppsætið þá? „Af sjálfsögðu. Það er alvöru verkefni, það er reyndar bikarinn fyrst á fimmtudaginn og svo fáum við Selfoss í heimsókn.“ „Það er bara nóg að gera og gaman að taka þátt í þessu öllu. Við fáum stig í dag og við virðum það, þetta er allt mikilvægt þegar uppi er staðið.”
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti