Alfreð Finnbogason skoraði fyrra mark Augsburg í 2-2 jafntefli við Nürnberg í þýsku Bundesligunni í fótbolta.
Mark Alfreðs kom strax á 11. mínútu eftir stoðsendingu Jonathan Schmid. Schmid var sjálfur á skotskónum á 59. mínútu eftir að Alexander Fuchs hafði jafnað metin fyrir gestina nokkrum mínútum fyrr.
Lukas Muhl tryggði Nürnberg stig í leiknum þegar hann jafnaði aftur fyrir gestina á 88. mínútu leiksins.
Augsburg siglir lygnan sjó um miðja deild með þrettán stig, ellefu stigum á eftir toppliði Dortmund sem enn er taplaust.
Dortmund vann 1-0 sigur á Wolfsburg sem Marco Reus skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu.
Bayern München gerði jafntefli við Freiburg þar sem Lucas Holer skoraði jöfnunarmark Freiburg á lokamínútum leiksins.
Augsburg - Nürnberg 2-2
Bayer Leverkusen - Hoffenheim 1-4
Bayern München - Freiburg 1-1
Schalke - Hannover 3-1
Wolfsburg - Dortmund 0-1